Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé

Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fjallaði á Alþingi í dag um nýlega niðurstöðu siðanefndar þingsins þar sem fram kemur að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður flokksins, hafi gerst sek um brot á siðareglum þingmanna með orðum sínum í Silfrinu og á Facebook-síðu sinni sem vörðuðu akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

„Í sama áliti kemur fram að ég hafi ekki gerst sekur um brot á siðareglum af því er virðist af því að siðanefnd skildi mig ekki. Þau orð sem ég lét falla voru efnis- og innihaldslega nákvæmlega þau sömu og háttvirtur þingmaður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var dæmd brotleg fyrir,“ sagði Björn Leví í pontu.

Hann sagði að vissulega hefði hann ekki notað nákvæmlega sömu orðin og að það gæti vel verið að það skipti máli þegar siðanefnd legði mat sitt á merkingu orðanna.

Auglýsing

Vildi nota orð sem allir skildu

„Forseti, mig langar því að vera eins skýrmæltur og ég get vegna álits forsætisnefndar þegar erindi mínu um endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar var vísað frá þar sem kom fram að Ásmundur Friðriksson hafði vissulega fengið endurgreiðslu frá Alþingi vegna þáttagerðar fyrir ÍNN. Að hann hafði fengið endurgreiðslur fyrir notkun á eigin bíl þrátt fyrir að það var gegn reglum um slíkar endurgreiðslur og vegna þess að Ásmundur játaði að hafa fengið endurgreiðslur vegna prófkjörsbaráttu í eigin flokki sem er klárlega ekki hluti af starfi hans sem þingmanns,“ sagði Björn Leví.

Hann vildi þess vegna tjá skoðun sína aftur, og nota orð sem allir skildu, þar á meðal siðanefnd. „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn í þeim efnum. Ég segi þessi orð með fullri vitneskju um að þau hafi verið dæmd sem brot gegn siðareglum þingmanna. Við vitum það hinsvegar öll hérna inni að þau eru sönn,“ sagði hann.

Björn Leví taldi að fyrir því lægi játning og staðfesting við frávísun forsætisnefndar. Þess vegna væri þetta rökstuddur grunur í allri merkingu þeirra orða.

Ummælin stappað nærri því að vera vítaverð

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greip fram í fyrir Birni Leví og sagði að hann teldi að notkun dagskrárliðarins væri ekki við hæfi, þ.e. störf þingsins.

Birgir Ármannsson Mynd: Birgir ÞórBirgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kom í púlt nokkru seinna og tjáði sig um ræðu Björns Levís. „Ég tel nú að ummælin hafi nú stappað nærri að vera vítaverð eins og þingsköp kveða á um. Ekki eingöngu vegna þess að í þeim fólst endurtekning á aðdróttunum og ærumeiðingum í garð háttvirts þingmanns, Ásmundar Friðrikssonar. 

Heldur líka vegna þess að það er auðvitað verið að gera lítið úr þeirri málsmeðferð sem átt hefur sér stað hér á vegum þingsins, bæði af hálfu háttvirtrar forsætisnefndar og siðanefndar og ég verð að segja að mér finnst afar sérkennilegt að háttvirtur þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, gangi fram með þeim hætti í ljósi allrar forsögu málsins og hvað það hefur fengið mikla umfjöllun og hvernig þessum ásökunum hans og fleiri hefur verið svarað,“ sagði hann.

Mannasiðir að láta viðkomandi þingmann vita

Steingrímur J. Sigfússon Mynd: Bára Huld BeckÞegar Steingrímur var spurður nánar út í málið þá sagði hann að undir liðnum „störf þingsins“ væri sérstaklega gert ráð fyrir því að þingmenn gætu átt orðaskipti við hvorn annan. Þeir gætu beint spurningu eða snúið máli sínu að öðrum þingmanni. „En þá eru það mannasiðir að láta viðkomandi þingmann vita. Og þá er hann settur á mælendaskrá næstur á eftir þeim sem á orðastað við hann. Þetta gerði háttvirtur þingmaður, Björn Leví Gunnarsson, ekki,“ sagði hann.

„Hann notaði dagskrárliðinn „störf þingsins“ til þess að fara mjög ósæmilegum orðum um annan háttvirtan þingmann,“ sagði Steingrímur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent