Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent

Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.

Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Auglýsing

Sala á mjólk sem unnin er úr plöntuafurðum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Hjá matvöruversluninni Krónunni jókst salan um 386 prósent á tímabilinu 2015 til 2018. Eftirspurn eftir jurtamjólk og þá sérstaklega haframjólk hefur verið það mikil að framleiðendur hafa ekki séð sér fært að anna henni. 

Skortur á vörum hefur haft áhrif á sölu 

 Jurtamjólk er mjólk sem unnin er úr plöntuafurðum, þar á meðal er sojamjólk, möndlumjólk, hrísmjólk og kókosmjólk. Á árinu 2016 jókst salan á jurtamjólk hjá Krónunni um 95 prósent á milli ára. Árið eftir jókst salan um 92 prósent frá árinu á undan en árið 2018 jókst salan um 30 prósent. Sigurður Gunnar Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Krónunni, bendir þó á í samtali við Kjarnann að skortur á vöruframboði hafi haft einhver áhrif á söluna í fyrra. 

Haframjólkin frá sænska fyrirtækinu Oatly var til að mynda ófáanleg í verslunum hér á landi um hríð í fyrra. Eftirspurn eftir Oatly vörum hefur vaxið svo gífurlega um allan heim að til að svara þeirri eftirspurn var farið í að auka framleiðslugetuna með því að bæta við framleiðslulínum. 

Auglýsing

Eftirspurnin hér á landi eftir haframjólk hefur einnig aukist á síðustu árum. Í samtali við Morgunblaðið í desember sagði Jó­hanna Ýr Hall­gríms­dótt­ir, markaðsstjóri hjá Innn­es sem hefur síðastliðin tvö ár flutt inn hafravörur frá Oatly, að þegar fyrirtækir voru að fá allar vörur frá fyrirtækinu þá voru nokkrir gámar að koma til landsins í viku. 

Brynjar Ingólfsson, innkaupastjóri Hagkaups, sagði í samtali við Kjarnann að vegan-ostar, sósur, drykkir unnir úr plöntuafurðum og tilbúnir réttir sem flokkast sem vegan hafi stækkað umtalsvert í veltu og úrvali á undanförnum árum og þá sérstaklega drykkirnir.

Sala á kúamjólk dregist saman um 25 prósent 

Mjólk­ur­neysla lands­manna hefur farið minnk­andi á síð­ustu árum og hefur heild­ar­sala á drykkj­ar­mjólk, þ.e. nýmjólk, létt­mjólk, und­an­rennu og fjör­mjólk, dreg­ist saman um 7,9 millj­ónir lítra eða 25 pró­sent frá árinu 2010. Í fyrra nam heild­ar­salan á drykkj­ar­mjólk 23,8 milljón lítrum og dróst saman um 2,8 pró­sent á milli ára. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Sam­bands afurða­stöðva í mjólkur­iðn­að­i. 

Alls dróst heild­ar­sala mjólk­ur­vara frá aðild­ar­fé­lög­um ­SAM ­saman um 2,2 pró­sent frá árinu 2017 til 2018 eða um 1290 tonn, sam­kvæmt árs­reikn­ingi sam­tak­anna. Aðild­ar­fé­lög ­SAM eru Auð­humla og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga sem eiga Mjólk­ur­sam­söl­una og rek­ur KS ­mjólk­ur­sam­lag KS á Sauð­ar­ár­króki. Sam­dráttur var í öllum vöru­flokkum nema rjóma og duft­i. 

Alls hefur sala á rjóma, dufti, ostum og við­biti auk­ist tölu­vert frá árinu 2010 en í heild­ina hefur sala á mjólk­ur­vörum dreg­ist saman um 4,1 pró­sent á síð­ustu 9 ár­um. Sala á rjóma hefur auk­ist hvað mest eða um 30,4 pró­sent frá árinu 2010 og jókst um 7,1 pró­sent í fyrra. Sala skyr­teg­unda dróst saman um 169 tonn í fyrra og sala á osti  um 102 tonn í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent