Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann

Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sendir bar­áttu­kveðjur til þeirra alþing­is­manna sem talað hafa fyrir því að neita að sam­þykkja þriðja orku­pakk­ann. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Face­book í dag.

„Ég sendi bar­áttu­kveðjur til þeirra þing­manna sem standa vakt­ina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjör­lega óvið­unn­andi og ómann­úð­legar aðstæð­ur, á vinnu­tíma sem varla getur talist boð­legur í nútíma sam­fé­lagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orku­pakk­inn verði sam­þykkt­ur,“ skrifar hann.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sleit þing­fundi klukkan rúm­lega níu í morg­un. Þá hafði fundur staðið frá klukkan hálf fjögur í gær og farið alfarið í umræðu um þriðja orku­pakk­ann. Stein­grímur bað þing­menn Mið­flokks­ins til að íhuga fram­haldið og hvatti þá til að tak­marka eða draga úr ræðu­höldum sínum svo hægt væri að ljúka umræð­unni og hleypa öðrum málum á dag­skrá.

Auglýsing

Skorar á rík­is­stjórn­ina að fresta mál­inu fram á haust

„Ég vil koma á fram­færi þakk­læti fyrir stað­festu þeirra í þessu máli sem varðar svo mikla hags­muni fyrir þjóð­ina og afkom­endur okk­ar,“ segir Ragnar Þór enn fremur á Face­book.

Hann skorar á rík­is­stjórn­ina að fresta mál­inu fram á haust og biður um að þjóðin fái and­rými til að kynna sér málið bet­ur.

„Við kjós­endur hljótum að geta gert þá kröfu þegar svo stór og umdeild mál, er snúa að auð­lindum þjóð­ar­innar og grunn­stoðum sam­fé­lags­ins, eru til umfjöll­unar og hafa ekki fengið efn­is­lega umræðu í aðdrag­anda kosn­inga.

Okkur getur varla legið svo mikið á að ekki megi slá þessu á frest til hausts­ins,“ segir hann.

Ég sendi bar­áttu­kveðjur til þeirra þing­manna sem standa vakt­ina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjör­lega...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, May 24, 2019


Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent