Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann

Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sendir bar­áttu­kveðjur til þeirra alþing­is­manna sem talað hafa fyrir því að neita að sam­þykkja þriðja orku­pakk­ann. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Face­book í dag.

„Ég sendi bar­áttu­kveðjur til þeirra þing­manna sem standa vakt­ina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjör­lega óvið­unn­andi og ómann­úð­legar aðstæð­ur, á vinnu­tíma sem varla getur talist boð­legur í nútíma sam­fé­lagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orku­pakk­inn verði sam­þykkt­ur,“ skrifar hann.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sleit þing­fundi klukkan rúm­lega níu í morg­un. Þá hafði fundur staðið frá klukkan hálf fjögur í gær og farið alfarið í umræðu um þriðja orku­pakk­ann. Stein­grímur bað þing­menn Mið­flokks­ins til að íhuga fram­haldið og hvatti þá til að tak­marka eða draga úr ræðu­höldum sínum svo hægt væri að ljúka umræð­unni og hleypa öðrum málum á dag­skrá.

Auglýsing

Skorar á rík­is­stjórn­ina að fresta mál­inu fram á haust

„Ég vil koma á fram­færi þakk­læti fyrir stað­festu þeirra í þessu máli sem varðar svo mikla hags­muni fyrir þjóð­ina og afkom­endur okk­ar,“ segir Ragnar Þór enn fremur á Face­book.

Hann skorar á rík­is­stjórn­ina að fresta mál­inu fram á haust og biður um að þjóðin fái and­rými til að kynna sér málið bet­ur.

„Við kjós­endur hljótum að geta gert þá kröfu þegar svo stór og umdeild mál, er snúa að auð­lindum þjóð­ar­innar og grunn­stoðum sam­fé­lags­ins, eru til umfjöll­unar og hafa ekki fengið efn­is­lega umræðu í aðdrag­anda kosn­inga.

Okkur getur varla legið svo mikið á að ekki megi slá þessu á frest til hausts­ins,“ segir hann.

Ég sendi bar­áttu­kveðjur til þeirra þing­manna sem standa vakt­ina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjör­lega...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, May 24, 2019


„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent