The Guardian hefur uppfært loftslagshugtök sín

Breski miðilinn The Guardian hefur uppfært hugtökin sem miðilinn notar í umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar. Miðilinn ætlar héðan í frá að nota frekar orð á borð við loftslagsneyð og hitun jarðar.

The Guardian Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Frétta­mið­il­inn The Gu­ar­dian hef­ur á­kveðið að byrja að nota hug­tök sem lýsa betur þeim ­lofts­lags­breyt­ing­um ­sem eiga sér stað á jörð­inni í umfjöllun sinni. Í stað ­lofts­lags­breyt­inga mun ­mið­il­inn nota orðið lofts­lags­neyð, lofts­lags­hættu­á­stand eða lofts­lags­nið­ur­brot. Enn fremur eru blaða­menn hvattir til þess að tala um hitun jarðar í stað hlýnun jarð­ar. 

Fram­kvæmda­stjóri SÞ og Greta T­hun­berg nota lofts­lags­neyð

Kathar­ine Viner, aðal­rit­stjóri T­he Gu­ar­di­an, segir að mið­il­inn vilji tryggja að umfjöllun þeirra sé vís­inda­lega ­ná­kvæm á sama tíma og miðlað sé skýrt til les­enda upp­lýs­ingum um þetta mik­il­væga ­mál­efn­i. „Hug­tak­ið ­lofts­lags­breyt­ingar hljómar til að mynda frekar milt og hlut­laust á sama tíma og vís­inda­menn tala um þetta sem stór­slys fyrir mann­kyn­ið,“ seg­ir Kathar­ine.

Kathar­ine bendir jafn­framt á að vís­inda­menn og ­stofn­an­ir frá Sam­ein­uð­u ­þjóð­un­um ­sem og breska veð­ur­­­stof­an ­séu nú þegar búin að breyta orða­forða sín­um, og byrjuð að nota áhrifa­rík­ari orð til að lýsa þeirri vá ­sem vist­­kerfi jarðar standa nú frammi fyr­­ir. 

Greta Thunberg Mynd: EPA

Ant­on­i­o Guterres, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, er þar á meðal en hann not­aði orðið lofts­lags­neyð opin­ber­lega í stað lofts­lags­breyt­inga í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Auk hans hefur sænska bar­áttu­konan og aðgerðasinn­inn Greta T­hun­berg, sem til­nefnd hef­ur verið til Frið­ar­verð­launa Nóbels, kallað eftir því að ­lofts­lags­breyt­ingar séu kall­aðar það sem þær eru í raun og veru, hvort sem það sé lofts­lags­neyð, hrun vist­kerf­is­ins, vist­fræði­leg neyð eða loftslagskreppa. 

Auglýsing

Önnur hug­tök hafa einnig verið upp­færð hjá miðl­in­um. Nú verður talað um nátt­úru­líf í stað líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika og fisk­fjölda fremur en fisk­stofna. Þá verður ekki lengur talað um að ein­stak­lingar drag­i ­lofts­lags­breyt­ing­ar í efa heldur að þeir afneiti þeim. 

Lest­ur­inn auk­ist gríð­ar­lega 

The Guar­dian skil­aði rekstr­­ar­hagn­aði fyrir fjár­­hags­árið 2018 til 2019 upp á 800.000 pund eða 127,6 millj­­ónir íslenskra króna, sam­an­­borið við 57 millj­­óna punda tap síð­­­ustu þrjú árin þar á und­­an. Þetta er í fyrsta skipti í nokkurn tíma sem mið­ill­inn nær að vera hinum megin við núllið en ástæðan fyrir breyttri fjár­­hags­­stöðu er met­að­­sókn í vef­inn, minni kostn­aður og aukin fjár­­fram­lög frá les­end­unum sjálf­­um. 

Þá hefur lest­ur­inn á miðl­inum auk­ist til muna síð­­­ustu þrjú árin, úr 790 millj­­ón­um flett­ing­um á mán­uði í jan­úar 2016 í 1,35 millj­­arð flett­inga í mars 2019. 

Sam­­kvæmt mið­l­inum styrkja 655.000 manns hann mán­að­­ar­­lega en ásamt því höfðu 300.000 manns styrkt hann í eitt skipti á síð­­asta ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent