Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent

Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.

Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Auglýsing

Sala á mjólk sem unnin er úr plöntu­af­urðum hefur auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Hjá mat­vöru­versl­un­inni Krón­unni jókst salan um 386 pró­sent á tíma­bil­inu 2015 til 2018. Eft­ir­spurn eftir jurta­mjólk og þá sér­stak­lega hafra­mjólk hefur verið það mikil að fram­leið­end­ur hafa ekki séð sér fært að anna henn­i. 

Skortur á vörum hefur haft áhrif á sölu 

 ­Jurta­mjólk er mjólk sem unnin er úr plöntu­af­urð­um, þar á meðal er soja­mjólk, möndlu­mjólk, hrís­mjólk og kókos­mjólk. Á árinu 2016 jókst salan á jurta­mjólk hjá Krón­unni um 95 pró­sent á milli ára. Árið eftir jókst salan um 92 pró­sent frá árinu á undan en árið 2018 jókst salan um 30 pró­sent. Sig­urður Gunnar Mark­ús­son, fram­kvæmda­stjóri inn­kaupa­sviðs hjá Krón­unni, bendir þó á í sam­tali við Kjarn­ann að skortur á vöru­fram­boði hafi haft ein­hver áhrif á söl­una í fyrra. 

Hafra­mjólkin frá sænska fyr­ir­tæk­in­u Oat­ly var til að mynda ó­fá­an­leg í versl­unum hér á landi um hríð í fyrra. Eft­ir­spurn eft­ir Oat­ly vörum hefur vaxið svo gíf­ur­lega um allan heim að til að svara þeirri eft­ir­spurn var farið í að auka fram­leiðslu­get­una með því að bæta við fram­leiðslu­lín­um. 

Auglýsing

Eft­ir­spurnin hér á landi eftir hafra­mjólk hefur einnig auk­ist á síð­ustu árum. Í sam­tali við Morg­un­blaðið í des­em­ber sagð­i Jó­hanna Ýr Hall­gríms­dótt­ir, mark­aðs­stjóri hjá Inn­n­es sem hefur síð­ast­liðin tvö ár flutt inn hafra­vörur frá­ Oat­ly, að þegar fyr­ir­tækir voru að fá allar vörur frá fyr­ir­tæk­inu þá voru nokkrir gámar að koma til lands­ins í viku. 

Brynjar Ing­ólfs­son, inn­kaupa­stjóri Hag­kaups, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að ­vegan-ostar, sós­ur, drykkir unnir úr plöntu­af­urðum og til­búnir réttir sem flokk­ast sem ­vegan hafi stækkað umtals­vert í veltu og úrvali á und­an­förnum árum og þá sér­stak­lega ­drykkirn­ir.

Sala á kúa­mjólk dreg­ist saman um 25 pró­sent 

Mjólk­­ur­­neysla lands­­manna hefur far­ið minn­k­andi á síð­­­ustu árum og hefur heild­­ar­­sala á drykkj­­ar­­mjólk, þ.e. nýmjólk, létt­­mjólk, und­an­rennu og fjör­­mjólk, ­dreg­ist saman um 7,9 millj­­ónir lítra eða 25 pró­­sent frá árinu 2010. Í fyrra nam heild­­ar­­salan á drykkj­­ar­­mjólk 23,8 milljón lítrum og dróst saman um 2,8 pró­­sent á milli ára. Þetta kemur fram í árs­­reikn­ingi Sam­­bands afurða­­stöðva í mjólk­ur­­iðn­­að­i. 

Alls dróst heild­­ar­­sala mjólk­­ur­vara frá aðild­­ar­­fé­lög­um ­­SAM ­­saman um 2,2 pró­­sent frá árinu 2017 til 2018 eða um 1290 tonn, sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi sam­tak­anna. Aðild­­ar­­fé­lög ­­SAM eru Auð­humla og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga sem eiga Mjólk­­ur­­sam­­söl­una og rek­­ur KS ­­mjólk­­ur­­sam­lag KS á Sauð­­ar­ár­­króki. Sam­­dráttur var í öllum vöru­­flokkum nema rjóma og duft­i. 

Alls hefur sala á rjóma, dufti, ostum og við­biti auk­ist tölu­vert frá árinu 2010 en í heild­ina hefur sala á mjólk­­ur­vörum dreg­ist saman um 4,1 pró­­sent á síð­­­ustu 9 ár­­um. Sala á rjóma hefur auk­ist hvað mest eða um 30,4 pró­­sent frá árinu 2010 og jókst um 7,1 pró­­sent í fyrra. Sala skyr­teg­unda dróst saman um 169 tonn í fyrra og sala á osti  um 102 tonn í fyrra.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent