Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi

Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.

Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri Thorsson
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innnar, segir mál­þóf vera fjand­sam­lega yfir­töku á Alþingi, fram­kvæmd með því að toga og teygja venjur og regl­ur. Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Þing­fundi á Alþingi var frestað klukkan 8:40 morgun en hann hafði þá staðið frá því klukkan hálf tvö í gær. Þing­menn Mið­flokks­ins töl­uðu um þriðja orku­pakk­ann í allan gær­dag og fram til klukkan níu þegar nefnd­ar­fundir á nefnd­ar­sviði Alþingis hófust.

Þegar fund­inum var frestað hafði hann staðið sam­fleytt í rúmar nítján klukku­stund­ir. Síð­ari umræða um þriðja orku­pakk­ann stendur enn þar sem þing­menn Mið­flokks­ins stíga einir í ræðu­stól. Þing­fundur hefst á ný klukkan þrjú í dag.

Auglýsing

Guð­mundur Andri segir enn fremur að mál­þóf sé leið til þess að láta þing­ræðið ekki hafa sinn gang. „Menn koma upp í ræðu­stól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt – miklu frekar nokk­urs konar óræð­ur. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í með­svör blygð­un­ar­laust.“

Mál­þóf sé afskræm­ing á einum mik­ils­verð­asta þætti þing­ræð­is­ins, þegar kjörnir full­trúar ólíkra sjón­ar­miða reifa mál og rök­ræða, eiga í sam­ræðu með og á móti. Þetta sýni mikið virð­ing­ar­leysi fyrir ræðu­stólnum og stofn­un­inni. „Mál­þóf getur verið neyð­ar­réttur minni­hluta gegn ofríki meiri­hluta þegar hann er ósveigj­an­legur og vill ekki semja um mál sín – en hér heldur einn smá­flokkur til í ræðu­stól Alþingis sól­ar­hringum saman þar sem sam­flokks­menn röfla hver við annan í ein­hvers konar hópefli eða íþrótta­keppn­i,“ skrifar þing­mað­ur­inn. Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent