Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig

Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, voru 4,5 pró­sent en verða 4,0 prósent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála hafi hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8 prósent hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4 prósent samdrætti. Þessi umskipti stafi einkum af samdrætti í ferðaþjónustu og minni útflutningi sjávarafurða vegna loðnubrests. Af þessum sökum mun framleiðsluspenna snúast í slaka á næstunni.

„Verðbólga var 3,1 prósent á fyrsta fjórðungi ársins en jókst í 3,3 prósent í apríl. Undirliggjandi verðbólga hefur þróast með áþekkum hætti og munurinn milli mælikvarða á verðbólgu með og án húsnæðis hefur ekki verið minni frá haustinu 2013. Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt það sem af er ári en áhrif lækkunar þess sl. haust á verðbólgu hafa enn sem komið er verið minni en vænst var. Viðsnúningur í efnahagsmálum gerir það að verkum að verðbólguhorfur hafa breyst nokkuð á skömmum tíma og gerir spá bankans ráð fyrir að verðbólga nái hámarki í 3,4% um mitt ár en hjaðni í verðbólgumarkmið um mitt næsta ár.“

Auglýsing

Nefndin segir að þótt nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi falið í sér myndarlegar launahækkanir hafi niðurstaða þeirra verið í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir hefðu búist við. „Verðbólguvæntingar hafa því lækkað á ný en þær hækkuðu umtalsvert er leið á síðasta ár. Langtímaverðbólguvæntingar á markaði eru nú komnar undir 3 prósent.

Samdráttur í þjóðarbúskapnum mun reyna á heimili og fyrirtæki en viðnámsþróttur þjóðarbúsins er umtalsvert meiri nú en áður. Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið. Þá munu boðaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga leggjast á sömu sveif.

Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.“

Ein af forsendum nýgerðra Lífskjarasamninga voru að meg­in­vextir Seðla­banka Íslands,myndu lækka um 0,75 pró­sentu­stig fyrir sept­em­ber 2020. Ef það myndi ekki gerast væru for­sendur kjara­samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru í nótt brostn­ar. Formlega kemur lækkunarkrafan ekki fram í kjarasamningunum en svonefnt skúffusamkomulag var gert um að vextirnir yrðu að lækka um 0,75 prósentustig á tímabilinu.

Már boðaði vaxtalækkun

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, skrifaði grein í Morgunblaðið í lok apríl þar sem hann sagði að aðstæður sem nú væru uppi í þjóðarbúskapnum hefðu skapað forsendur fyrir lækkun axta. Þá hefðu Lífskjarasamningarnir leitt til þess að verðbólguvæntingar hefðu minnkað. Því bjuggust nær allir greiningaraðilar við vaxtalækkun í dag.

Í greininni sagði Már að mik­il­vægt væri að þjóð­ar­búið byggi um þessar mundir yfir meiri við­náms­þrótti gegn áföllum en kannski nokkru sinni áður. „Hann birt­ist í því að í fyrsta skipti, a.m.k. í nútíma­sögu sinni á þjóðin meiri eignir erlendis en hún skuldar erlend­is. Skulda­staða heim­ila og fyr­ir­tækja hefur ekki verið betri í langan tíma. Bank­arnir standa sterkt hvað varðar eigið fé og laust fé. Lík­urnar á því að tíma­bund­inn sam­dráttur magn­ist vegna greiðslu­erf­ið­leika heim­ila og fyr­ir­tækja og að aukin útlána­töp höggvi svo djúp skörð í eigið fé bank­anna að til vand­ræða horfi eru því mun minni en ella. Stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins er því ekki ógn­að. Þá á þjóðin stóran gjald­eyr­is­forða sem ekki er fjár­magn­aður með erlendum lán­um. Getan til að milda óhóf­legar geng­is­sveiflur er því mik­il,“ sagði Már, en óskuld­settur gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans nemur um 700 millj­örðum króna þessi miss­er­in.

Fréttin verður uppfærð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent