Samvinna er möguleg – Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust

Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson ríkisstjórn
Auglýsing

Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Alþing­is, segir að nýlegir kjara­samn­ing­ar, lífs­kjara­samn­ing­arnir svoköll­uðu, hafi skapað aðstæður sem gerðu Seðla­banka Íslands mögu­legt að bregð­ast við með 0,5 pró­sentu­stiga vaxta­lækk­un. 

Í kóln­andi hag­kerfi hafi nú skap­ast aðstæður fyrir stjórn­völd, aðila vinnu­mark­að­ar­ins og Seðla­banka Íslands, til að vinna saman að við­spyrnu í efna­hags­líf­inu, sem sé eins og skrifuð upp úr kennslu­bók í hag­fræð­i. 

Þetta kemur fram í ítar­legri grein Gylfa sem birt­ist í Vís­bend­ingu, sem kom til áskrif­enda á föstu­dag­inn. 

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er, lækk­aði Seðla­banki Íslands meg­in­vexti sína niður í 4 pró­sent á mið­viku­dag, en verð­bólga mælist nú 3,3 pró­sent.

Gylfi segir að núver­andi aðstæður eigi að geta und­ir­byggt traust á milli þeirra sem kom að hag­stjórn­inni.

„Sam­vinna aðila vinnu­mark­aðar og stjórn­valda hefur skapað svig­rúm til þess að lækka vexti nú þegar sam­dráttur verður í fram­leiðslu og atvinnu. Von­andi eru að verða tíma­mót í sam­skiptum þess­ara aðila. Verka­lýðs­hreyf­ingin mun þá leggja sitt af mörkum til þess að kjör almenn­ing verði betri með því að lægri vextir og lág verð­bólga fari sam­an. Í hag­fræði er mikið fjallað um að atvinnu­leysi þurfi að vera hæfi­legt til þess að sátt náist á vinnu­mark­aði. Ef það sé of lágt þá verði ófriður á vinnu­mark­aði, launa­skrið og verð­bólga. Með sam­vinnu aðila verður von­andi hægt að lækka þetta stig atvinnu­leys­is, sem kall­ast nátt­úru­legt atvinnu­leysi í fræð­un­um, og ná verð­bólgu­mark­miði með lægri vöxtum en ella.

Sam­vinnan mun von­andi efla traust á milli verka­lýðs­fé­laga, sam­taka atvinnu­rek­enda og Seðla­bank­ans. Traust felur ekki í sér að allir fái sínu fram­gengt heldur fremur að orðum sé trúað og þegar aðilar fá ekki það sem þeir vilja þá sé ekki gert ráð fyrir að það sé vegna van­hæfni eða ill­vilja ann­arra. 

Pen­inga­stefnan á að tryggja stöðugt verð­lag sem er skil­greint á þann hátt að verð­bólga sé 2.5% á ári. Þeir sem bera ábyrgð á henni verða að gera sem þarf til þess að ná þessu mark­miði þótt það kosti fórnir til skamms tíma. En þær fórnir verða minni ef traust er fyrir hendi og aðilar vinnu­mark­að­ar, stjórn­völd og Seðla­banki vinna sama og taka til­lit til áhrifa gerða sinna á verð­lag, atvinnu og hag­vöxt.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi Vís­bend­ingu hér.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent