Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga

Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.

Efling og VR - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Meiri­hluti lands­manna telur að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­inga VR­ og Efl­ingar við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, sam­kvæmt nýrri könn­un MMR. Þeg­ar ­spurt var hverjum mætti eigna heið­ur­inn að vel hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna svöruð­u 70 pró­sent svar­enda að stétt­ar­fé­lög­unum bæri að þakka. Könnun var fram­kvæmd dag­ana 11. til 13. apríl 2019. 

Eldri svar­endur jákvæð­ari gagn­vart samn­ingum

Í könnun MMR svör­uðu 62 pró­sent að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­inga VR­ og Efl­ingar við Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Alls kváð­ust 15 pró­sent telja að mjög vel hefði tek­ist til við gerða kjara­samn­ing­anna, 47 pró­sent frekar vel, 26 pró­sent bæð­i/og, 8 pró­sent frekar illa og 4 pró­sent mjög illa.

Mynd: MMR

Jákvæðni gagn­vart gerð nýrra kjara­samn­inga jókst með auknum aldri í könn­un­inn­i en 75 pró­sent svar­enda 68 ára og eldri og 70 pró­sent þeirra á aldr­inum 50 til 67 ára sögðu að frekar eða mjög vel hafi tek­ist til. Til sam­an­burðar sögð­ust 56 pró­sent svar­enda á aldr­in­um 30 til 49 ára og 50 pró­sent þeirra í yngsta ald­urs­hópi, 18 til 29 ára.

Auglýsing

Þá reynd­ust svar­endur búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lík­legri til að segja að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­ing­anna, eða 65 pró­sent þeirra, heldur en þeir sem búa á lands­byggð­inni, 55 pró­sent. 

Stétt­ar­fé­lög­unum að þakka

Í könn­un­inni var einnig spurt hverjum eigna mætti heið­ur­inn af því að vel hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna. Kom í ljós að sjö af hverjum tíu, 70 pró­sent, telja að stétt­ar­fé­lög­unum beri að þakka. Þá  nefnir tæpur helm­ingur svar­anda að stjórn­völd sé að þakka og um þriðj­ungur nefnir Sam­tök atvinnu­lífs­ins. 

Mynd: MMR

Stuðn­ings­fólk stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna reynd­ist lík­legra, 84 pró­sent, en stuðn­ings­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, 49 pró­sent, til að eigna stétt­ar­fé­lög­un­um, VR og/eða Efl­ingu, heið­ur­inn að nýju kjara­samn­ing­un­um. Þá reynd­ist stuðn­ings­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna lík­legra til að eigna stjórn­völd­um, alls 64 pró­sent, eða Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, 41 pró­sent, heið­ur­inn heldur en stuðn­ings­fólk stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. 

Þegar litið er til stjórn­mála­skoð­ana má sjá að jákvæðni í garð kjara­samn­ing­anna reynd­ist almennt mikil þvert á stjórn­mála­skoð­an­ir. Mest reynd­ist jákvæðnin á meðal stuðn­ings­fólks Við­reisnar eða 77 pró­sent og Vinstri grænna 76 pró­sent en minnst hjá stuðn­ings­fólki Sam­fylk­ing­ar, 60 pró­sent. Þá reynd­ist stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins lík­legra en stuðn­ings­fólk ann­arra flokka til að segja að illa hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna eða um 13 pró­sent.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent