Marel stefnir á skráningu í Amsterdam á þessum ársfjórðungi

Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, stefnir á hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam á öðrum ársfjórðungi 2019. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hluta, eða um 15 prósent af útgefnu hlutafé.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Auglýsing

Marel stefnir á almennt hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam á öðrum árs­fjórð­ungi 2019, til við­bótar við skrán­ingu sína í Nas­daq ­kaup­höll­ina á Íslandi. Í útboð­inu verða boðnir til sölu allt að 100 millj­ónir nýrra hluta, sem sam­svara um 15 ­pró­sent af útgefn­u hlut­hafi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mar­el. 

Langstærsta félagið á mark­aði 

Mar­el var stofnað árið 1983 og er í dag leið­andi á sviði hátækni­bún­aðar til vinnslu mat­væla, heild­ar­lausna, hug­bún­aðar og þjón­ustu fyrir kjúklinga-, kjöt- og fisk­iðn­að. Yfir 6.000 manns starfa hjá félag­inu í yfir 30 löndum og 6 heims­álf­um. Heild­ar­tekjur Marel á árinu 2018 námu 1,2 millj­örðum evr­a. 

Frá skrán­ingu félags­ins í Kaup­höll­ina á Íslandi árið 1992 hafa heild­ar­tekjur þess vaxið að með­al­tali um 22 pró­sent  á ári, bæði með innri og ytri vexti. Marel er langstærsta félagið á mark­aði hér­lendis en stærð þess nemur um 36 pró­sent af mark­aðs­verð­mæti allra skráðra félaga í Nas­daq ­kaup­höll­inni á Ísland­i. 

Auglýsing

Hlut­hafar Marel voru 2.464 tals­ins þann 17. maí 2019, sam­kvæmt hlut­hafa­skrá.  ­Tíu stærstu hlut­haf­arnir fara með 66,5 pró­sent hlut en þar af eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir 38,4 pró­sent hlut í félag­inu. Kjöl­festu­hlut­haf­inn, Eyr­ir­ In­vest hf. er eig­andi 28,4 ­pró­sent ­út­gef­inna bréfa í Marel en þar á eftir koma Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 9,9 pró­sent og Gildi 5,7 ­pró­ent. Þá átti þann 17. maí síð­ast­lið­inn Mar­el  1,7 pró­sent  eigin hluti. Frjálst flot hluta í Marel var 71,6 pró­sent

Eyk­ur­ ­sýni­leika og styrkir fjár­hags­skip­an ­fé­lags­ins

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að tví­hliða skrán­ing hluta­bréfa félags­ins í E­uro­net ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam sé eðli­legt næsta skref í frek­ari fram­þróun og ­vaxt­ar­stefn­u ­fé­lags­in. Þá segir að skrán­ing í Holland­i muni auka ­sýni­leika Marel og aðgengi að breið­ari hópi alþjóð­legra fjár­festa. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjár­hags­skipan félags­ins og verða hlut­irnir skráðir í gjald­miðli sem styður betur við stefnu félags­ins um fram­tíð­ar­vöxt og mögu­leg fyr­ir­tækja­kaup.

Hluta­fjár­út­boðið sam­anstendur af almennu hluta­fjár­út­boði í Hollandi og á Íslandi og lok­uðu hluta­fjár­út­boði til ákveð­inna fag­fjár­festa í öðrum lög­sög­um, þar með talið lok­uðu útboði í Banda­ríkj­unum til aðila sem eru hæfir fag­fjár­festar og lokað útboð til fag­fjár­festa utan Banda­ríkj­anna.

Fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð sam­anstendur af nýju hluta­fé, allt að 100 millj­ónum nýrra hluta, sem sam­svarar um 15 pró­sent af útgefnu hluta­fé, þar með talið  er val­réttur til að mæta umfram­eft­ir­spurn. ­Gert er ráð fyrir að skrán­ing í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam eigi sér stað á öðrum árs­fjórð­ungi 2019. 

Styðja við mark­miðið um 12 pró­sent árlegan með­al­vöxt

Marel hefur lýst því yfir að félagið stefni að 12 pró­sent með­al­vexti á ári á tíma­bil­inu 2017 til 2026, þar af um 4 til 6 pró­sent með innri vexti og um 5 til 7 pró­sent í gegnum fyr­ir­tækja­kaup. Á sama tíma­bili er gert ráð fyrir að mark­aður með búnað til mat­væla­vinnslu fyrir kjúkling, kjöt og fisk muni vaxa um 4 til 6 pró­sent árlega.

„Þetta er stór dagur fyrir Mar­el, þar sem við til­kynnum um fyr­ir­ætl­anir okkar um hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam. Við störfum á ákaf­lega spenn­andi vaxt­ar­mark­aði, þar sem aukin fólks­fjölg­un, stækkun milli­stétt­ar­innar og stækkun borg­ar­sam­fé­laga drífur áfram eft­ir­spurn eftir hágæða mat­vælum sem eru fram­leidd á sjálf­bæran og hag­kvæman hátt. Marel er stað­sett í miðju þess­ara drif­krafta og í sam­starfi við  við­skipta­vini höldum við áfram að kynna hátækni­vör­ur, hug­búnað og þjón­ustu sem eykur afköst og nýt­ingu og minnkar sóun. Skrán­ingin í E­uro­next í Am­ster­dam mun styðja við mark­mið okkar um 12% árlegan með­al­vöxt tekna á tíma­bil­inu 2017-2026 sem byggir á öfl­ugri mark­aðs­sókn og nýsköp­un, sam­vinnu við lyk­il­sam­starfs­að­ila ásamt kaupum á fyr­ir­tækj­u­m,“  seg­ir Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent