Verðmiðinn á Bláa Lóninu tæplega fimmfalt bókfært virði

Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keyptu 30 prósent hlut í Bláa Lóninu af HS Orku á 15 milljarða króna. Það er mun hærri upphæð en bókfært virði hlutarins í ársreikningi orkufyrirtækisins. Virði Bláa Lónsins er því 50 milljarðar króna.

Bláa lónið
Auglýsing

Blá­varmi slhf., félag í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, keypti 30 pró­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu á tæp­lega fimm­földu bók­færðu virði hlut­ar­ins.

Í nýjasta árs­reikn­ingi HS Orku, fyrir árið 2018, er hlut­ur­inn bók­færður á 3,3 millj­arða króna og hafði þá hækkað um 600 millj­ónir króna milli ára.

Blá­varmi keypti hins vegar hlut­inn á 15 millj­arða króna. Miðað við það er virði Bláa Lóns­ins 50 millj­arðar króna.

Salan á hlutnum í Bláa Lón­inu fór fram eftir að Jarð­varmi slhf., félag í eigu sömu líf­eyr­is­sjóða, hafði eign­ast allt hlutafé í HS Orku í síð­ustu viku. Eftir að 30 pró­sent hlut­ur­inn í Bláa Lón­inu var seldur til Blá­varma seldi Jarð­varmi síðan helm­ingin í HS Orku til breska sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Ancala Partners, sem sér­­hæfir sig í inn­­viða­fjár­­­fest­ingum í Evr­­ópu og er að stóru leyti fjár­­­magnað af breskum líf­eyr­is­­sjóð­­um.

Auglýsing
Jarðvarmi ákvað að nýta for­kaups­rétt sinn og ganga inn í tvenn við­skipti með hluti í HS Orku sem fyrr­ver­andi meiri­hluta­eig­and­inn Inn­ergec og Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn ORK voru að selja.

Til­boði hafnað 2017

Sum­arið 2017 reyndi HS Orka, með stuðn­ingi Ross Beaty stjórn­ar­for­manns og Inn­ergex, að selja 30 pró­sent hlut­inn í Bláa Lón­inu til banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Black­sto­ne.

Til­­­boð Black­stone hljóð­aði þá upp á 95 millj­­ónir evra, jafn­­virði 13,1 millj­­arða króna á núver­andi gengi.

Ekk­ert varð hins vegar af söl­unni eftir að stjórn Jarð­varma ákvað að beita neit­un­­ar­­valdi sínu, á grund­velli hlut­hafa­­sam­komu­lags um minn­i­hluta­vernd, og hafna til­­­boði Black­sto­ne. Sú ákvörðun vakti ekki mikla lukku á meðal erlendra eig­enda HS Orku.

Meira úr sama flokkiInnlent