Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs

Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.

jon-asgeir_13900877580_o.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur féllst í morgun á kröfu sak­sókn­ara um að vísa frá end­ur­upp­töku­beiðni Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Tryggva Jóns­sonar í einum hluta af Baugs-­mál­inu. Dóm­ur­inn segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna heim­ild til end­ur­upp­töku í kjöl­far þess að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að brotið hafi verið gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Rúv greinir frá þessu.

Dæmd­ir t­visvar fyrir sama brot

Jón Ás­geir og Tryggvi voru á sínum tíma ­dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi og gert að greiða sekt fyrir meiri­háttar brot á skatta­lög­um. Þeir fóru með málið til Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu sem komst að þeirri nið­ur­stöðu, þann 18. maí 2017, að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­­ur.

Þeir kærðu dóm­inn til Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins á þeim for­­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­­skatta­­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­­­vegis fyrir sama brot­ið. Fram að þeim tíma hafði það tíðkast hér­­­lendis að þeir sem sviku stór­­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­­goldnu skatta sem þeir skyldu end­­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi auk þess sem við­kom­andi þarf að að greiða sekt.

Auglýsing

Dóm­ur­inn taldi að ekki væri heim­ild í lögum fyrir end­ur­upp­töku

End­ur­upp­töku­nefnd féllst síðan á Jón Ásgeirs og Tryggva um end­ur­upp­töku máls­ins þar sem hún taldi að miklir gallar hefðu verið á með­ferð máls­ins. Bæði Jón Ásgeir og Tryggvi kröfð­ust þess fyrir Hæsta­rétt­i að ákæru­liðum gegn þeim yrði vísað frá en til vara að þeir yrðu sýkn­að­ir. 

Hæsti­réttur segir að fyrir ligg­i að óhlut­drægur og óháður dóm­stóll hafi kom­ist að nið­ur­stöðu í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva og sak­fellt þá fyrir stór­felld brot gegn skatta­lög­um. Þá segir Hæsti­réttur að þótt íslenskir dóm­stólar líti til dóma mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og mann­rétt­inda­sátt­mál­ans þegar reyni á ákvæði hans þá sé það hlut­verk Alþingis að gera þær breyt­ingar á lögum sem þarf til að virða „þjóð­rétt­ar­legar skuld­bind­ingar íslenska rík­is­ins sam­kvæmt mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um.“

Dóm­ur­inn telur því ekki heim­ild í lögum fyrir end­ur­upp­töku í kjöl­far þess að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að brotið hafi verið gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Inn­heimtu­að­gerðum frestað vegna mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins

Rúv ­greinir frá því að fyrir Hæsta­rétt hafi verið lagt fram bréf sýslu­manns­ins á Norð­ur­landi vestra sem er dag­sett 30. apr­íl. Þar kemur fram að Jón Ásgeir hafi á árunum 2014 til 2017 greitt 39,3 millj­ónir af 62 millj­óna sekt sinni en Tryggvi hafi greitt 8,9 millj­ónir af 32 millj­óna sekt. Þá kemur fram í bréfi sýslu­manns­ins að inn­heimtu­að­gerðum hafi verið frestað þegar ljóst var að nið­ur­stöðu væri að vænta frá mann­rétt­inda­dóm­stólnum í Strass­borg. 

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent