Telur flugvöllinn verða farinn úr Vatnsmýrinni fyrir 2030

Borgarfulltrúi telur engan vafa á því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Borgarstjóri segir Hvassahraun besta kostinn en ekki þann eina sem sé raunhæfur.

Mun síðasta flugvélin lenda í Vatnsmýrinni á næsta áratug?
Mun síðasta flugvélin lenda í Vatnsmýrinni á næsta áratug?
Auglýsing

„Ég myndi telja að um 2030 verði flug­völl­ur­inn far­inn, eða svo gott sem far­inn. Ég er sann­færður um það.“ Þetta segir Hjálmar Sveins­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi for­maður skipu­lags- og umhverf­is­ráðs borg­ar­innar í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Hjálmar var á meðal þeirra full­trúa Reykja­vík­ur­borgar sem sótti ráð­stefn­una Fram­tíð borg­anna sem haldin er í Osló. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sótti hana einnig.

Hjálmar segir að upp­bygg­ingin á fyrr­ver­andi helg­un­ar­svæðum nærri Reykja­vík­ur­flug­velli, til að mynda á Hlíð­ar­enda, sé hluti af umbreyt­ingu Vatns­mýr­ar­innar og vísir að breyttri notkun svæð­is­ins í fram­tíð­inni. „Helg­un­ar­svæði flug­vall­ar­ins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sér­stak­lega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa end­ur­nýtt gömul og úr sér gengin iðn­að­ar­svæði, eða svæði fyrir atvinnu­starf­semi sem taka gríð­ar­legt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flug­völl­ur­inn mun fara úr Vatns­mýri.“ Hann von­ist til þess að lagður verði borg­ar­flug­völlur í Hvassa­hrauni.

Auglýsing

Dagur segir við Morg­un­blaðið að Hvassa­hraun sé ekki eini raun­hæfi kost­­ur­inn fyr­ir nýj­an inn­­an­lands­flug­­völl en að at­hug­an­ir hingað til bendi til þess að það sé besti kost­­ur­inn. Á ráð­stefn­unni í Osló ræddi Dagur meðal ann­ars hátt hlut­fall ferða með bíla­­leig­u­bíl­um frá Kefla­vík­­­ur­flug­velli, en 55 pró­sent allra ferða þaðan eru með slík­um. Hann sagði að verið væri að skoða mögu­leika á flug­lest til að efla almenn­ings­sam­göngur á leið­inni og draga um leið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent