Marel stefnir á skráningu í Amsterdam á þessum ársfjórðungi

Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, stefnir á hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam á öðrum ársfjórðungi 2019. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hluta, eða um 15 prósent af útgefnu hlutafé.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Auglýsing

Marel stefnir á almennt hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam á öðrum árs­fjórð­ungi 2019, til við­bótar við skrán­ingu sína í Nas­daq ­kaup­höll­ina á Íslandi. Í útboð­inu verða boðnir til sölu allt að 100 millj­ónir nýrra hluta, sem sam­svara um 15 ­pró­sent af útgefn­u hlut­hafi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mar­el. 

Langstærsta félagið á mark­aði 

Mar­el var stofnað árið 1983 og er í dag leið­andi á sviði hátækni­bún­aðar til vinnslu mat­væla, heild­ar­lausna, hug­bún­aðar og þjón­ustu fyrir kjúklinga-, kjöt- og fisk­iðn­að. Yfir 6.000 manns starfa hjá félag­inu í yfir 30 löndum og 6 heims­álf­um. Heild­ar­tekjur Marel á árinu 2018 námu 1,2 millj­örðum evr­a. 

Frá skrán­ingu félags­ins í Kaup­höll­ina á Íslandi árið 1992 hafa heild­ar­tekjur þess vaxið að með­al­tali um 22 pró­sent  á ári, bæði með innri og ytri vexti. Marel er langstærsta félagið á mark­aði hér­lendis en stærð þess nemur um 36 pró­sent af mark­aðs­verð­mæti allra skráðra félaga í Nas­daq ­kaup­höll­inni á Ísland­i. 

Auglýsing

Hlut­hafar Marel voru 2.464 tals­ins þann 17. maí 2019, sam­kvæmt hlut­hafa­skrá.  ­Tíu stærstu hlut­haf­arnir fara með 66,5 pró­sent hlut en þar af eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir 38,4 pró­sent hlut í félag­inu. Kjöl­festu­hlut­haf­inn, Eyr­ir­ In­vest hf. er eig­andi 28,4 ­pró­sent ­út­gef­inna bréfa í Marel en þar á eftir koma Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 9,9 pró­sent og Gildi 5,7 ­pró­ent. Þá átti þann 17. maí síð­ast­lið­inn Mar­el  1,7 pró­sent  eigin hluti. Frjálst flot hluta í Marel var 71,6 pró­sent

Eyk­ur­ ­sýni­leika og styrkir fjár­hags­skip­an ­fé­lags­ins

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að tví­hliða skrán­ing hluta­bréfa félags­ins í E­uro­net ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam sé eðli­legt næsta skref í frek­ari fram­þróun og ­vaxt­ar­stefn­u ­fé­lags­in. Þá segir að skrán­ing í Holland­i muni auka ­sýni­leika Marel og aðgengi að breið­ari hópi alþjóð­legra fjár­festa. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjár­hags­skipan félags­ins og verða hlut­irnir skráðir í gjald­miðli sem styður betur við stefnu félags­ins um fram­tíð­ar­vöxt og mögu­leg fyr­ir­tækja­kaup.

Hluta­fjár­út­boðið sam­anstendur af almennu hluta­fjár­út­boði í Hollandi og á Íslandi og lok­uðu hluta­fjár­út­boði til ákveð­inna fag­fjár­festa í öðrum lög­sög­um, þar með talið lok­uðu útboði í Banda­ríkj­unum til aðila sem eru hæfir fag­fjár­festar og lokað útboð til fag­fjár­festa utan Banda­ríkj­anna.

Fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð sam­anstendur af nýju hluta­fé, allt að 100 millj­ónum nýrra hluta, sem sam­svarar um 15 pró­sent af útgefnu hluta­fé, þar með talið  er val­réttur til að mæta umfram­eft­ir­spurn. ­Gert er ráð fyrir að skrán­ing í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam eigi sér stað á öðrum árs­fjórð­ungi 2019. 

Styðja við mark­miðið um 12 pró­sent árlegan með­al­vöxt

Marel hefur lýst því yfir að félagið stefni að 12 pró­sent með­al­vexti á ári á tíma­bil­inu 2017 til 2026, þar af um 4 til 6 pró­sent með innri vexti og um 5 til 7 pró­sent í gegnum fyr­ir­tækja­kaup. Á sama tíma­bili er gert ráð fyrir að mark­aður með búnað til mat­væla­vinnslu fyrir kjúkling, kjöt og fisk muni vaxa um 4 til 6 pró­sent árlega.

„Þetta er stór dagur fyrir Mar­el, þar sem við til­kynnum um fyr­ir­ætl­anir okkar um hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam. Við störfum á ákaf­lega spenn­andi vaxt­ar­mark­aði, þar sem aukin fólks­fjölg­un, stækkun milli­stétt­ar­innar og stækkun borg­ar­sam­fé­laga drífur áfram eft­ir­spurn eftir hágæða mat­vælum sem eru fram­leidd á sjálf­bæran og hag­kvæman hátt. Marel er stað­sett í miðju þess­ara drif­krafta og í sam­starfi við  við­skipta­vini höldum við áfram að kynna hátækni­vör­ur, hug­búnað og þjón­ustu sem eykur afköst og nýt­ingu og minnkar sóun. Skrán­ingin í E­uro­next í Am­ster­dam mun styðja við mark­mið okkar um 12% árlegan með­al­vöxt tekna á tíma­bil­inu 2017-2026 sem byggir á öfl­ugri mark­aðs­sókn og nýsköp­un, sam­vinnu við lyk­il­sam­starfs­að­ila ásamt kaupum á fyr­ir­tækj­u­m,“  seg­ir Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent