Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé

Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, fjall­aði á Alþingi í dag um nýlega nið­ur­stöðu siða­nefndar þings­ins þar sem fram kemur að Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður flokks­ins, hafi gerst sek um brot á siða­reglum þing­manna með orðum sínum í Silfr­inu og á Face­book-­síðu sinni sem vörð­uðu akst­urs­greiðslur Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Í sama áliti kemur fram að ég hafi ekki gerst sekur um brot á siða­reglum af því er virð­ist af því að siða­nefnd skildi mig ekki. Þau orð sem ég lét falla voru efn­is- og inni­halds­lega nákvæm­lega þau sömu og hátt­virtur þing­maður Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir var dæmd brot­leg fyr­ir,“ sagði Björn Leví í pontu.

Hann sagði að vissu­lega hefði hann ekki notað nákvæm­lega sömu orðin og að það gæti vel verið að það skipti máli þegar siða­nefnd legði mat sitt á merk­ingu orð­anna.

Auglýsing

Vildi nota orð sem allir skildu

„For­seti, mig langar því að vera eins skýr­mæltur og ég get vegna álits for­sætis­nefndar þegar erindi mínu um end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar var vísað frá þar sem kom fram að Ásmundur Frið­riks­son hafði vissu­lega fengið end­ur­greiðslu frá Alþingi vegna þátta­gerðar fyrir ÍNN. Að hann hafði fengið end­ur­greiðslur fyrir notkun á eigin bíl þrátt fyrir að það var gegn reglum um slíkar end­ur­greiðslur og vegna þess að Ásmundur ját­aði að hafa fengið end­ur­greiðslur vegna próf­kjörs­bar­áttu í eigin flokki sem er klár­lega ekki hluti af starfi hans sem þing­manns,“ sagði Björn Leví.

Hann vildi þess vegna tjá skoðun sína aft­ur, og nota orð sem allir skildu, þar á meðal siða­nefnd. „Nú er rök­studdur grunur um það að Ásmundur Frið­riks­son hafi dregið að sér fé, almanna­fé, og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rann­sókn í þeim efn­um. Ég segi þessi orð með fullri vit­neskju um að þau hafi verið dæmd sem brot gegn siða­reglum þing­manna. Við vitum það hins­vegar öll hérna inni að þau eru sönn,“ sagði hann.

Björn Leví taldi að fyrir því lægi játn­ing og stað­fest­ing við frá­vísun for­sætis­nefnd­ar. Þess vegna væri þetta rök­studdur grunur í allri merk­ingu þeirra orða.

Ummælin stappað nærri því að vera víta­verð

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, greip fram í fyrir Birni Leví og sagði að hann teldi að notkun dag­skrár­lið­ar­ins væri ekki við hæfi, þ.e. störf þings­ins.

Birgir Ármannsson Mynd: Birgir ÞórBirgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kom í púlt nokkru seinna og tjáði sig um ræðu Björns Levís. „Ég tel nú að ummælin hafi nú stappað nærri að vera víta­verð eins og þing­sköp kveða á um. Ekki ein­göngu vegna þess að í þeim fólst end­ur­tekn­ing á aðdrótt­unum og æru­meið­ingum í garð hátt­virts þing­manns, Ásmundar Frið­riks­son­ar. 

Heldur líka vegna þess að það er auð­vitað verið að gera lítið úr þeirri máls­með­ferð sem átt hefur sér stað hér á vegum þings­ins, bæði af hálfu hátt­virtrar for­sætis­nefndar og siða­nefndar og ég verð að segja að mér finnst afar sér­kenni­legt að hátt­virtur þing­maður Pírata, Björn Leví Gunn­ars­son, gangi fram með þeim hætti í ljósi allrar for­sögu máls­ins og hvað það hefur fengið mikla umfjöllun og hvernig þessum ásök­unum hans og fleiri hefur verið svar­að,“ sagði hann.

Mannasiðir að láta við­kom­andi þing­mann vita

Steingrímur J. Sigfússon Mynd: Bára Huld BeckÞegar Stein­grímur var spurður nánar út í málið þá sagði hann að undir liðnum „störf þings­ins“ væri sér­stak­lega gert ráð fyrir því að þing­menn gætu átt orða­skipti við hvorn ann­an. Þeir gætu beint spurn­ingu eða snúið máli sínu að öðrum þing­manni. „En þá eru það mannasiðir að láta við­kom­andi þing­mann vita. Og þá er hann settur á mæl­enda­skrá næstur á eftir þeim sem á orða­stað við hann. Þetta gerði hátt­virtur þing­mað­ur, Björn Leví Gunn­ars­son, ekki,“ sagði hann.

„Hann not­aði dag­skrár­lið­inn „störf þings­ins“ til þess að fara mjög ósæmi­legum orðum um annan hátt­virtan þing­mann,“ sagði Stein­grím­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent