Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs

Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.

jon-asgeir_13900877580_o.jpg
Auglýsing

Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum hluta af Baugs-málinu. Dómurinn segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna heimild til endurupptöku í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Rúv greinir frá þessu.

Dæmdir tvisvar fyrir sama brot

Jón Ásgeir og Tryggvi voru á sínum tíma dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða sekt fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Þeir fóru með málið til Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu, þann 18. maí 2017, að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­ur.

Þeir kærðu dóminn til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins á þeim for­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­skatta­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­vegis fyrir sama brot­ið. Fram að þeim tíma hafði það tíðkast hér­lendis að þeir sem sviku stór­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­goldnu skatta sem þeir skyldu end­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi auk þess sem viðkomandi þarf að að greiða sekt.

Auglýsing

Dómurinn taldi að ekki væri heimild í lögum fyrir endurupptöku

Endurupptökunefnd féllst síðan á Jón Ásgeirs og Tryggva um endurupptöku málsins þar sem hún taldi að miklir gallar hefðu verið á meðferð málsins. Bæði Jón Ásgeir og Tryggvi kröfðust þess fyrir Hæstarétti að ákæruliðum gegn þeim yrði vísað frá en til vara að þeir yrðu sýknaðir. 

Hæstiréttur segir að fyrir liggi að óhlutdrægur og óháður dómstóll hafi komist að niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva og sakfellt þá fyrir stórfelld brot gegn skattalögum. Þá segir Hæstiréttur að þótt íslenskir dómstólar líti til dóma mannréttindadómstólsins og mannréttindasáttmálans þegar reyni á ákvæði hans þá sé það hlutverk Alþingis að gera þær breytingar á lögum sem þarf til að virða „þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmálanum.“

Dómurinn telur því ekki heimild í lögum fyrir endurupptöku í kjölfar þess að Mannréttindadómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu.

Innheimtuaðgerðum frestað vegna mannréttindadómstólsins

Rúv greinir frá því að fyrir Hæstarétt hafi verið lagt fram bréf sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem er dagsett 30. apríl. Þar kemur fram að Jón Ásgeir hafi á árunum 2014 til 2017 greitt 39,3 milljónir af 62 milljóna sekt sinni en Tryggvi hafi greitt 8,9 milljónir af 32 milljóna sekt. Þá kemur fram í bréfi sýslumannsins að innheimtuaðgerðum hafi verið frestað þegar ljóst var að niðurstöðu væri að vænta frá mannréttindadómstólnum í Strassborg. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent