„Umtalsverð hækkun“ á rafmagnsverði til Elkem

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elkem eigi að greiða Landsvirkjun hærra verð fyrir rafmagn vegna framlengingar á samningi milli fyrirtækjanna um sölu á raforku.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Gerð­ar­dómur hefur kom­ist að nið­ur­stöðu um nýtt verð á raf­magni milli Lands­virkj­unar og Elkem, sem rekur verk­smiðju á Grund­ar­tanga.  Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að nýtt verð verði ekki gefið upp en að í nið­ur­stöð­unni felist „um­tal­st­verð hækk­un“ frá því verði sem Elkem greiddi áður.

Samn­ingur Elkem er upp­haf­lega frá árinu 1975 en verk­smiðjan á Grund­ar­tanga hóf starf­semi árið 1979. Honum hefur alls verið breytt sex sinnum en samn­ing­ur­inn var upp­haf­lega til 40 ára, og átti því að renna út í ár. Í samn­ingnum var hins vegar ákvæði sem heim­il­aði Elkem að fram­lengja gild­is­tím­ann um ára­tug, eða til árs­ins 2029. Það ákvæði nýtti fyr­ir­tækið sér og sam­hliða var ákvörðun um það raf­magns­verð sem þá greiðir til Lands­virkj­unar vísað til gerð­ar­dóms. Elkem er fjórði stærsti við­skipta­vinur Lands­virkj­unar og nemur raf­magns­magn samn­ings­ins 127 MW og 1.035 GWst. Því er um stórar upp­hæðir að ræða.

Búið að semja við níu af tíu stærstu

Nið­ur­staða gerð­ar­dóms­ins liggur nú fyrir en sam­komu­lag er milli Lands­virkj­unar og Elkem um að gefa ekki upp hvert nýja verðið sé. Hörður segir þó í sam­tali við Kjarn­ann að nið­ur­staðan sé jákvæð fyrir Lands­virkj­un. „„Þetta er gott skref að það sé verið að ljúka þess­ari fram­leng­ingu við Elkem. Verðið verður ekki gefið upp en við getum sagt að það er umtals­verð hækk­un.“

Auglýsing

Nú hefur Lands­virkjun end­ur­samið um verð við níu af tíu stærstu við­skipta­vinum sínum frá því að upp­haf­legir samn­ingar voru gerðir og hækkað raf­magns­verð til stórnot­enda umtals­vert. Ósamið er hins vegar við Alcoa Fjarð­arál á Reyð­ar­firði en upp­haf­legur samn­ingur Lands­virkj­unar við það fyr­ir­tæki er frá árinu 2003. Það er sömu­leiðis langstærsti orku­sölu­samn­ingur Lands­virkj­unar en Alcoa Fjarð­arál kaupir alls um þriðj­ung af allri raf­orku­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins. Ál­verið á Reyð­­ar­­firði tók til starfa um mitt ár 2007 og náði fullum afköstum nokkru síð­­­ar. Raf­­orku­­samn­ing­­ur­inn var und­ir­­rit­aður 2003, en gild­is­­tíma­bil hans er 40 ár frá umsömdum föstum afhend­ing­­ar­degi orkunn­­ar. Hann rennur því út um 2048.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent