Marel stefnir á skráningu í Amsterdam á þessum ársfjórðungi

Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, stefnir á hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam á öðrum ársfjórðungi 2019. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hluta, eða um 15 prósent af útgefnu hlutafé.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Auglýsing

Marel stefnir á almennt hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam á öðrum árs­fjórð­ungi 2019, til við­bótar við skrán­ingu sína í Nas­daq ­kaup­höll­ina á Íslandi. Í útboð­inu verða boðnir til sölu allt að 100 millj­ónir nýrra hluta, sem sam­svara um 15 ­pró­sent af útgefn­u hlut­hafi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mar­el. 

Langstærsta félagið á mark­aði 

Mar­el var stofnað árið 1983 og er í dag leið­andi á sviði hátækni­bún­aðar til vinnslu mat­væla, heild­ar­lausna, hug­bún­aðar og þjón­ustu fyrir kjúklinga-, kjöt- og fisk­iðn­að. Yfir 6.000 manns starfa hjá félag­inu í yfir 30 löndum og 6 heims­álf­um. Heild­ar­tekjur Marel á árinu 2018 námu 1,2 millj­örðum evr­a. 

Frá skrán­ingu félags­ins í Kaup­höll­ina á Íslandi árið 1992 hafa heild­ar­tekjur þess vaxið að með­al­tali um 22 pró­sent  á ári, bæði með innri og ytri vexti. Marel er langstærsta félagið á mark­aði hér­lendis en stærð þess nemur um 36 pró­sent af mark­aðs­verð­mæti allra skráðra félaga í Nas­daq ­kaup­höll­inni á Ísland­i. 

Auglýsing

Hlut­hafar Marel voru 2.464 tals­ins þann 17. maí 2019, sam­kvæmt hlut­hafa­skrá.  ­Tíu stærstu hlut­haf­arnir fara með 66,5 pró­sent hlut en þar af eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir 38,4 pró­sent hlut í félag­inu. Kjöl­festu­hlut­haf­inn, Eyr­ir­ In­vest hf. er eig­andi 28,4 ­pró­sent ­út­gef­inna bréfa í Marel en þar á eftir koma Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 9,9 pró­sent og Gildi 5,7 ­pró­ent. Þá átti þann 17. maí síð­ast­lið­inn Mar­el  1,7 pró­sent  eigin hluti. Frjálst flot hluta í Marel var 71,6 pró­sent

Eyk­ur­ ­sýni­leika og styrkir fjár­hags­skip­an ­fé­lags­ins

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að tví­hliða skrán­ing hluta­bréfa félags­ins í E­uro­net ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam sé eðli­legt næsta skref í frek­ari fram­þróun og ­vaxt­ar­stefn­u ­fé­lags­in. Þá segir að skrán­ing í Holland­i muni auka ­sýni­leika Marel og aðgengi að breið­ari hópi alþjóð­legra fjár­festa. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjár­hags­skipan félags­ins og verða hlut­irnir skráðir í gjald­miðli sem styður betur við stefnu félags­ins um fram­tíð­ar­vöxt og mögu­leg fyr­ir­tækja­kaup.

Hluta­fjár­út­boðið sam­anstendur af almennu hluta­fjár­út­boði í Hollandi og á Íslandi og lok­uðu hluta­fjár­út­boði til ákveð­inna fag­fjár­festa í öðrum lög­sög­um, þar með talið lok­uðu útboði í Banda­ríkj­unum til aðila sem eru hæfir fag­fjár­festar og lokað útboð til fag­fjár­festa utan Banda­ríkj­anna.

Fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð sam­anstendur af nýju hluta­fé, allt að 100 millj­ónum nýrra hluta, sem sam­svarar um 15 pró­sent af útgefnu hluta­fé, þar með talið  er val­réttur til að mæta umfram­eft­ir­spurn. ­Gert er ráð fyrir að skrán­ing í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam eigi sér stað á öðrum árs­fjórð­ungi 2019. 

Styðja við mark­miðið um 12 pró­sent árlegan með­al­vöxt

Marel hefur lýst því yfir að félagið stefni að 12 pró­sent með­al­vexti á ári á tíma­bil­inu 2017 til 2026, þar af um 4 til 6 pró­sent með innri vexti og um 5 til 7 pró­sent í gegnum fyr­ir­tækja­kaup. Á sama tíma­bili er gert ráð fyrir að mark­aður með búnað til mat­væla­vinnslu fyrir kjúkling, kjöt og fisk muni vaxa um 4 til 6 pró­sent árlega.

„Þetta er stór dagur fyrir Mar­el, þar sem við til­kynnum um fyr­ir­ætl­anir okkar um hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu í E­uro­next ­kaup­höll­ina í Am­ster­dam. Við störfum á ákaf­lega spenn­andi vaxt­ar­mark­aði, þar sem aukin fólks­fjölg­un, stækkun milli­stétt­ar­innar og stækkun borg­ar­sam­fé­laga drífur áfram eft­ir­spurn eftir hágæða mat­vælum sem eru fram­leidd á sjálf­bæran og hag­kvæman hátt. Marel er stað­sett í miðju þess­ara drif­krafta og í sam­starfi við  við­skipta­vini höldum við áfram að kynna hátækni­vör­ur, hug­búnað og þjón­ustu sem eykur afköst og nýt­ingu og minnkar sóun. Skrán­ingin í E­uro­next í Am­ster­dam mun styðja við mark­mið okkar um 12% árlegan með­al­vöxt tekna á tíma­bil­inu 2017-2026 sem byggir á öfl­ugri mark­aðs­sókn og nýsköp­un, sam­vinnu við lyk­il­sam­starfs­að­ila ásamt kaupum á fyr­ir­tækj­u­m,“  seg­ir Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent