Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.

Skip sjávarútvegur fiskur
Auglýsing

Leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti sem notað er innan landhelgi Íslands og innsævis verður lækkað úr 3,5 prósent niður í 0,1 prósent þann 1. janúar 2020. Þetta kemur fram í drögum að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi. Fyrirhugaðar breytingar taka til reglugerðar um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin á samráðsgátt stjórnvalda en frestur er til 7. júní næstkomandi.

Þann 1. janúar á næsta ári taka einnig þær breytingar gildi að innan mengunarlögsögunnar en utan landhelginnar mun leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti lækka niður í 0,5 prósent. Það er í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt viðauka VI í MARPOL-samningnum sem Ísland fullgilti í febrúar 2018.

Auglýsing

Ætlað að stuðla að betri loftgæðum við strendur Íslands

Samkvæmt ráðuneytinu er auk tilætlaðs ávinnings fyrir loftslagið breytingunni ætlað að stuðla að betri loftgæðum við strendur Íslands og hvetja til notkunar á loftslagsvænni orkugjöfum á skipum. „Svartolía“ er samheiti yfir þungar og seigar olíur sem eru með ákveðna eiginleika og geta innihaldið hátt hlutfall brennisteins. Svartolía er meðal annars notuð í skipasiglingum og mengar meira en annað eldsneyti. Þegar hún brennur losnar mikið af sóti úti í andrúmsloftið.

Í frétt umhverfis- og auðlindaráðuneytisins kemur fram að þessar breytingar útiloki í raun brennslu svartolíu, þar sem hún hafi í langflestum tilvikum hærra brennisteinsinnihald en þetta. Þó geti skip áfram brennt svartolíu ef þau nota viðurkenndar hreinsunaraðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs en þá sé að mestu leyti komið í veg fyrir losun brennisteins út í andrúmsloftið og þá sótmengun sem verður vegna notkunar svartolíunnar.

Skip verða að nota viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs

Með breytingunum verður leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti á Íslandi 0,1 prósent innan landhelginnar og á innsævi, það er einnig í fjörðum og flóðum. Þegar komið er lengra út á sjó og út fyrir landhelgina má brennisteinsinnihaldið hins vegar ekki vera meira en 0,5 prósent. Bent er á að til samanburðar hafi brennisteinsinnihald í svartolíu sem var markaðssett hér á landi árið 2017 verið á bilinu 0,64 til 1,94 prósent en meðaltalið á heimsvísu samkvæmt gögnum frá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) var 2,59 prósent.

„Þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar munu leiða til þess að sambærilegar kröfur munu gilda um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í íslenskri landhelgi og nú gilda á svokölluðum ECA-svæðum í Eystrasalti og Norðursjó (e. Emission Control Areas). Þetta hefur í för með sér að notkun svartolíu í landhelgi Íslands er útilokuð, nema skip noti viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs,“ segir í fréttinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent