Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara

Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.

Landsréttur
Auglýsing

Ásmundur Helga­son og Ragn­heiður Braga­dótt­ir, tveir þeirra fjög­urra lands­rétt­ar­dóm­ara sem hafa ekki fengið að dæma í málum frá því að nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu var birt, eru á meðal umsækj­enda um emb­ætti lands­rétt­ar­dóm­ara sem aug­lýst var fyrir skemmstu.

Á meðal umsækj­enda eru einnig Ást­ráður Har­alds­son, Eiríkur Jóns­son og Jón Hösk­ulds­son, þrír þeirra fjög­urra sem færðir voru af lista yfir dóm­ara sem skip­aðir voru í Lands­rétt á sínum tíma, en hæf­is­nefnd hafði metið á meðal 15 hæf­ustu.

Alls eru umsækj­end­urnir átta tals­ins. Hinir eru Frið­rik Ólafs­son vara­þing­mað­ur, Guð­mundur Sig­urðs­son pró­fessor og Jónas Jóhanns­son lög­mað­ur. 

Auglýsing

Ásmundur og Ragn­heiður eru á meðal þeirra fjög­urra dóm­ara við Lands­rétt sem hafa ekki fengið að taka þátt í dóm­störfum frá því að dóm­ur  ­Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu í máli Guð­mund­ar Andra Ást­ráðs­sonar gegn Íslandi frá 12. mars síð­ast­liðnum féll. Auk þeirra tveggja hafa Arn­fríður Ein­ars­dóttir og Jón Finn­björns­son ekki fengið að taka þátt í störfum rétt­ar­ins. 

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins kom fram að Ís­land hefði brotið gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dómi í mál­inu. Ástæðan er sú að mað­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­með­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­­­mætum hætt­i. 

Ást­ráður og Eiríkur voru á meðal þeirra fjög­­urra sem urðu af dóm­­ara­­sæti þegar Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað að víkja frá hæfn­is­mati dóm­­­­­­­nefndar um skipun fimmtán dóm­­­­­­­ara í Lands­rétt í lok maí 2017. Hún ákvað að til­­­­­­­­­nefna fjóra ein­stak­l­inga dóm­­­­­ara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæf­­­­­ustu og þar af leið­andi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæf­­­­­ustu. Alþingi sam­­­­­þykkti þetta í byrjun júní 2017.

Tveir umsækj­end­anna sem metnir höfðu verið á meðal fimmtán hæf­­ustu af hæfn­is­­nefnd­inni, Ást­ráður og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­son, stefndu rík­­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar. Hæst­i­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í des­em­ber að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­­­­­­­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­nefnd­­­­­ar­inn­­­­­ar.

Þeir voru báðir starf­andi lög­­­­­­­­­­­menn og lögðu ekki fram nein gögn sem gátu sýnt fram á fjár­­­­­­hagstjón vegna ákvörð­unar ráð­herra. Skorað var á þá fyrir dómi að leggja fram skatt­fram­­­­­­töl og þar með upp­­­­­­lýs­ingar um tekjur sínar þannig að unnt væri að taka afstöðu til þess hvort þeir hefðu beðið „fjár­­­­­­tjón vegna þeirra ákvarð­ana dóms­­­­­­mála­ráð­herra sem um ræðir í mál­in­u“. Hvor­ugur þeirra gerði slíkt og þess vegna var íslenska ríkið sýknað af við­­­­­­ur­­­­­­kenn­ing­­­­­­ar­­­­­­kröfu um fjár­­­­­­tjón. Íslenska rík­­­­­inu var hins vegar gert að greiða þeim miska­bæt­­­­­ur.

Ást­ráður var síðar skip­aður dóm­­ari við hér­­aðs­­dóm Reykja­vík­­­ur.

Tveir aðrir stefndu rík­­inu

Tveir aðrir menn sem voru á lista dóm­­­­­­nefndar yfir þá sem átti að skipa dóm­­­­­­ara höfð­uðu ekki slík mál. Annar þeirra, Jón Hösk­­­­­­ulds­­­­­­son hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­ari, sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón mál.

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­­ars vegar og hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­ara hins veg­­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Lands­rétt­­­­­­ar­­­­­­dóm­­­­­­arar fá 1,7 millj­­­­­­ónir króna í laun á mán­uði en hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­arar 1,3 millj­­­­­­ónir króna.

Eiríkur Jóns­­son ákvað að fylgja í fót­­­­spor Jóns snemma á síð­­asta og stefndi rík­­­­inu. Í lok októ­ber í fyrra komst hér­­aðs­­dómur að þeirri nið­­ur­­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að greiða Jóni og Eiríki bætur vegna ólög­­mætra athafna Sig­ríðar Á. And­er­­sen við skipan dóm­­ara í Lands­rétt.

Hér­­­aðs­­­dómur Reykja­víkur dæmdi Jóni fjórar millj­­­ónir króna í skaða­bæt­­­ur, 1,1 milljón króna í miska­bætur auk þess sem ríkið greiddi 1,2 milljón króna máls­­­kostnað hans.

Dóm­­­ur­inn féllst á bóta­­­skyldu rík­­­is­ins gagn­vart Eiríki en hann þurfti að höfða skaða­­­bóta­­­mál til að inn­­­heimta þá bóta­­­skyldu. Ríkið greiddi 1,2 milljón króna máls­­­kostnað hans.

Ríkið áfrýj­aði dómn­­um.

Sig­ríður segir af sér

Lands­rétt­­ar­­málið hefur haft ýmsar aðrar afleið­ingar í för með sér. Í mars var dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða birt­­ur. Bæði Sig­ríður Á. And­er­­sen og Alþingi fengu á sig áfell­is­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017. Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­­­sýslu­lög með því að breyta list­­anum um til­­­nefnda dóm­­ara frá þeim lista sem hæf­is­­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­­styðja þá ákvörðun með nægj­an­­legum hætti. Alþingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig.

Nið­­ur­­staðan var skýr. Í dómnum var fall­ist á það dóm­­­ar­­­arnir fjórir sem bætt var á list­ann væru ólög­­­lega skip­aðir og gætu þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, þar sem ólög­­­lega skip­aðir dóm­­­arar gætu ekki tryggt rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð. Ferlið sem beitt var við skipun dóm­­­ar­anna við Lands­rétt hafi orðið „til þess að valda skaða á því trausti sem dóm­­­stóll í lýð­ræð­is­­­legu sam­­­fé­lagi þarf að vekja hjá almenn­ingi og braut í bága við það grund­vall­­­ar­at­riði að dóm­­­stóll sé lög­­­­­leg­­­ur, eina af meg­in­­­reglum rétt­­­ar­­­rík­­­is­ins.“

Þess­­ari nið­­ur­­stöðu hefur verið vísað til efri deildar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún taki málið fyr­­ir. Sig­ríður Á. And­er­­sen sagði af sér sem dóms­­mála­ráð­herra 13. mars 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent