Katrín á móti sæstreng

Forsætisráðherra segist á móti því að sæstrengur verði lagði milli Íslands og Bretlands. Stærstu kaupendur raforkunnar nú eru alþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu, en stórnotendur kaupa um 80 prósent af raforku Landsvirkjunar.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, seg­ist von­ast til þess að raf­orku­sæ­strengur verði ekki lagður hingað til lands. 

Þetta kom fram í umræðum á Alþingi um þriðja orku­pakk­ann svo­nefnda. 

Katrín gerði þá að umtals­efni í ræðu, að þriðji orku­pakk­inn svo­nefndi fæli ekki í sér neina skuld­bind­ingu um að sæstrengur yrði lagður til Íslands, t.d. frá Bret­land­i. 

Auglýsing

„Það er stað­reynd máls­ins, hún hefur ekki verið hrak­in, hann (þriðji orku­pakk­inn) felur ekki í sér kvöð um það að hingað skuli lagður sæstrengur það er ákvörðun Alþingis ef til þess nokkru sinni kemur sem ég vona ekki,“ segði Katrín meðal ann­ar­s. 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, gerði þá að umtals­efni grein sem birt­ist í Sunday Times um að 25 fjár­festar hefðu full­fjár­magnað lagn­ingu sæstrengs til Íslands, með það að mark­miði að selja um hann raf­magn inn á Bret­lands­mark­að. 

Eins og málum er háttað nú, þá fram­leiðir Lands­virkj­un, sem er 100 pró­sent í eigu rík­is­ins, lang­sam­lega mest af raf­orku, af öllum orku­flutn­ingum í land­in­u. 

Kaup­endur raf­orkunnar eru að mestu leyti erlend stór­fyr­ir­tæki á sviði áliðn­að­ar, Rio Tin­to, Cent­ury Alu­m­inum og Alcoa. Auk þess eru Elkem stór kaup­andi.

Heild­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins námu 534 millj­ónum Banda­ríkja­dala í fyrra, eða sem nemur um 66,2 millj­örðum króna. Heild­ar­eignir Lands­virkj­unar námu í árs­lok í fyrra 4,4 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 550 millj­örðum króna, en eigið féð nam tæp­lega 2,2 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 280 millj­örðum króna.

Í umræðum um þriðji orku­pakk­ann, sagði Katrín að þriðji orku­pakk­inn fæli ekki í sér fram­sal á full­veldi yfir orku­mál­um. Engin ástæða væri til að tala þannig um mál­in, líkt og Mið­flokks­menn hafa nú gert á Alþingi dögum sam­an, sín á milli.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent