Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga

Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.

Efling og VR - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Meiri­hluti lands­manna telur að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­inga VR­ og Efl­ingar við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, sam­kvæmt nýrri könn­un MMR. Þeg­ar ­spurt var hverjum mætti eigna heið­ur­inn að vel hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna svöruð­u 70 pró­sent svar­enda að stétt­ar­fé­lög­unum bæri að þakka. Könnun var fram­kvæmd dag­ana 11. til 13. apríl 2019. 

Eldri svar­endur jákvæð­ari gagn­vart samn­ingum

Í könnun MMR svör­uðu 62 pró­sent að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­inga VR­ og Efl­ingar við Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Alls kváð­ust 15 pró­sent telja að mjög vel hefði tek­ist til við gerða kjara­samn­ing­anna, 47 pró­sent frekar vel, 26 pró­sent bæð­i/og, 8 pró­sent frekar illa og 4 pró­sent mjög illa.

Mynd: MMR

Jákvæðni gagn­vart gerð nýrra kjara­samn­inga jókst með auknum aldri í könn­un­inn­i en 75 pró­sent svar­enda 68 ára og eldri og 70 pró­sent þeirra á aldr­inum 50 til 67 ára sögðu að frekar eða mjög vel hafi tek­ist til. Til sam­an­burðar sögð­ust 56 pró­sent svar­enda á aldr­in­um 30 til 49 ára og 50 pró­sent þeirra í yngsta ald­urs­hópi, 18 til 29 ára.

Auglýsing

Þá reynd­ust svar­endur búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lík­legri til að segja að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­ing­anna, eða 65 pró­sent þeirra, heldur en þeir sem búa á lands­byggð­inni, 55 pró­sent. 

Stétt­ar­fé­lög­unum að þakka

Í könn­un­inni var einnig spurt hverjum eigna mætti heið­ur­inn af því að vel hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna. Kom í ljós að sjö af hverjum tíu, 70 pró­sent, telja að stétt­ar­fé­lög­unum beri að þakka. Þá  nefnir tæpur helm­ingur svar­anda að stjórn­völd sé að þakka og um þriðj­ungur nefnir Sam­tök atvinnu­lífs­ins. 

Mynd: MMR

Stuðn­ings­fólk stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna reynd­ist lík­legra, 84 pró­sent, en stuðn­ings­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, 49 pró­sent, til að eigna stétt­ar­fé­lög­un­um, VR og/eða Efl­ingu, heið­ur­inn að nýju kjara­samn­ing­un­um. Þá reynd­ist stuðn­ings­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna lík­legra til að eigna stjórn­völd­um, alls 64 pró­sent, eða Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, 41 pró­sent, heið­ur­inn heldur en stuðn­ings­fólk stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. 

Þegar litið er til stjórn­mála­skoð­ana má sjá að jákvæðni í garð kjara­samn­ing­anna reynd­ist almennt mikil þvert á stjórn­mála­skoð­an­ir. Mest reynd­ist jákvæðnin á meðal stuðn­ings­fólks Við­reisnar eða 77 pró­sent og Vinstri grænna 76 pró­sent en minnst hjá stuðn­ings­fólki Sam­fylk­ing­ar, 60 pró­sent. Þá reynd­ist stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins lík­legra en stuðn­ings­fólk ann­arra flokka til að segja að illa hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna eða um 13 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent