„Umtalsverð hækkun“ á rafmagnsverði til Elkem

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elkem eigi að greiða Landsvirkjun hærra verð fyrir rafmagn vegna framlengingar á samningi milli fyrirtækjanna um sölu á raforku.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Gerð­ar­dómur hefur kom­ist að nið­ur­stöðu um nýtt verð á raf­magni milli Lands­virkj­unar og Elkem, sem rekur verk­smiðju á Grund­ar­tanga.  Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að nýtt verð verði ekki gefið upp en að í nið­ur­stöð­unni felist „um­tal­st­verð hækk­un“ frá því verði sem Elkem greiddi áður.

Samn­ingur Elkem er upp­haf­lega frá árinu 1975 en verk­smiðjan á Grund­ar­tanga hóf starf­semi árið 1979. Honum hefur alls verið breytt sex sinnum en samn­ing­ur­inn var upp­haf­lega til 40 ára, og átti því að renna út í ár. Í samn­ingnum var hins vegar ákvæði sem heim­il­aði Elkem að fram­lengja gild­is­tím­ann um ára­tug, eða til árs­ins 2029. Það ákvæði nýtti fyr­ir­tækið sér og sam­hliða var ákvörðun um það raf­magns­verð sem þá greiðir til Lands­virkj­unar vísað til gerð­ar­dóms. Elkem er fjórði stærsti við­skipta­vinur Lands­virkj­unar og nemur raf­magns­magn samn­ings­ins 127 MW og 1.035 GWst. Því er um stórar upp­hæðir að ræða.

Búið að semja við níu af tíu stærstu

Nið­ur­staða gerð­ar­dóms­ins liggur nú fyrir en sam­komu­lag er milli Lands­virkj­unar og Elkem um að gefa ekki upp hvert nýja verðið sé. Hörður segir þó í sam­tali við Kjarn­ann að nið­ur­staðan sé jákvæð fyrir Lands­virkj­un. „„Þetta er gott skref að það sé verið að ljúka þess­ari fram­leng­ingu við Elkem. Verðið verður ekki gefið upp en við getum sagt að það er umtals­verð hækk­un.“

Auglýsing

Nú hefur Lands­virkjun end­ur­samið um verð við níu af tíu stærstu við­skipta­vinum sínum frá því að upp­haf­legir samn­ingar voru gerðir og hækkað raf­magns­verð til stórnot­enda umtals­vert. Ósamið er hins vegar við Alcoa Fjarð­arál á Reyð­ar­firði en upp­haf­legur samn­ingur Lands­virkj­unar við það fyr­ir­tæki er frá árinu 2003. Það er sömu­leiðis langstærsti orku­sölu­samn­ingur Lands­virkj­unar en Alcoa Fjarð­arál kaupir alls um þriðj­ung af allri raf­orku­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins. Ál­verið á Reyð­­ar­­firði tók til starfa um mitt ár 2007 og náði fullum afköstum nokkru síð­­­ar. Raf­­orku­­samn­ing­­ur­inn var und­ir­­rit­aður 2003, en gild­is­­tíma­bil hans er 40 ár frá umsömdum föstum afhend­ing­­ar­degi orkunn­­ar. Hann rennur því út um 2048.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent