„Umtalsverð hækkun“ á rafmagnsverði til Elkem

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elkem eigi að greiða Landsvirkjun hærra verð fyrir rafmagn vegna framlengingar á samningi milli fyrirtækjanna um sölu á raforku.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Gerð­ar­dómur hefur kom­ist að nið­ur­stöðu um nýtt verð á raf­magni milli Lands­virkj­unar og Elkem, sem rekur verk­smiðju á Grund­ar­tanga.  Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að nýtt verð verði ekki gefið upp en að í nið­ur­stöð­unni felist „um­tal­st­verð hækk­un“ frá því verði sem Elkem greiddi áður.

Samn­ingur Elkem er upp­haf­lega frá árinu 1975 en verk­smiðjan á Grund­ar­tanga hóf starf­semi árið 1979. Honum hefur alls verið breytt sex sinnum en samn­ing­ur­inn var upp­haf­lega til 40 ára, og átti því að renna út í ár. Í samn­ingnum var hins vegar ákvæði sem heim­il­aði Elkem að fram­lengja gild­is­tím­ann um ára­tug, eða til árs­ins 2029. Það ákvæði nýtti fyr­ir­tækið sér og sam­hliða var ákvörðun um það raf­magns­verð sem þá greiðir til Lands­virkj­unar vísað til gerð­ar­dóms. Elkem er fjórði stærsti við­skipta­vinur Lands­virkj­unar og nemur raf­magns­magn samn­ings­ins 127 MW og 1.035 GWst. Því er um stórar upp­hæðir að ræða.

Búið að semja við níu af tíu stærstu

Nið­ur­staða gerð­ar­dóms­ins liggur nú fyrir en sam­komu­lag er milli Lands­virkj­unar og Elkem um að gefa ekki upp hvert nýja verðið sé. Hörður segir þó í sam­tali við Kjarn­ann að nið­ur­staðan sé jákvæð fyrir Lands­virkj­un. „„Þetta er gott skref að það sé verið að ljúka þess­ari fram­leng­ingu við Elkem. Verðið verður ekki gefið upp en við getum sagt að það er umtals­verð hækk­un.“

Auglýsing

Nú hefur Lands­virkjun end­ur­samið um verð við níu af tíu stærstu við­skipta­vinum sínum frá því að upp­haf­legir samn­ingar voru gerðir og hækkað raf­magns­verð til stórnot­enda umtals­vert. Ósamið er hins vegar við Alcoa Fjarð­arál á Reyð­ar­firði en upp­haf­legur samn­ingur Lands­virkj­unar við það fyr­ir­tæki er frá árinu 2003. Það er sömu­leiðis langstærsti orku­sölu­samn­ingur Lands­virkj­unar en Alcoa Fjarð­arál kaupir alls um þriðj­ung af allri raf­orku­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins. Ál­verið á Reyð­­ar­­firði tók til starfa um mitt ár 2007 og náði fullum afköstum nokkru síð­­­ar. Raf­­orku­­samn­ing­­ur­inn var und­ir­­rit­aður 2003, en gild­is­­tíma­bil hans er 40 ár frá umsömdum föstum afhend­ing­­ar­degi orkunn­­ar. Hann rennur því út um 2048.

Meira úr sama flokkiInnlent