Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.

Þórhildur Sunna 21. maí 2019 klippa 1
Auglýsing

„Mjög mikið af þessum eftirlitsstofnunum okkar hafa verið undirfjármagnaðar alla tíð. Ég held að það sé ekki alveg óviljandi.“

Þetta er á meðal þess sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut klukkan 21:00 í kvöld.

Þar ræðir hún meðal annars stöðu íslenskra eftirlitsstofnana og vangetu þeirra til að sýna frumkvæði í rannsóknum. Þórhildur Sunna gagnrýnir meðal annars að slíkar stofnanir geti „ ekki bara tekið það upp á sitt einsdæmi að standa vörð um þessi grunnlýðræðis gildi sem við höfum.“

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvöldsins hér að neðan.

Þórhildur Sunna fer einnig yfir niðurstöðu siðanefndar Alþingis frá því fyrir helgi, sem taldi að hún hefði gerst brotleg við siðareglur þingmanna með ummælum um meinta sjálftöku Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hún segir það vera markmið Pírata að efla gagnsæi og traust á stjórnmálum. „Við erum bara sex akkúrat núna inni á þingi. Og við erum ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofunni. Það er svolítið erfitt að vera alltaf að slást í því ein og láta svo slá á puttana á sér þegar að kona er að gera það sem hún telur vera rétt, sem er að benda á að það sé eðlilegt að rannsaka misferli, meint misferli.“

Auglýsing
Á undanförum árum hefur borið mikið á nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum sem settur er fram til þess að reyna að hafa áhrif á umræðu um íslensk stjórnmál. Nýjasta dæmið er póstur frá samfélagsmiðlafyrirbærinu „Kosningar“ þar sem niðurstöðu siðanefndar í máli Þórhildar Sunnu er blandað saman við Klaustursmálið og áróðurinn settur fram þannig að í fyrstu sé auðvelt að halda að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða, þegar raunveruleikinn er andstæða þess.

Málfrelsi á að mati sumra að takmarkast við ,,réttar" skoðanir. Einka-samtöl hafa tapað forskeytinu, ljót orð og vondar...

Posted by Kosningar on Friday, May 17, 2019

Illa hefur gengið að ná tökum á nafnlausum áróðri í íslenskum stjórnmálum og svo virðist sem það hafi skort vilja til að taka á slíkum af fullum þunga. Þórhildur Sunna segir að hún sé ekki endilega þeirrar skoðunar að það þurfi að breyta lögum um stjórnmálaflokka til að taka á vandamálinu. Þingmenn sjálfir séu auk þess ekki best til þess fallnir að rannsaka nafnlausan áróður, tilurð hans og umfang. „Þetta ætti mögulega heima hjá Ríkisendurskoðun eða ríkisskattstjóra sem fara með framfylgdina að þessum lögum.“

Hún segir að stemmningin í kringum alla vinnu um breytingar á lögum um stjórnmálaflokka sé þannig að allir þurfi að vera sammála til að ná einhverju þar í gegn. „Annað hvort allir með, eða enginn. Framfaraskrefin hingað til, þá höfum við þurft að ná öllum saman. Það er kannski auðveldara sagt en gert að ná öllum þessum átta flokkum saman um sameiginlega afstöðu um það hvernig eigi að taka á þessu. En ég held hins vegar að það sé gríðarlega mikilvægt að gera það.“

Auglýsing
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í ræðu á Alþingi í gær að hún hefði óskað eftir því að nefnd sem hefur starfað um upplýsinga- og tjáningarfrelsi skoði mál hulduauglýsinga sérstaklega. Þórhildur Sunna segir það ánægjulega þróun. Ráðandi öfl á hverjum tíma hafi langmestu getuna til að hafa áhrif í svona málum. „Ég held að það þurfi samt enga nefnd til að segja okkur að nafnlaus áróður sem fer í gang í kringum kosningar eða í kringum hitamál, og notfærir sér aðstæður eins og mína til þess að grafa undan skiljanlegri reiði og særindum fólks gagnvart þessu Klaustursmáli, með því að nota það í mínu máli. Það er rosalega kvikindislegt en grefur líka undan lýðræðinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að einbeita okkur miklu meira að.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent