Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi

Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.

Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri Thorsson
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innnar, segir mál­þóf vera fjand­sam­lega yfir­töku á Alþingi, fram­kvæmd með því að toga og teygja venjur og regl­ur. Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Þing­fundi á Alþingi var frestað klukkan 8:40 morgun en hann hafði þá staðið frá því klukkan hálf tvö í gær. Þing­menn Mið­flokks­ins töl­uðu um þriðja orku­pakk­ann í allan gær­dag og fram til klukkan níu þegar nefnd­ar­fundir á nefnd­ar­sviði Alþingis hófust.

Þegar fund­inum var frestað hafði hann staðið sam­fleytt í rúmar nítján klukku­stund­ir. Síð­ari umræða um þriðja orku­pakk­ann stendur enn þar sem þing­menn Mið­flokks­ins stíga einir í ræðu­stól. Þing­fundur hefst á ný klukkan þrjú í dag.

Auglýsing

Guð­mundur Andri segir enn fremur að mál­þóf sé leið til þess að láta þing­ræðið ekki hafa sinn gang. „Menn koma upp í ræðu­stól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt – miklu frekar nokk­urs konar óræð­ur. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í með­svör blygð­un­ar­laust.“

Mál­þóf sé afskræm­ing á einum mik­ils­verð­asta þætti þing­ræð­is­ins, þegar kjörnir full­trúar ólíkra sjón­ar­miða reifa mál og rök­ræða, eiga í sam­ræðu með og á móti. Þetta sýni mikið virð­ing­ar­leysi fyrir ræðu­stólnum og stofn­un­inni. „Mál­þóf getur verið neyð­ar­réttur minni­hluta gegn ofríki meiri­hluta þegar hann er ósveigj­an­legur og vill ekki semja um mál sín – en hér heldur einn smá­flokkur til í ræðu­stól Alþingis sól­ar­hringum saman þar sem sam­flokks­menn röfla hver við annan í ein­hvers konar hópefli eða íþrótta­keppn­i,“ skrifar þing­mað­ur­inn. Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent