The Guardian hefur uppfært loftslagshugtök sín

Breski miðilinn The Guardian hefur uppfært hugtökin sem miðilinn notar í umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar. Miðilinn ætlar héðan í frá að nota frekar orð á borð við loftslagsneyð og hitun jarðar.

The Guardian Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Fréttamiðilinn The Guardian hefur ákveðið að byrja að nota hugtök sem lýsa betur þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér stað á jörðinni í umfjöllun sinni. Í stað loftslagsbreytinga mun miðilinn nota orðið loftslagsneyð, loftslagshættuástand eða loftslagsniðurbrot. Enn fremur eru blaðamenn hvattir til þess að tala um hitun jarðar í stað hlýnun jarðar. 

Framkvæmdastjóri SÞ og Greta Thunberg nota loftslagsneyð

Katharine Viner, aðalritstjóri The Guardian, segir að miðilinn vilji tryggja að umfjöllun þeirra sé vísindalega nákvæm á sama tíma og miðlað sé skýrt til lesenda upplýsingum um þetta mikilvæga málefni. „Hugtakið loftslagsbreytingar hljómar til að mynda frekar milt og hlutlaust á sama tíma og vísindamenn tala um þetta sem stórslys fyrir mannkynið,“ segir Katharine.

Katharine bendir jafnframt á að vísindamenn og stofnanir frá Sameinuðu þjóðunum sem og breska veður­stof­an séu nú þegar búin að breyta orðaforða sínum, og byrjuð að nota áhrifaríkari orð til að lýsa þeirri vá sem vist­kerfi jarðar standa nú frammi fyr­ir. 

Greta Thunberg Mynd: EPA

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er þar á meðal en hann notaði orðið loftslagsneyð opinberlega í stað loftslagsbreytinga í september síðastliðnum. Auk hans hefur sænska baráttukonan og aðgerðasinninn Greta Thunberg, sem tilnefnd hefur verið til Friðarverðlauna Nóbels, kallað eftir því að loftslagsbreytingar séu kallaðar það sem þær eru í raun og veru, hvort sem það sé loftslagsneyð, hrun vistkerfisins, vistfræðileg neyð eða loftslagskreppa. 

Auglýsing

Önnur hugtök hafa einnig verið uppfærð hjá miðlinum. Nú verður talað um náttúrulíf í stað líffræðilegs fjölbreytileika og fiskfjölda fremur en fiskstofna. Þá verður ekki lengur talað um að einstaklingar dragi loftslagsbreytingar í efa heldur að þeir afneiti þeim. 

Lesturinn aukist gríðarlega 

The Guardian skil­aði rekstr­ar­hagn­aði fyrir fjár­hags­árið 2018 til 2019 upp á 800.000 pund eða 127,6 millj­ónir íslenskra króna, sam­an­borið við 57 millj­óna punda tap síð­ustu þrjú árin þar á und­an. Þetta er í fyrsta skipti í nokkurn tíma sem mið­ill­inn nær að vera hinum megin við núllið en ástæðan fyrir breyttri fjár­hags­stöðu er met­að­sókn í vef­inn, minni kostn­aður og aukin fjár­fram­lög frá les­end­unum sjálf­um. 

Þá hefur lesturinn á miðlinum auk­ist til muna síð­ustu þrjú árin, úr 790 millj­ónum flettingum á mán­uði í jan­úar 2016 í 1,35 millj­arð flettinga í mars 2019. 

Sam­kvæmt miðl­inum styrkja 655.000 manns hann mán­að­ar­lega en ásamt því höfðu 300.000 manns styrkt hann í eitt skipti á síð­asta ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent