Marel stefnir á skráningu í Amsterdam á þessum ársfjórðungi

Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, stefnir á hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam á öðrum ársfjórðungi 2019. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hluta, eða um 15 prósent af útgefnu hlutafé.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Auglýsing

Marel stefnir á almennt hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam á öðrum árs­fjórð­ungi 2019, til við­bótar við skrán­ingu sína í Nas­daq ­kaup­höll­ina á Íslandi. Í útboð­inu verða boðnir til sölu allt að 100 millj­ónir nýrra hluta, sem sam­svara um 15 ­pró­sent af útgefn­u hlut­hafi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mar­el. 

Langstærsta félagið á mark­aði 

Mar­el var stofnað árið 1983 og er í dag leið­andi á sviði hátækni­bún­aðar til vinnslu mat­væla, heild­ar­lausna, hug­bún­aðar og þjón­ustu fyrir kjúklinga-, kjöt- og fisk­iðn­að. Yfir 6.000 manns starfa hjá félag­inu í yfir 30 löndum og 6 heims­álf­um. Heild­ar­tekjur Marel á árinu 2018 námu 1,2 millj­örðum evr­a. 

Frá skrán­ingu félags­ins í Kaup­höll­ina á Íslandi árið 1992 hafa heild­ar­tekjur þess vaxið að með­al­tali um 22 pró­sent  á ári, bæði með innri og ytri vexti. Marel er langstærsta félagið á mark­aði hér­lendis en stærð þess nemur um 36 pró­sent af mark­aðs­verð­mæti allra skráðra félaga í Nas­daq ­kaup­höll­inni á Ísland­i. 

Auglýsing

Hlut­hafar Marel voru 2.464 tals­ins þann 17. maí 2019, sam­kvæmt hlut­hafa­skrá.  ­Tíu stærstu hlut­haf­arnir fara með 66,5 pró­sent hlut en þar af eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir 38,4 pró­sent hlut í félag­inu. Kjöl­festu­hlut­haf­inn, Eyr­ir­ In­vest hf. er eig­andi 28,4 ­pró­sent ­út­gef­inna bréfa í Marel en þar á eftir koma Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 9,9 pró­sent og Gildi 5,7 ­pró­ent. Þá átti þann 17. maí síð­ast­lið­inn Mar­el  1,7 pró­sent  eigin hluti. Frjálst flot hluta í Marel var 71,6 pró­sent

Eyk­ur­ ­sýni­leika og styrkir fjár­hags­skip­an ­fé­lags­ins

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að tví­hliða skrán­ing hluta­bréfa félags­ins í E­uro­net ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam sé eðli­legt næsta skref í frek­ari fram­þróun og ­vaxt­ar­stefn­u ­fé­lags­in. Þá segir að skrán­ing í Holland­i muni auka ­sýni­leika Marel og aðgengi að breið­ari hópi alþjóð­legra fjár­festa. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjár­hags­skipan félags­ins og verða hlut­irnir skráðir í gjald­miðli sem styður betur við stefnu félags­ins um fram­tíð­ar­vöxt og mögu­leg fyr­ir­tækja­kaup.

Hluta­fjár­út­boðið sam­anstendur af almennu hluta­fjár­út­boði í Hollandi og á Íslandi og lok­uðu hluta­fjár­út­boði til ákveð­inna fag­fjár­festa í öðrum lög­sög­um, þar með talið lok­uðu útboði í Banda­ríkj­unum til aðila sem eru hæfir fag­fjár­festar og lokað útboð til fag­fjár­festa utan Banda­ríkj­anna.

Fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð sam­anstendur af nýju hluta­fé, allt að 100 millj­ónum nýrra hluta, sem sam­svarar um 15 pró­sent af útgefnu hluta­fé, þar með talið  er val­réttur til að mæta umfram­eft­ir­spurn. ­Gert er ráð fyrir að skrán­ing í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam eigi sér stað á öðrum árs­fjórð­ungi 2019. 

Styðja við mark­miðið um 12 pró­sent árlegan með­al­vöxt

Marel hefur lýst því yfir að félagið stefni að 12 pró­sent með­al­vexti á ári á tíma­bil­inu 2017 til 2026, þar af um 4 til 6 pró­sent með innri vexti og um 5 til 7 pró­sent í gegnum fyr­ir­tækja­kaup. Á sama tíma­bili er gert ráð fyrir að mark­aður með búnað til mat­væla­vinnslu fyrir kjúkling, kjöt og fisk muni vaxa um 4 til 6 pró­sent árlega.

„Þetta er stór dagur fyrir Mar­el, þar sem við til­kynnum um fyr­ir­ætl­anir okkar um hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam. Við störfum á ákaf­lega spenn­andi vaxt­ar­mark­aði, þar sem aukin fólks­fjölg­un, stækkun milli­stétt­ar­innar og stækkun borg­ar­sam­fé­laga drífur áfram eft­ir­spurn eftir hágæða mat­vælum sem eru fram­leidd á sjálf­bæran og hag­kvæman hátt. Marel er stað­sett í miðju þess­ara drif­krafta og í sam­starfi við  við­skipta­vini höldum við áfram að kynna hátækni­vör­ur, hug­búnað og þjón­ustu sem eykur afköst og nýt­ingu og minnkar sóun. Skrán­ingin í E­uro­next í Am­ster­dam mun styðja við mark­mið okkar um 12% árlegan með­al­vöxt tekna á tíma­bil­inu 2017-2026 sem byggir á öfl­ugri mark­aðs­sókn og nýsköp­un, sam­vinnu við lyk­il­sam­starfs­að­ila ásamt kaupum á fyr­ir­tækj­u­m,“  seg­ir Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent