Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga

Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.

Efling og VR - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Meiri­hluti lands­manna telur að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­inga VR­ og Efl­ingar við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, sam­kvæmt nýrri könn­un MMR. Þeg­ar ­spurt var hverjum mætti eigna heið­ur­inn að vel hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna svöruð­u 70 pró­sent svar­enda að stétt­ar­fé­lög­unum bæri að þakka. Könnun var fram­kvæmd dag­ana 11. til 13. apríl 2019. 

Eldri svar­endur jákvæð­ari gagn­vart samn­ingum

Í könnun MMR svör­uðu 62 pró­sent að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­inga VR­ og Efl­ingar við Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Alls kváð­ust 15 pró­sent telja að mjög vel hefði tek­ist til við gerða kjara­samn­ing­anna, 47 pró­sent frekar vel, 26 pró­sent bæð­i/og, 8 pró­sent frekar illa og 4 pró­sent mjög illa.

Mynd: MMR

Jákvæðni gagn­vart gerð nýrra kjara­samn­inga jókst með auknum aldri í könn­un­inn­i en 75 pró­sent svar­enda 68 ára og eldri og 70 pró­sent þeirra á aldr­inum 50 til 67 ára sögðu að frekar eða mjög vel hafi tek­ist til. Til sam­an­burðar sögð­ust 56 pró­sent svar­enda á aldr­in­um 30 til 49 ára og 50 pró­sent þeirra í yngsta ald­urs­hópi, 18 til 29 ára.

Auglýsing

Þá reynd­ust svar­endur búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lík­legri til að segja að vel hafi tek­ist til við gerð kjara­samn­ing­anna, eða 65 pró­sent þeirra, heldur en þeir sem búa á lands­byggð­inni, 55 pró­sent. 

Stétt­ar­fé­lög­unum að þakka

Í könn­un­inni var einnig spurt hverjum eigna mætti heið­ur­inn af því að vel hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna. Kom í ljós að sjö af hverjum tíu, 70 pró­sent, telja að stétt­ar­fé­lög­unum beri að þakka. Þá  nefnir tæpur helm­ingur svar­anda að stjórn­völd sé að þakka og um þriðj­ungur nefnir Sam­tök atvinnu­lífs­ins. 

Mynd: MMR

Stuðn­ings­fólk stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna reynd­ist lík­legra, 84 pró­sent, en stuðn­ings­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, 49 pró­sent, til að eigna stétt­ar­fé­lög­un­um, VR og/eða Efl­ingu, heið­ur­inn að nýju kjara­samn­ing­un­um. Þá reynd­ist stuðn­ings­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna lík­legra til að eigna stjórn­völd­um, alls 64 pró­sent, eða Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, 41 pró­sent, heið­ur­inn heldur en stuðn­ings­fólk stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. 

Þegar litið er til stjórn­mála­skoð­ana má sjá að jákvæðni í garð kjara­samn­ing­anna reynd­ist almennt mikil þvert á stjórn­mála­skoð­an­ir. Mest reynd­ist jákvæðnin á meðal stuðn­ings­fólks Við­reisnar eða 77 pró­sent og Vinstri grænna 76 pró­sent en minnst hjá stuðn­ings­fólki Sam­fylk­ing­ar, 60 pró­sent. Þá reynd­ist stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins lík­legra en stuðn­ings­fólk ann­arra flokka til að segja að illa hafi tek­ist til við gerð samn­ing­anna eða um 13 pró­sent.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent