Færri þungunarrof eftir tólftu viku

Nýjar tölur landlæknis sýna að færri konur fara í þungunarrof eftir sextándu viku meðgöngu nú en síðustu ár, alls fóru sjö konur í þungunarrof eftir sextándu viku í fyrra. Yfirlæknir á kvennadeild telur að þungunarrofum fjölgi ekki með nýju frumvarpi.

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Þung­un­ar­rofum eftir sext­ándu viku hefur farið fækk­andi á síðust­u árum en í fyrra fóru sjö konur í þung­una­rof eftir sext­ándu viku. Þá fóru tutt­ugu konur í þung­un­ar­rof eftir sext­ándu viku árið 2014. Þung­un­ar­rof­ið hefur hins vegar farið fjölg­andi fram að ­þrett­ánd­u viku, úr 901 árið 2014 í 985 á síð­asta ári. Þetta kem­ur fram í nýjum tölum Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins en frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Býst ekki við því að þung­un­ar­rofum fjölgi 

Í nýju þung­un­ar­rofslög­unum sem sam­þykkt voru á Alþingi í síð­ustu viku er fram­kvæmdin við sama tíma­mark og áður en konan tekur ákvörð­un­ina um þung­un­ar­rof ­sjálf í stað nefndar sér­fræð­inga. Hulda Hjart­ar­dótt­ir, yfir­læknir á kvenna­deild, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að laga­breyt­ing­arnar breyti ekki miklu fyrir vinnu hennar en að það ein­faldi ferlið bæði fyrir þær konur sem fara í þung­un­ar­rof og þá heil­brigð­is­starfs­menn sem taka á móti þeim. 

Hulda seg­ist taka frum­varp­in­u fagn­and­i og seg­ist ekki búast við því að þung­un­ar­rofum fram­kvæmdum eftir tólftu viku fjölgi í kjöl­far frum­varps­ins. „Þetta er ekk­ert eitt­hvað sem konur leita í nema að þeim finn­ist þær ekki eiga neina aðra leið út. Konur eru ekki að leita eftir þessu nema í mjög erf­iðum kring­um­stæð­u­m,“ segir Hulda.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum land­lækn­is­ hefur þung­un­ar­rofum farið fjölg­andi síð­ast­liðin tíu ár og voru þau 1.049 á síð­asta ári. Þung­un­ar­rofum eftir sext­ándu viku hefur hins vegar fækkað úr tutt­ugu árið 2014 í sjö árið 2018.  Flestar þeirra kvenna sem enda með­göngu sína eru á aldr­inum 25 til 29 ára og flestar þeirra á sinni fyrstu með­göngu.

Töl­fræðin sýnir að lengri frestur eykur ekki tíðni

Svandís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, tók í svip­aðan streng í við­tali í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í síð­ustu viku. Svan­dís sagði að töl­­fræðin sýni að því fylgi ekki aukn­ing í þung­un­ar­rofi ef að ramm­inn til að fram­kvæma slíkt sé lengd­ur. Hún benti á að tölur frá Hollandi, þar sem ramm­inn fyr­ir­ þung­un­ar­rof er 22 vik­­ur, Bret­landi, þar sem ramm­inn er 24 vik­­ur, og frá Kana­da, þar sem eng­inn rammi er, styðji þetta. 

„Í raun og veru þá virð­ist þetta hafa virkað þannig að þegar frest­­ur­inn er lengri þá virð­ist svo vera að tíðnin auk­ist ekki síð­­­ar. Það verður ekki til þess að það verði algeng­­ara að þung­un­ar­rof sé fram­­kvæmt seint. Heldur þvert á mót­i,“ sagði Svandís 

Svan­dís sagði jafn­framt að verið sé að færa lög­­­gjöf­ina til nútím­ans og styrkja stöðu kvenna á sama tíma og lög­­­gjöf í ýmsum löndum í kringum okkur og sér­­stak­­lega í Banda­­ríkj­unum er að að toga í hina átt­ina. „Áskor­unin var enn­þá ­meiri vegna þess að við eru ekki á frjáls­lynd­is­bylg­u akkúrat núna heldur meira að vinna gegn aft­­ur­halds­­­bylgju.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið ða stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent