Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig

Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, voru 4,5 pró­sent en verða 4,0 prósent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála hafi hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8 prósent hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4 prósent samdrætti. Þessi umskipti stafi einkum af samdrætti í ferðaþjónustu og minni útflutningi sjávarafurða vegna loðnubrests. Af þessum sökum mun framleiðsluspenna snúast í slaka á næstunni.

„Verðbólga var 3,1 prósent á fyrsta fjórðungi ársins en jókst í 3,3 prósent í apríl. Undirliggjandi verðbólga hefur þróast með áþekkum hætti og munurinn milli mælikvarða á verðbólgu með og án húsnæðis hefur ekki verið minni frá haustinu 2013. Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt það sem af er ári en áhrif lækkunar þess sl. haust á verðbólgu hafa enn sem komið er verið minni en vænst var. Viðsnúningur í efnahagsmálum gerir það að verkum að verðbólguhorfur hafa breyst nokkuð á skömmum tíma og gerir spá bankans ráð fyrir að verðbólga nái hámarki í 3,4% um mitt ár en hjaðni í verðbólgumarkmið um mitt næsta ár.“

Auglýsing

Nefndin segir að þótt nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi falið í sér myndarlegar launahækkanir hafi niðurstaða þeirra verið í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir hefðu búist við. „Verðbólguvæntingar hafa því lækkað á ný en þær hækkuðu umtalsvert er leið á síðasta ár. Langtímaverðbólguvæntingar á markaði eru nú komnar undir 3 prósent.

Samdráttur í þjóðarbúskapnum mun reyna á heimili og fyrirtæki en viðnámsþróttur þjóðarbúsins er umtalsvert meiri nú en áður. Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið. Þá munu boðaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga leggjast á sömu sveif.

Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.“

Ein af forsendum nýgerðra Lífskjarasamninga voru að meg­in­vextir Seðla­banka Íslands,myndu lækka um 0,75 pró­sentu­stig fyrir sept­em­ber 2020. Ef það myndi ekki gerast væru for­sendur kjara­samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru í nótt brostn­ar. Formlega kemur lækkunarkrafan ekki fram í kjarasamningunum en svonefnt skúffusamkomulag var gert um að vextirnir yrðu að lækka um 0,75 prósentustig á tímabilinu.

Már boðaði vaxtalækkun

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, skrifaði grein í Morgunblaðið í lok apríl þar sem hann sagði að aðstæður sem nú væru uppi í þjóðarbúskapnum hefðu skapað forsendur fyrir lækkun axta. Þá hefðu Lífskjarasamningarnir leitt til þess að verðbólguvæntingar hefðu minnkað. Því bjuggust nær allir greiningaraðilar við vaxtalækkun í dag.

Í greininni sagði Már að mik­il­vægt væri að þjóð­ar­búið byggi um þessar mundir yfir meiri við­náms­þrótti gegn áföllum en kannski nokkru sinni áður. „Hann birt­ist í því að í fyrsta skipti, a.m.k. í nútíma­sögu sinni á þjóðin meiri eignir erlendis en hún skuldar erlend­is. Skulda­staða heim­ila og fyr­ir­tækja hefur ekki verið betri í langan tíma. Bank­arnir standa sterkt hvað varðar eigið fé og laust fé. Lík­urnar á því að tíma­bund­inn sam­dráttur magn­ist vegna greiðslu­erf­ið­leika heim­ila og fyr­ir­tækja og að aukin útlána­töp höggvi svo djúp skörð í eigið fé bank­anna að til vand­ræða horfi eru því mun minni en ella. Stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins er því ekki ógn­að. Þá á þjóðin stóran gjald­eyr­is­forða sem ekki er fjár­magn­aður með erlendum lán­um. Getan til að milda óhóf­legar geng­is­sveiflur er því mik­il,“ sagði Már, en óskuld­settur gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans nemur um 700 millj­örðum króna þessi miss­er­in.

Fréttin verður uppfærð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent