Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé

Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, fjall­aði á Alþingi í dag um nýlega nið­ur­stöðu siða­nefndar þings­ins þar sem fram kemur að Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður flokks­ins, hafi gerst sek um brot á siða­reglum þing­manna með orðum sínum í Silfr­inu og á Face­book-­síðu sinni sem vörð­uðu akst­urs­greiðslur Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Í sama áliti kemur fram að ég hafi ekki gerst sekur um brot á siða­reglum af því er virð­ist af því að siða­nefnd skildi mig ekki. Þau orð sem ég lét falla voru efn­is- og inni­halds­lega nákvæm­lega þau sömu og hátt­virtur þing­maður Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir var dæmd brot­leg fyr­ir,“ sagði Björn Leví í pontu.

Hann sagði að vissu­lega hefði hann ekki notað nákvæm­lega sömu orðin og að það gæti vel verið að það skipti máli þegar siða­nefnd legði mat sitt á merk­ingu orð­anna.

Auglýsing

Vildi nota orð sem allir skildu

„For­seti, mig langar því að vera eins skýr­mæltur og ég get vegna álits for­sætis­nefndar þegar erindi mínu um end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar var vísað frá þar sem kom fram að Ásmundur Frið­riks­son hafði vissu­lega fengið end­ur­greiðslu frá Alþingi vegna þátta­gerðar fyrir ÍNN. Að hann hafði fengið end­ur­greiðslur fyrir notkun á eigin bíl þrátt fyrir að það var gegn reglum um slíkar end­ur­greiðslur og vegna þess að Ásmundur ját­aði að hafa fengið end­ur­greiðslur vegna próf­kjörs­bar­áttu í eigin flokki sem er klár­lega ekki hluti af starfi hans sem þing­manns,“ sagði Björn Leví.

Hann vildi þess vegna tjá skoðun sína aft­ur, og nota orð sem allir skildu, þar á meðal siða­nefnd. „Nú er rök­studdur grunur um það að Ásmundur Frið­riks­son hafi dregið að sér fé, almanna­fé, og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rann­sókn í þeim efn­um. Ég segi þessi orð með fullri vit­neskju um að þau hafi verið dæmd sem brot gegn siða­reglum þing­manna. Við vitum það hins­vegar öll hérna inni að þau eru sönn,“ sagði hann.

Björn Leví taldi að fyrir því lægi játn­ing og stað­fest­ing við frá­vísun for­sætis­nefnd­ar. Þess vegna væri þetta rök­studdur grunur í allri merk­ingu þeirra orða.

Ummælin stappað nærri því að vera víta­verð

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, greip fram í fyrir Birni Leví og sagði að hann teldi að notkun dag­skrár­lið­ar­ins væri ekki við hæfi, þ.e. störf þings­ins.

Birgir Ármannsson Mynd: Birgir ÞórBirgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kom í púlt nokkru seinna og tjáði sig um ræðu Björns Levís. „Ég tel nú að ummælin hafi nú stappað nærri að vera víta­verð eins og þing­sköp kveða á um. Ekki ein­göngu vegna þess að í þeim fólst end­ur­tekn­ing á aðdrótt­unum og æru­meið­ingum í garð hátt­virts þing­manns, Ásmundar Frið­riks­son­ar. 

Heldur líka vegna þess að það er auð­vitað verið að gera lítið úr þeirri máls­með­ferð sem átt hefur sér stað hér á vegum þings­ins, bæði af hálfu hátt­virtrar for­sætis­nefndar og siða­nefndar og ég verð að segja að mér finnst afar sér­kenni­legt að hátt­virtur þing­maður Pírata, Björn Leví Gunn­ars­son, gangi fram með þeim hætti í ljósi allrar for­sögu máls­ins og hvað það hefur fengið mikla umfjöllun og hvernig þessum ásök­unum hans og fleiri hefur verið svar­að,“ sagði hann.

Mannasiðir að láta við­kom­andi þing­mann vita

Steingrímur J. Sigfússon Mynd: Bára Huld BeckÞegar Stein­grímur var spurður nánar út í málið þá sagði hann að undir liðnum „störf þings­ins“ væri sér­stak­lega gert ráð fyrir því að þing­menn gætu átt orða­skipti við hvorn ann­an. Þeir gætu beint spurn­ingu eða snúið máli sínu að öðrum þing­manni. „En þá eru það mannasiðir að láta við­kom­andi þing­mann vita. Og þá er hann settur á mæl­enda­skrá næstur á eftir þeim sem á orða­stað við hann. Þetta gerði hátt­virtur þing­mað­ur, Björn Leví Gunn­ars­son, ekki,“ sagði hann.

„Hann not­aði dag­skrár­lið­inn „störf þings­ins“ til þess að fara mjög ósæmi­legum orðum um annan hátt­virtan þing­mann,“ sagði Stein­grím­ur.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent