Verðmiðinn á Bláa Lóninu tæplega fimmfalt bókfært virði

Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keyptu 30 prósent hlut í Bláa Lóninu af HS Orku á 15 milljarða króna. Það er mun hærri upphæð en bókfært virði hlutarins í ársreikningi orkufyrirtækisins. Virði Bláa Lónsins er því 50 milljarðar króna.

Bláa lónið
Auglýsing

Blá­varmi slhf., félag í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, keypti 30 pró­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu á tæp­lega fimm­földu bók­færðu virði hlut­ar­ins.

Í nýjasta árs­reikn­ingi HS Orku, fyrir árið 2018, er hlut­ur­inn bók­færður á 3,3 millj­arða króna og hafði þá hækkað um 600 millj­ónir króna milli ára.

Blá­varmi keypti hins vegar hlut­inn á 15 millj­arða króna. Miðað við það er virði Bláa Lóns­ins 50 millj­arðar króna.

Salan á hlutnum í Bláa Lón­inu fór fram eftir að Jarð­varmi slhf., félag í eigu sömu líf­eyr­is­sjóða, hafði eign­ast allt hlutafé í HS Orku í síð­ustu viku. Eftir að 30 pró­sent hlut­ur­inn í Bláa Lón­inu var seldur til Blá­varma seldi Jarð­varmi síðan helm­ingin í HS Orku til breska sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Ancala Partners, sem sér­­hæfir sig í inn­­viða­fjár­­­fest­ingum í Evr­­ópu og er að stóru leyti fjár­­­magnað af breskum líf­eyr­is­­sjóð­­um.

Auglýsing
Jarðvarmi ákvað að nýta for­kaups­rétt sinn og ganga inn í tvenn við­skipti með hluti í HS Orku sem fyrr­ver­andi meiri­hluta­eig­and­inn Inn­ergec og Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn ORK voru að selja.

Til­boði hafnað 2017

Sum­arið 2017 reyndi HS Orka, með stuðn­ingi Ross Beaty stjórn­ar­for­manns og Inn­ergex, að selja 30 pró­sent hlut­inn í Bláa Lón­inu til banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Black­sto­ne.

Til­­­boð Black­stone hljóð­aði þá upp á 95 millj­­ónir evra, jafn­­virði 13,1 millj­­arða króna á núver­andi gengi.

Ekk­ert varð hins vegar af söl­unni eftir að stjórn Jarð­varma ákvað að beita neit­un­­ar­­valdi sínu, á grund­velli hlut­hafa­­sam­komu­lags um minn­i­hluta­vernd, og hafna til­­­boði Black­sto­ne. Sú ákvörðun vakti ekki mikla lukku á meðal erlendra eig­enda HS Orku.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent