3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi

Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.

Framkvæmdir á Valssvæðinu
Auglýsing

Tæp­lega fjögur þús­und íbúðir eru í bygg­ingu á Íslandi í dag og tæp tvö þús­und bygg­ing­ar­leyfi hafa verið útgefin en bygg­ing ekki haf­in. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Þjóð­skrár Íslands um fjölda íbúða í bygg­ingu.

Í þessum gögnum má finna upp­lýs­ingar um íbúðir þar sem búið er að gefa út bygg­ing­ar­leyfi. Fram­gangur bygg­inga er skráður og íbúðir flokk­aðar í þrjá meg­in­flokka. Í fyrsta lagi er talað um útgefin bygg­ing­ar­leyfi, í öðru lagi íbúðir í bygg­ingu og í þriðja lagi til­búnar íbúð­ir.

Fjöldi íbúða á Íslandi í byggingu Mynd: Þjóðskrá Íslands

Auglýsing

Eins og gefur að skilja eru lang­flestar íbúð­irnar stað­settar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en útgefin bygg­ing­ar­leyfi íbúða og fjöldi íbúða í bygg­ingu eru þar 3.700 tals­ins. Næst á eftir kemur Reykja­nes með 753 leyfi og íbúðir í bygg­ingu og þar á eftir Suð­ur­land, Vest­ur­land og Norð­ur­land-eystra. Gráa lit­ur­inn þýðir útgefin bygg­ing­ar­leyfi og sá græni fjöldi íbúða í bygg­ing­u. 

Útgefin byggingarleyfi íbúða og fjöldi íbúða í byggingu eftir landsvæðum. Mynd: Þjóðskrá Íslands

Í frétt Þjóð­skrár um málið kemur fram að hún hafi um ára­bil talið fjölda íbúða en sam­ræmd­ari skrán­ing á nýju hús­næði geri það að verkum að gögn um fjölda eigna í smíðum sé mark­tæk­ari og því hægt að birta betri upp­lýs­ingar sem meðal ann­ars inni­halda her­bergja­fjölda og stærðir bygg­inga í smíð­um.

„Hafa þarf í huga að fast­eignir sem ekki hafa verið skráðar í fast­eigna­skrá af bygg­ing­ar­full­trúa sveit­ar­fé­laga eru ekki að finna í þessum gögn­um,“ segir í frétt Þjóð­skrár.

Sam­kvæmt Þjóð­skrá er um nýjar upp­lýs­ingar að ræða og upp­fær­ast und­ir­liggj­andi gögn mán­að­ar­lega.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent