United Airlines flýgur milli New York og Íslands í sumar

United Airlines mun fljúga frá Newark flugvelli.

unitedairlines.jpg
Auglýsing

United Air­lines mun hefja flug milli Newark flug­vallar í New York og Íslands, hinn 7. júní næst­kom­andi. Frá þessu er greint á vef Túrista, en boðið verður upp á dag­legar ferð­ir. Ferð­irnar verða í boði fram til 4. októ­ber.

Bob Schumacher, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs United Air­lines í Bret­landi, Írlandi og á Íslandi, segir að þetta sé ánægju­legur auki við þjón­ustu félags­ins. „Flugið býður ekki aðeins við­skipta­vinum okkar á Íslandi uppá þægi­lega komu­tíma í New York borg heldur einnig mögu­leika á tengiflugi til meira en 70 áfanga­staða í Banda­ríkj­un­um, Kana­da, Mexíkó, Kar­ab­íska haf­inu eða Mið-Am­er­ík­u,” er haft eftir Bob Schumacher.

Óhætt er að segja að íslensk ferða­þjón­usta hafi orðið fyrir miklum skakka­föllum und­an­farin miss­eri. Með falli WOW air og síðan kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum Boeing, hefur mikið skarð verið höggvið í flug­brúna milli Íslands og umheims­ins. 

Auglýsing

Í apríl var um 18 pró­sent sam­dráttur á brott­förum frá Kefla­vík­ur­flug­velli, miðað við sama mánuð í fyrra, og búast má við því að árið í ár verði nokkuð erfitt fyrir íslenska ferða­þjón­ust­u. 

Mik­ill vöxtur í grein­inni und­an­farin ár hefur leitt til þess að ferða­þjón­usta er nú sá geiri hag­kerf­is­ins, sem skilar mestum gjald­eyr­is­tekjum fyrir þjóð­ar­bú­ið, en á und­an­förnum tveimur árum hafa þær verið um 43 pró­sent af heild­inn­i. 

Um 98 pró­sent allra ferða­manna sem koma til Íslands koma í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl, og því er mikið í húfi þegar kemur að því að fá erlend flug­fé­lög til að fljúga hingað til lands og reyna að fylla upp í skarð­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent