Færri þungunarrof eftir tólftu viku

Nýjar tölur landlæknis sýna að færri konur fara í þungunarrof eftir sextándu viku meðgöngu nú en síðustu ár, alls fóru sjö konur í þungunarrof eftir sextándu viku í fyrra. Yfirlæknir á kvennadeild telur að þungunarrofum fjölgi ekki með nýju frumvarpi.

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Þung­un­ar­rofum eftir sext­ándu viku hefur farið fækk­andi á síðust­u árum en í fyrra fóru sjö konur í þung­una­rof eftir sext­ándu viku. Þá fóru tutt­ugu konur í þung­un­ar­rof eftir sext­ándu viku árið 2014. Þung­un­ar­rof­ið hefur hins vegar farið fjölg­andi fram að ­þrett­ánd­u viku, úr 901 árið 2014 í 985 á síð­asta ári. Þetta kem­ur fram í nýjum tölum Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins en frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Býst ekki við því að þung­un­ar­rofum fjölgi 

Í nýju þung­un­ar­rofslög­unum sem sam­þykkt voru á Alþingi í síð­ustu viku er fram­kvæmdin við sama tíma­mark og áður en konan tekur ákvörð­un­ina um þung­un­ar­rof ­sjálf í stað nefndar sér­fræð­inga. Hulda Hjart­ar­dótt­ir, yfir­læknir á kvenna­deild, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að laga­breyt­ing­arnar breyti ekki miklu fyrir vinnu hennar en að það ein­faldi ferlið bæði fyrir þær konur sem fara í þung­un­ar­rof og þá heil­brigð­is­starfs­menn sem taka á móti þeim. 

Hulda seg­ist taka frum­varp­in­u fagn­and­i og seg­ist ekki búast við því að þung­un­ar­rofum fram­kvæmdum eftir tólftu viku fjölgi í kjöl­far frum­varps­ins. „Þetta er ekk­ert eitt­hvað sem konur leita í nema að þeim finn­ist þær ekki eiga neina aðra leið út. Konur eru ekki að leita eftir þessu nema í mjög erf­iðum kring­um­stæð­u­m,“ segir Hulda.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum land­lækn­is­ hefur þung­un­ar­rofum farið fjölg­andi síð­ast­liðin tíu ár og voru þau 1.049 á síð­asta ári. Þung­un­ar­rofum eftir sext­ándu viku hefur hins vegar fækkað úr tutt­ugu árið 2014 í sjö árið 2018.  Flestar þeirra kvenna sem enda með­göngu sína eru á aldr­inum 25 til 29 ára og flestar þeirra á sinni fyrstu með­göngu.

Töl­fræðin sýnir að lengri frestur eykur ekki tíðni

Svandís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, tók í svip­aðan streng í við­tali í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í síð­ustu viku. Svan­dís sagði að töl­­fræðin sýni að því fylgi ekki aukn­ing í þung­un­ar­rofi ef að ramm­inn til að fram­kvæma slíkt sé lengd­ur. Hún benti á að tölur frá Hollandi, þar sem ramm­inn fyr­ir­ þung­un­ar­rof er 22 vik­­ur, Bret­landi, þar sem ramm­inn er 24 vik­­ur, og frá Kana­da, þar sem eng­inn rammi er, styðji þetta. 

„Í raun og veru þá virð­ist þetta hafa virkað þannig að þegar frest­­ur­inn er lengri þá virð­ist svo vera að tíðnin auk­ist ekki síð­­­ar. Það verður ekki til þess að það verði algeng­­ara að þung­un­ar­rof sé fram­­kvæmt seint. Heldur þvert á mót­i,“ sagði Svandís 

Svan­dís sagði jafn­framt að verið sé að færa lög­­­gjöf­ina til nútím­ans og styrkja stöðu kvenna á sama tíma og lög­­­gjöf í ýmsum löndum í kringum okkur og sér­­stak­­lega í Banda­­ríkj­unum er að að toga í hina átt­ina. „Áskor­unin var enn­þá ­meiri vegna þess að við eru ekki á frjáls­lynd­is­bylg­u akkúrat núna heldur meira að vinna gegn aft­­ur­halds­­­bylgju.“

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent