Þótti eðlilegt að ganga um opinbera sjóði eins og nammikistu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að það komi sér ekki á óvart að vera ásökuð um hræsni af ákveðnum kreðsum eftir hún gagnrýndi niðurstöðu siðanefndar Alþingis um eigin ummæli.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Auglýsing

„Við komum inn í stjórnmálin árið 2012 og við komum inn í umhverfi þar sem það þykir bara eðlilegt að það hvíli leynd á akstursgreiðslum til þingmanna. Það þykir bara eðlilegt að þingmenn gangi bara í opinbera sjóði eins og nammikistu. Og það er ekki hægt að nálgast upplýsingar um það. Það þykir ekki eðlilegt að taka ábyrgð á stórum pólitískum mistökum og lögbrotum ráðherra.“

Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um stöðuna í íslenskum stjórnmálum þegar Píratar voru stofnaðir fyrir um sjö árum síðan. Hún var gestur Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í vikunni.

Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan.

Siðanefnd Alþingis komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ummæli Þórhildar Sunnu um Ásmund Friðriksson hafi brotið gegn siðareglum Alþingismanna. Ummælin, sem hún lét falla í Silfrinu, voru eftirfarandi: „Við sjáum það að ráð­herrar þjóð­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­um, þing­menn þjóð­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­um. Nú er uppi rök­studdur grunur um það að Ásmundur Frið­riks­son hafi dregið að sér fé, almanna­fé, og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að segja á fót rann­sókn á þessum efn­um.“

Auglýsing
Þórhildur Sunna segist ósammála niðurstöðu siðanefndar en segir að henni sé ákveðin vorkunn vegna þeirra fyrirmæla sem forsætisnefndin sendir til hennar um að hún megi ekki meta sannleiksgildi ummælanna. „En sömuleiðis sést það á áliti siðanefndarinnar að þrátt fyrir að hún segist meta ummælin og umræðuna í heild þá gerir hún það ekki, heldur einblínir einungis á þessi ummæli. Hún skoðar ekki ummæli sem ég lét falla í sama þætti að ég væri ekki að segja að þessir einstaklingar væru sekir, það væri dómstóla að skera úr um það. Það væri hins vegar eðlilegt að kalla eftir rannsókn í þessu máli sem og öðrum.“

Hún hafi verið að benda á ákveðið vandamál sem sé til staðar í íslensku samfélagi sem sé að ráðherrar og þingmenn þurfi aldrei að bera neina ábyrgð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent