Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.

Þórhildur Sunna 21. maí 2019 klippa 1
Auglýsing

„Mjög mikið af þessum eftirlitsstofnunum okkar hafa verið undirfjármagnaðar alla tíð. Ég held að það sé ekki alveg óviljandi.“

Þetta er á meðal þess sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut klukkan 21:00 í kvöld.

Þar ræðir hún meðal annars stöðu íslenskra eftirlitsstofnana og vangetu þeirra til að sýna frumkvæði í rannsóknum. Þórhildur Sunna gagnrýnir meðal annars að slíkar stofnanir geti „ ekki bara tekið það upp á sitt einsdæmi að standa vörð um þessi grunnlýðræðis gildi sem við höfum.“

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvöldsins hér að neðan.

Þórhildur Sunna fer einnig yfir niðurstöðu siðanefndar Alþingis frá því fyrir helgi, sem taldi að hún hefði gerst brotleg við siðareglur þingmanna með ummælum um meinta sjálftöku Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hún segir það vera markmið Pírata að efla gagnsæi og traust á stjórnmálum. „Við erum bara sex akkúrat núna inni á þingi. Og við erum ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofunni. Það er svolítið erfitt að vera alltaf að slást í því ein og láta svo slá á puttana á sér þegar að kona er að gera það sem hún telur vera rétt, sem er að benda á að það sé eðlilegt að rannsaka misferli, meint misferli.“

Auglýsing
Á undanförum árum hefur borið mikið á nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum sem settur er fram til þess að reyna að hafa áhrif á umræðu um íslensk stjórnmál. Nýjasta dæmið er póstur frá samfélagsmiðlafyrirbærinu „Kosningar“ þar sem niðurstöðu siðanefndar í máli Þórhildar Sunnu er blandað saman við Klaustursmálið og áróðurinn settur fram þannig að í fyrstu sé auðvelt að halda að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða, þegar raunveruleikinn er andstæða þess.

Málfrelsi á að mati sumra að takmarkast við ,,réttar" skoðanir. Einka-samtöl hafa tapað forskeytinu, ljót orð og vondar...

Posted by Kosningar on Friday, May 17, 2019

Illa hefur gengið að ná tökum á nafnlausum áróðri í íslenskum stjórnmálum og svo virðist sem það hafi skort vilja til að taka á slíkum af fullum þunga. Þórhildur Sunna segir að hún sé ekki endilega þeirrar skoðunar að það þurfi að breyta lögum um stjórnmálaflokka til að taka á vandamálinu. Þingmenn sjálfir séu auk þess ekki best til þess fallnir að rannsaka nafnlausan áróður, tilurð hans og umfang. „Þetta ætti mögulega heima hjá Ríkisendurskoðun eða ríkisskattstjóra sem fara með framfylgdina að þessum lögum.“

Hún segir að stemmningin í kringum alla vinnu um breytingar á lögum um stjórnmálaflokka sé þannig að allir þurfi að vera sammála til að ná einhverju þar í gegn. „Annað hvort allir með, eða enginn. Framfaraskrefin hingað til, þá höfum við þurft að ná öllum saman. Það er kannski auðveldara sagt en gert að ná öllum þessum átta flokkum saman um sameiginlega afstöðu um það hvernig eigi að taka á þessu. En ég held hins vegar að það sé gríðarlega mikilvægt að gera það.“

Auglýsing
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í ræðu á Alþingi í gær að hún hefði óskað eftir því að nefnd sem hefur starfað um upplýsinga- og tjáningarfrelsi skoði mál hulduauglýsinga sérstaklega. Þórhildur Sunna segir það ánægjulega þróun. Ráðandi öfl á hverjum tíma hafi langmestu getuna til að hafa áhrif í svona málum. „Ég held að það þurfi samt enga nefnd til að segja okkur að nafnlaus áróður sem fer í gang í kringum kosningar eða í kringum hitamál, og notfærir sér aðstæður eins og mína til þess að grafa undan skiljanlegri reiði og særindum fólks gagnvart þessu Klaustursmáli, með því að nota það í mínu máli. Það er rosalega kvikindislegt en grefur líka undan lýðræðinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að einbeita okkur miklu meira að.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent