3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi

Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.

Framkvæmdir á Valssvæðinu
Auglýsing

Tæp­lega fjögur þús­und íbúðir eru í bygg­ingu á Íslandi í dag og tæp tvö þús­und bygg­ing­ar­leyfi hafa verið útgefin en bygg­ing ekki haf­in. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Þjóð­skrár Íslands um fjölda íbúða í bygg­ingu.

Í þessum gögnum má finna upp­lýs­ingar um íbúðir þar sem búið er að gefa út bygg­ing­ar­leyfi. Fram­gangur bygg­inga er skráður og íbúðir flokk­aðar í þrjá meg­in­flokka. Í fyrsta lagi er talað um útgefin bygg­ing­ar­leyfi, í öðru lagi íbúðir í bygg­ingu og í þriðja lagi til­búnar íbúð­ir.

Fjöldi íbúða á Íslandi í byggingu Mynd: Þjóðskrá Íslands

Auglýsing

Eins og gefur að skilja eru lang­flestar íbúð­irnar stað­settar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en útgefin bygg­ing­ar­leyfi íbúða og fjöldi íbúða í bygg­ingu eru þar 3.700 tals­ins. Næst á eftir kemur Reykja­nes með 753 leyfi og íbúðir í bygg­ingu og þar á eftir Suð­ur­land, Vest­ur­land og Norð­ur­land-eystra. Gráa lit­ur­inn þýðir útgefin bygg­ing­ar­leyfi og sá græni fjöldi íbúða í bygg­ing­u. 

Útgefin byggingarleyfi íbúða og fjöldi íbúða í byggingu eftir landsvæðum. Mynd: Þjóðskrá Íslands

Í frétt Þjóð­skrár um málið kemur fram að hún hafi um ára­bil talið fjölda íbúða en sam­ræmd­ari skrán­ing á nýju hús­næði geri það að verkum að gögn um fjölda eigna í smíðum sé mark­tæk­ari og því hægt að birta betri upp­lýs­ingar sem meðal ann­ars inni­halda her­bergja­fjölda og stærðir bygg­inga í smíð­um.

„Hafa þarf í huga að fast­eignir sem ekki hafa verið skráðar í fast­eigna­skrá af bygg­ing­ar­full­trúa sveit­ar­fé­laga eru ekki að finna í þessum gögn­um,“ segir í frétt Þjóð­skrár.

Sam­kvæmt Þjóð­skrá er um nýjar upp­lýs­ingar að ræða og upp­fær­ast und­ir­liggj­andi gögn mán­að­ar­lega.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent