Telur flugvöllinn verða farinn úr Vatnsmýrinni fyrir 2030

Borgarfulltrúi telur engan vafa á því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Borgarstjóri segir Hvassahraun besta kostinn en ekki þann eina sem sé raunhæfur.

Mun síðasta flugvélin lenda í Vatnsmýrinni á næsta áratug?
Mun síðasta flugvélin lenda í Vatnsmýrinni á næsta áratug?
Auglýsing

„Ég myndi telja að um 2030 verði flug­völl­ur­inn far­inn, eða svo gott sem far­inn. Ég er sann­færður um það.“ Þetta segir Hjálmar Sveins­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi for­maður skipu­lags- og umhverf­is­ráðs borg­ar­innar í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Hjálmar var á meðal þeirra full­trúa Reykja­vík­ur­borgar sem sótti ráð­stefn­una Fram­tíð borg­anna sem haldin er í Osló. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sótti hana einnig.

Hjálmar segir að upp­bygg­ingin á fyrr­ver­andi helg­un­ar­svæðum nærri Reykja­vík­ur­flug­velli, til að mynda á Hlíð­ar­enda, sé hluti af umbreyt­ingu Vatns­mýr­ar­innar og vísir að breyttri notkun svæð­is­ins í fram­tíð­inni. „Helg­un­ar­svæði flug­vall­ar­ins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sér­stak­lega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa end­ur­nýtt gömul og úr sér gengin iðn­að­ar­svæði, eða svæði fyrir atvinnu­starf­semi sem taka gríð­ar­legt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flug­völl­ur­inn mun fara úr Vatns­mýri.“ Hann von­ist til þess að lagður verði borg­ar­flug­völlur í Hvassa­hrauni.

Auglýsing

Dagur segir við Morg­un­blaðið að Hvassa­hraun sé ekki eini raun­hæfi kost­­ur­inn fyr­ir nýj­an inn­­an­lands­flug­­völl en að at­hug­an­ir hingað til bendi til þess að það sé besti kost­­ur­inn. Á ráð­stefn­unni í Osló ræddi Dagur meðal ann­ars hátt hlut­fall ferða með bíla­­leig­u­bíl­um frá Kefla­vík­­­ur­flug­velli, en 55 pró­sent allra ferða þaðan eru með slík­um. Hann sagði að verið væri að skoða mögu­leika á flug­lest til að efla almenn­ings­sam­göngur á leið­inni og draga um leið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent