Samvinna er möguleg – Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust

Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson ríkisstjórn
Auglýsing

Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Alþing­is, segir að nýlegir kjara­samn­ing­ar, lífs­kjara­samn­ing­arnir svoköll­uðu, hafi skapað aðstæður sem gerðu Seðla­banka Íslands mögu­legt að bregð­ast við með 0,5 pró­sentu­stiga vaxta­lækk­un. 

Í kóln­andi hag­kerfi hafi nú skap­ast aðstæður fyrir stjórn­völd, aðila vinnu­mark­að­ar­ins og Seðla­banka Íslands, til að vinna saman að við­spyrnu í efna­hags­líf­inu, sem sé eins og skrifuð upp úr kennslu­bók í hag­fræð­i. 

Þetta kemur fram í ítar­legri grein Gylfa sem birt­ist í Vís­bend­ingu, sem kom til áskrif­enda á föstu­dag­inn. 

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er, lækk­aði Seðla­banki Íslands meg­in­vexti sína niður í 4 pró­sent á mið­viku­dag, en verð­bólga mælist nú 3,3 pró­sent.

Gylfi segir að núver­andi aðstæður eigi að geta und­ir­byggt traust á milli þeirra sem kom að hag­stjórn­inni.

„Sam­vinna aðila vinnu­mark­aðar og stjórn­valda hefur skapað svig­rúm til þess að lækka vexti nú þegar sam­dráttur verður í fram­leiðslu og atvinnu. Von­andi eru að verða tíma­mót í sam­skiptum þess­ara aðila. Verka­lýðs­hreyf­ingin mun þá leggja sitt af mörkum til þess að kjör almenn­ing verði betri með því að lægri vextir og lág verð­bólga fari sam­an. Í hag­fræði er mikið fjallað um að atvinnu­leysi þurfi að vera hæfi­legt til þess að sátt náist á vinnu­mark­aði. Ef það sé of lágt þá verði ófriður á vinnu­mark­aði, launa­skrið og verð­bólga. Með sam­vinnu aðila verður von­andi hægt að lækka þetta stig atvinnu­leys­is, sem kall­ast nátt­úru­legt atvinnu­leysi í fræð­un­um, og ná verð­bólgu­mark­miði með lægri vöxtum en ella.

Sam­vinnan mun von­andi efla traust á milli verka­lýðs­fé­laga, sam­taka atvinnu­rek­enda og Seðla­bank­ans. Traust felur ekki í sér að allir fái sínu fram­gengt heldur fremur að orðum sé trúað og þegar aðilar fá ekki það sem þeir vilja þá sé ekki gert ráð fyrir að það sé vegna van­hæfni eða ill­vilja ann­arra. 

Pen­inga­stefnan á að tryggja stöðugt verð­lag sem er skil­greint á þann hátt að verð­bólga sé 2.5% á ári. Þeir sem bera ábyrgð á henni verða að gera sem þarf til þess að ná þessu mark­miði þótt það kosti fórnir til skamms tíma. En þær fórnir verða minni ef traust er fyrir hendi og aðilar vinnu­mark­að­ar, stjórn­völd og Seðla­banki vinna sama og taka til­lit til áhrifa gerða sinna á verð­lag, atvinnu og hag­vöxt.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Mál í takt við tímann
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent