Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs

Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.

jon-asgeir_13900877580_o.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur féllst í morgun á kröfu sak­sókn­ara um að vísa frá end­ur­upp­töku­beiðni Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Tryggva Jóns­sonar í einum hluta af Baugs-­mál­inu. Dóm­ur­inn segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna heim­ild til end­ur­upp­töku í kjöl­far þess að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að brotið hafi verið gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Rúv greinir frá þessu.

Dæmd­ir t­visvar fyrir sama brot

Jón Ás­geir og Tryggvi voru á sínum tíma ­dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi og gert að greiða sekt fyrir meiri­háttar brot á skatta­lög­um. Þeir fóru með málið til Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu sem komst að þeirri nið­ur­stöðu, þann 18. maí 2017, að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­­ur.

Þeir kærðu dóm­inn til Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins á þeim for­­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­­skatta­­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­­­vegis fyrir sama brot­ið. Fram að þeim tíma hafði það tíðkast hér­­­lendis að þeir sem sviku stór­­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­­goldnu skatta sem þeir skyldu end­­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi auk þess sem við­kom­andi þarf að að greiða sekt.

Auglýsing

Dóm­ur­inn taldi að ekki væri heim­ild í lögum fyrir end­ur­upp­töku

End­ur­upp­töku­nefnd féllst síðan á Jón Ásgeirs og Tryggva um end­ur­upp­töku máls­ins þar sem hún taldi að miklir gallar hefðu verið á með­ferð máls­ins. Bæði Jón Ásgeir og Tryggvi kröfð­ust þess fyrir Hæsta­rétt­i að ákæru­liðum gegn þeim yrði vísað frá en til vara að þeir yrðu sýkn­að­ir. 

Hæsti­réttur segir að fyrir ligg­i að óhlut­drægur og óháður dóm­stóll hafi kom­ist að nið­ur­stöðu í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva og sak­fellt þá fyrir stór­felld brot gegn skatta­lög­um. Þá segir Hæsti­réttur að þótt íslenskir dóm­stólar líti til dóma mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og mann­rétt­inda­sátt­mál­ans þegar reyni á ákvæði hans þá sé það hlut­verk Alþingis að gera þær breyt­ingar á lögum sem þarf til að virða „þjóð­rétt­ar­legar skuld­bind­ingar íslenska rík­is­ins sam­kvæmt mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um.“

Dóm­ur­inn telur því ekki heim­ild í lögum fyrir end­ur­upp­töku í kjöl­far þess að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að brotið hafi verið gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Inn­heimtu­að­gerðum frestað vegna mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins

Rúv ­greinir frá því að fyrir Hæsta­rétt hafi verið lagt fram bréf sýslu­manns­ins á Norð­ur­landi vestra sem er dag­sett 30. apr­íl. Þar kemur fram að Jón Ásgeir hafi á árunum 2014 til 2017 greitt 39,3 millj­ónir af 62 millj­óna sekt sinni en Tryggvi hafi greitt 8,9 millj­ónir af 32 millj­óna sekt. Þá kemur fram í bréfi sýslu­manns­ins að inn­heimtu­að­gerðum hafi verið frestað þegar ljóst var að nið­ur­stöðu væri að vænta frá mann­rétt­inda­dóm­stólnum í Strass­borg. 

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent