Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara

Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.

Landsréttur
Auglýsing

Ásmundur Helga­son og Ragn­heiður Braga­dótt­ir, tveir þeirra fjög­urra lands­rétt­ar­dóm­ara sem hafa ekki fengið að dæma í málum frá því að nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu var birt, eru á meðal umsækj­enda um emb­ætti lands­rétt­ar­dóm­ara sem aug­lýst var fyrir skemmstu.

Á meðal umsækj­enda eru einnig Ást­ráður Har­alds­son, Eiríkur Jóns­son og Jón Hösk­ulds­son, þrír þeirra fjög­urra sem færðir voru af lista yfir dóm­ara sem skip­aðir voru í Lands­rétt á sínum tíma, en hæf­is­nefnd hafði metið á meðal 15 hæf­ustu.

Alls eru umsækj­end­urnir átta tals­ins. Hinir eru Frið­rik Ólafs­son vara­þing­mað­ur, Guð­mundur Sig­urðs­son pró­fessor og Jónas Jóhanns­son lög­mað­ur. 

Auglýsing

Ásmundur og Ragn­heiður eru á meðal þeirra fjög­urra dóm­ara við Lands­rétt sem hafa ekki fengið að taka þátt í dóm­störfum frá því að dóm­ur  ­Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu í máli Guð­mund­ar Andra Ást­ráðs­sonar gegn Íslandi frá 12. mars síð­ast­liðnum féll. Auk þeirra tveggja hafa Arn­fríður Ein­ars­dóttir og Jón Finn­björns­son ekki fengið að taka þátt í störfum rétt­ar­ins. 

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins kom fram að Ís­land hefði brotið gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dómi í mál­inu. Ástæðan er sú að mað­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­með­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­­­mætum hætt­i. 

Ást­ráður og Eiríkur voru á meðal þeirra fjög­­urra sem urðu af dóm­­ara­­sæti þegar Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað að víkja frá hæfn­is­mati dóm­­­­­­­nefndar um skipun fimmtán dóm­­­­­­­ara í Lands­rétt í lok maí 2017. Hún ákvað að til­­­­­­­­­nefna fjóra ein­stak­l­inga dóm­­­­­ara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæf­­­­­ustu og þar af leið­andi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæf­­­­­ustu. Alþingi sam­­­­­þykkti þetta í byrjun júní 2017.

Tveir umsækj­end­anna sem metnir höfðu verið á meðal fimmtán hæf­­ustu af hæfn­is­­nefnd­inni, Ást­ráður og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­son, stefndu rík­­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar. Hæst­i­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í des­em­ber að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­­­­­­­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­nefnd­­­­­ar­inn­­­­­ar.

Þeir voru báðir starf­andi lög­­­­­­­­­­­menn og lögðu ekki fram nein gögn sem gátu sýnt fram á fjár­­­­­­hagstjón vegna ákvörð­unar ráð­herra. Skorað var á þá fyrir dómi að leggja fram skatt­fram­­­­­­töl og þar með upp­­­­­­lýs­ingar um tekjur sínar þannig að unnt væri að taka afstöðu til þess hvort þeir hefðu beðið „fjár­­­­­­tjón vegna þeirra ákvarð­ana dóms­­­­­­mála­ráð­herra sem um ræðir í mál­in­u“. Hvor­ugur þeirra gerði slíkt og þess vegna var íslenska ríkið sýknað af við­­­­­­ur­­­­­­kenn­ing­­­­­­ar­­­­­­kröfu um fjár­­­­­­tjón. Íslenska rík­­­­­inu var hins vegar gert að greiða þeim miska­bæt­­­­­ur.

Ást­ráður var síðar skip­aður dóm­­ari við hér­­aðs­­dóm Reykja­vík­­­ur.

Tveir aðrir stefndu rík­­inu

Tveir aðrir menn sem voru á lista dóm­­­­­­nefndar yfir þá sem átti að skipa dóm­­­­­­ara höfð­uðu ekki slík mál. Annar þeirra, Jón Hösk­­­­­­ulds­­­­­­son hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­ari, sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón mál.

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­­ars vegar og hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­ara hins veg­­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Lands­rétt­­­­­­ar­­­­­­dóm­­­­­­arar fá 1,7 millj­­­­­­ónir króna í laun á mán­uði en hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­arar 1,3 millj­­­­­­ónir króna.

Eiríkur Jóns­­son ákvað að fylgja í fót­­­­spor Jóns snemma á síð­­asta og stefndi rík­­­­inu. Í lok októ­ber í fyrra komst hér­­aðs­­dómur að þeirri nið­­ur­­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að greiða Jóni og Eiríki bætur vegna ólög­­mætra athafna Sig­ríðar Á. And­er­­sen við skipan dóm­­ara í Lands­rétt.

Hér­­­aðs­­­dómur Reykja­víkur dæmdi Jóni fjórar millj­­­ónir króna í skaða­bæt­­­ur, 1,1 milljón króna í miska­bætur auk þess sem ríkið greiddi 1,2 milljón króna máls­­­kostnað hans.

Dóm­­­ur­inn féllst á bóta­­­skyldu rík­­­is­ins gagn­vart Eiríki en hann þurfti að höfða skaða­­­bóta­­­mál til að inn­­­heimta þá bóta­­­skyldu. Ríkið greiddi 1,2 milljón króna máls­­­kostnað hans.

Ríkið áfrýj­aði dómn­­um.

Sig­ríður segir af sér

Lands­rétt­­ar­­málið hefur haft ýmsar aðrar afleið­ingar í för með sér. Í mars var dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða birt­­ur. Bæði Sig­ríður Á. And­er­­sen og Alþingi fengu á sig áfell­is­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017. Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­­­sýslu­lög með því að breyta list­­anum um til­­­nefnda dóm­­ara frá þeim lista sem hæf­is­­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­­styðja þá ákvörðun með nægj­an­­legum hætti. Alþingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig.

Nið­­ur­­staðan var skýr. Í dómnum var fall­ist á það dóm­­­ar­­­arnir fjórir sem bætt var á list­ann væru ólög­­­lega skip­aðir og gætu þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, þar sem ólög­­­lega skip­aðir dóm­­­arar gætu ekki tryggt rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð. Ferlið sem beitt var við skipun dóm­­­ar­anna við Lands­rétt hafi orðið „til þess að valda skaða á því trausti sem dóm­­­stóll í lýð­ræð­is­­­legu sam­­­fé­lagi þarf að vekja hjá almenn­ingi og braut í bága við það grund­vall­­­ar­at­riði að dóm­­­stóll sé lög­­­­­leg­­­ur, eina af meg­in­­­reglum rétt­­­ar­­­rík­­­is­ins.“

Þess­­ari nið­­ur­­stöðu hefur verið vísað til efri deildar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún taki málið fyr­­ir. Sig­ríður Á. And­er­­sen sagði af sér sem dóms­­mála­ráð­herra 13. mars 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent