Olíuverð lækkar og Bandaríkjaþing samþykkir aðstoð til bænda

Tollastríð Bandaríkjanna og Kína er farið að valda fjárfestum miklum áhyggjum, og bændur í Bandaríkjunum hafa víða farið illa út úr því.

epaselect-china-stock-market_18927884084_o.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­þing hefur sam­þykkt að styrkja bændur um 16 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um tvö þús­und millj­örðum króna, vegna skað­legra áhrifa af tolla­stríði Banda­ríkj­anna og Kína. 

Áhrifin af því hafa stig­magn­ast að und­an­förnu og leitt til þess að fjár­festar ótt­ast nú að heims­bú­skap­ur­inn gæti verið á leið inn í meiri hæga­gang. 

Í umfjöllun Wall Street Journal segir að fjár­festar ótt­ist að allir muni tapa á tolla­stríð­inu, bæði Banda­ríkin og Kína. 

Auglýsing



Hefur þessi ótti meðal ann­ars smit­ast út á mark­að­ina, en hluta­bréfa­verð hefur fallið síð­ustu daga. 

Þá hefur olíu­verð lækkað mik­ið. Í dag lækk­aði það um 5,5 pró­sent, sé mið tekið af verð­inu á tunn­unni af hrá­ol­íu. Tunnan kostar nú um 58 Banda­ríkja­dali en fyrir þremur vikum kost­aði hún 70 Banda­ríkja­dali. 

Bændur í Banda­ríkj­unum hafa fengið að finna fyrir nei­kvæðum áhrifum af tolla­stríð­inu. Vegna hærri tolla inn á mark­aðs­svæði í Kína, hefur illa gengið að koma fram­leiðslu þeirra á mark­aði á góðum verð­um. Þá hefur verð á ýmsum tækjum sem þeir nýta í fram­leiðslu hækkað veru­lega, vegna hærri tolla á inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna, meðal ann­ars á málm­um. 

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent