Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent

Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.

Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Auglýsing

Sala á mjólk sem unnin er úr plöntu­af­urðum hefur auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Hjá mat­vöru­versl­un­inni Krón­unni jókst salan um 386 pró­sent á tíma­bil­inu 2015 til 2018. Eft­ir­spurn eftir jurta­mjólk og þá sér­stak­lega hafra­mjólk hefur verið það mikil að fram­leið­end­ur hafa ekki séð sér fært að anna henn­i. 

Skortur á vörum hefur haft áhrif á sölu 

 ­Jurta­mjólk er mjólk sem unnin er úr plöntu­af­urð­um, þar á meðal er soja­mjólk, möndlu­mjólk, hrís­mjólk og kókos­mjólk. Á árinu 2016 jókst salan á jurta­mjólk hjá Krón­unni um 95 pró­sent á milli ára. Árið eftir jókst salan um 92 pró­sent frá árinu á undan en árið 2018 jókst salan um 30 pró­sent. Sig­urður Gunnar Mark­ús­son, fram­kvæmda­stjóri inn­kaupa­sviðs hjá Krón­unni, bendir þó á í sam­tali við Kjarn­ann að skortur á vöru­fram­boði hafi haft ein­hver áhrif á söl­una í fyrra. 

Hafra­mjólkin frá sænska fyr­ir­tæk­in­u Oat­ly var til að mynda ó­fá­an­leg í versl­unum hér á landi um hríð í fyrra. Eft­ir­spurn eft­ir Oat­ly vörum hefur vaxið svo gíf­ur­lega um allan heim að til að svara þeirri eft­ir­spurn var farið í að auka fram­leiðslu­get­una með því að bæta við fram­leiðslu­lín­um. 

Auglýsing

Eft­ir­spurnin hér á landi eftir hafra­mjólk hefur einnig auk­ist á síð­ustu árum. Í sam­tali við Morg­un­blaðið í des­em­ber sagð­i Jó­hanna Ýr Hall­gríms­dótt­ir, mark­aðs­stjóri hjá Inn­n­es sem hefur síð­ast­liðin tvö ár flutt inn hafra­vörur frá­ Oat­ly, að þegar fyr­ir­tækir voru að fá allar vörur frá fyr­ir­tæk­inu þá voru nokkrir gámar að koma til lands­ins í viku. 

Brynjar Ing­ólfs­son, inn­kaupa­stjóri Hag­kaups, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að ­vegan-ostar, sós­ur, drykkir unnir úr plöntu­af­urðum og til­búnir réttir sem flokk­ast sem ­vegan hafi stækkað umtals­vert í veltu og úrvali á und­an­förnum árum og þá sér­stak­lega ­drykkirn­ir.

Sala á kúa­mjólk dreg­ist saman um 25 pró­sent 

Mjólk­­ur­­neysla lands­­manna hefur far­ið minn­k­andi á síð­­­ustu árum og hefur heild­­ar­­sala á drykkj­­ar­­mjólk, þ.e. nýmjólk, létt­­mjólk, und­an­rennu og fjör­­mjólk, ­dreg­ist saman um 7,9 millj­­ónir lítra eða 25 pró­­sent frá árinu 2010. Í fyrra nam heild­­ar­­salan á drykkj­­ar­­mjólk 23,8 milljón lítrum og dróst saman um 2,8 pró­­sent á milli ára. Þetta kemur fram í árs­­reikn­ingi Sam­­bands afurða­­stöðva í mjólk­ur­­iðn­­að­i. 

Alls dróst heild­­ar­­sala mjólk­­ur­vara frá aðild­­ar­­fé­lög­um ­­SAM ­­saman um 2,2 pró­­sent frá árinu 2017 til 2018 eða um 1290 tonn, sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi sam­tak­anna. Aðild­­ar­­fé­lög ­­SAM eru Auð­humla og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga sem eiga Mjólk­­ur­­sam­­söl­una og rek­­ur KS ­­mjólk­­ur­­sam­lag KS á Sauð­­ar­ár­­króki. Sam­­dráttur var í öllum vöru­­flokkum nema rjóma og duft­i. 

Alls hefur sala á rjóma, dufti, ostum og við­biti auk­ist tölu­vert frá árinu 2010 en í heild­ina hefur sala á mjólk­­ur­vörum dreg­ist saman um 4,1 pró­­sent á síð­­­ustu 9 ár­­um. Sala á rjóma hefur auk­ist hvað mest eða um 30,4 pró­­sent frá árinu 2010 og jókst um 7,1 pró­­sent í fyrra. Sala skyr­teg­unda dróst saman um 169 tonn í fyrra og sala á osti  um 102 tonn í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent