The Guardian hefur uppfært loftslagshugtök sín

Breski miðilinn The Guardian hefur uppfært hugtökin sem miðilinn notar í umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar. Miðilinn ætlar héðan í frá að nota frekar orð á borð við loftslagsneyð og hitun jarðar.

The Guardian Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Frétta­mið­il­inn The Gu­ar­dian hef­ur á­kveðið að byrja að nota hug­tök sem lýsa betur þeim ­lofts­lags­breyt­ing­um ­sem eiga sér stað á jörð­inni í umfjöllun sinni. Í stað ­lofts­lags­breyt­inga mun ­mið­il­inn nota orðið lofts­lags­neyð, lofts­lags­hættu­á­stand eða lofts­lags­nið­ur­brot. Enn fremur eru blaða­menn hvattir til þess að tala um hitun jarðar í stað hlýnun jarð­ar. 

Fram­kvæmda­stjóri SÞ og Greta T­hun­berg nota lofts­lags­neyð

Kathar­ine Viner, aðal­rit­stjóri T­he Gu­ar­di­an, segir að mið­il­inn vilji tryggja að umfjöllun þeirra sé vís­inda­lega ­ná­kvæm á sama tíma og miðlað sé skýrt til les­enda upp­lýs­ingum um þetta mik­il­væga ­mál­efn­i. „Hug­tak­ið ­lofts­lags­breyt­ingar hljómar til að mynda frekar milt og hlut­laust á sama tíma og vís­inda­menn tala um þetta sem stór­slys fyrir mann­kyn­ið,“ seg­ir Kathar­ine.

Kathar­ine bendir jafn­framt á að vís­inda­menn og ­stofn­an­ir frá Sam­ein­uð­u ­þjóð­un­um ­sem og breska veð­ur­­­stof­an ­séu nú þegar búin að breyta orða­forða sín­um, og byrjuð að nota áhrifa­rík­ari orð til að lýsa þeirri vá ­sem vist­­kerfi jarðar standa nú frammi fyr­­ir. 

Greta Thunberg Mynd: EPA

Ant­on­i­o Guterres, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, er þar á meðal en hann not­aði orðið lofts­lags­neyð opin­ber­lega í stað lofts­lags­breyt­inga í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Auk hans hefur sænska bar­áttu­konan og aðgerðasinn­inn Greta T­hun­berg, sem til­nefnd hef­ur verið til Frið­ar­verð­launa Nóbels, kallað eftir því að ­lofts­lags­breyt­ingar séu kall­aðar það sem þær eru í raun og veru, hvort sem það sé lofts­lags­neyð, hrun vist­kerf­is­ins, vist­fræði­leg neyð eða loftslagskreppa. 

Auglýsing

Önnur hug­tök hafa einnig verið upp­færð hjá miðl­in­um. Nú verður talað um nátt­úru­líf í stað líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika og fisk­fjölda fremur en fisk­stofna. Þá verður ekki lengur talað um að ein­stak­lingar drag­i ­lofts­lags­breyt­ing­ar í efa heldur að þeir afneiti þeim. 

Lest­ur­inn auk­ist gríð­ar­lega 

The Guar­dian skil­aði rekstr­­ar­hagn­aði fyrir fjár­­hags­árið 2018 til 2019 upp á 800.000 pund eða 127,6 millj­­ónir íslenskra króna, sam­an­­borið við 57 millj­­óna punda tap síð­­­ustu þrjú árin þar á und­­an. Þetta er í fyrsta skipti í nokkurn tíma sem mið­ill­inn nær að vera hinum megin við núllið en ástæðan fyrir breyttri fjár­­hags­­stöðu er met­að­­sókn í vef­inn, minni kostn­aður og aukin fjár­­fram­lög frá les­end­unum sjálf­­um. 

Þá hefur lest­ur­inn á miðl­inum auk­ist til muna síð­­­ustu þrjú árin, úr 790 millj­­ón­um flett­ing­um á mán­uði í jan­úar 2016 í 1,35 millj­­arð flett­inga í mars 2019. 

Sam­­kvæmt mið­l­inum styrkja 655.000 manns hann mán­að­­ar­­lega en ásamt því höfðu 300.000 manns styrkt hann í eitt skipti á síð­­asta ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent