Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum

Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.

þumall upp
Auglýsing

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að senda fjölmiðlum ekki upplýsingar um greiðendur hæstu skatta að lokinni yfirferð á álagningu vegna ársins 2018. Ástæðan er sú að birtingin er ekki talin samræmast þeim ákvörðunum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins.

Í frétt á vef embættisins segir að þetta sé gert í framhaldi af áliti Persónuverndar í máli vegna vefsins Tekjur.is.  Stjórn Persónuverndar komst í lok nóvember að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að halda úti stafræna gagnagrunninum Tekjur.is þar sem upplýsingar úr skattskrá eru gerðar aðgengilegar. Rekstrarfélag gagnagrunnsins var gert að eyða gagnagrunninum og öðrum upplýsingum úr skattskrá sem félagið hafði undir höndum.

Vefurinn Tekjur.is opnaði 12. október síðastliðinn. Þar var hægt að nálgast upplýsingar um launa- og fjár­magnstekjur allra full­orð­inna Íslend­inga eins og þær birt­ust í skatt­skrá rík­is­skatt­stjóra 2017. Upp­lýs­ing­arnar sýndu því tekjur allra lands­manna á árinu 2016. Hægt var ein­fald­lega að fletta þeim ein­stak­lingi upp sem við­kom­andi hefur áhuga á að vita hvað var með í tekjur á árinu.

Auglýsing
Skattskrá landsmanna er opinber og aðgengileg á prenti í tvær vikur á hverju ári. Sú birting er á grundvelli 98. gr. laga um tekju­skatt nr. 90/2003. Þar segir meðal ann­ars að skatt­skrá skuli liggja frammi á „hent­ugum stað“ í tvær vikur á ári. Síðar í sömu málsgrein seg­ir: „Heimil er opin­ber birt­ing á þeim upp­lýs­ingum um álagða skatta, sem fram koma í skatt­skrá, svo og útgáfa þeirra upp­lýs­inga í heild eða að hluta.“

Samkvæmt niðurstöðu stjórnar Persónuverndar mátti hins vegar ekki setja þær opinberu upplýsingar fram með rafrænum og aðgengilegum hætti.

Álagningaskrárnar ekki birtar fyrr en í ágúst

Árum saman hefur embætti ríkisskattstjóra birt lista yfir þá 40 einstaklinga sem greiða hæsta skatta hérlendis samkvæmt álagningarskrá. Á sama tíma eru þær skrár gerðar tímabundið aðgengilegar og nokkrir íslenskir fjölmiðlar ná í þær, búa til lista yfir tekjur einstaklinga eftir atvinnugreinum og selja forvitnum almenningi sem byggja á skránum.

Þær upplýsingar, sem embætti ríkisskattstjóra velur að birta með þessum hætti, hafa þó ekki gefið ekki raunsanna mynd af tekjum Íslendinga.

Auglýsing
Nú verður málum þannig háttað, líkt og áður sagði, að ríkisskattstjóri mun ekki birta listann yfir þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana. Álagningarskráin verður ekki lögð fram fyrr en daganna 19. ágúst til 2. september sem er mun seinna en hefur verið hingað til. Vanalega hefur verið hægt að nálgast þær upplýsingar í júní.

Álagningarskrár sýna ekki raunsanna mynd

Sumir sem greiða himinháa skatta hafa getað beðið þangað til eftir að álagningarskráin er birt og talið svo fram. Þannig hafa þeir sloppið við að lenda á útsendum lista ríkisskattstjóra, og að nöfn þeirra birtist í flestum fjölmiðlum landsins. Og í álagningaskránum kemur bara fram hverjar heildargreiðslur viðkomandi vegna opinberra gjalda voru. Þar er ekki hægt að sjá t.d. hversu mikið hver einstaklingar þénaði í launatekjur og hversu háar fjármagnstekjur þeirra voru. Það skiptir umtalsverðu máli í ljósi þess að staðgreiðsla skatta af launatekjum er á bilinu 36,94 til 46,24 prósent að útsvari meðtöldu en fjármagnstekjuskattur var 20 prósent þangað til um síðustu áramót þegar hann var hækkaður upp í 22 prósent.

Ef einstaklingur er með þorra tekna sinna í formi fjármagnstekna þá borgar hann mun minna hlutfall af tekjum sínum til ríkissjóðs en ef hann er með þær í formi launatekna.

Upplýsingar um það hvernig tekjur fólks skiptast, og tæmandi upplýsingar um hverjir borga hvað í skatta, er hins vegar hægt að finna í áðurnefndri skattskrá. Þeirri sem myndaði gagnagrunn Tekjur.is sem stjórn Persónuverndar úrskurðaði að stæðist ekki lög.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent