„Umtalsverð hækkun“ á rafmagnsverði til Elkem

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elkem eigi að greiða Landsvirkjun hærra verð fyrir rafmagn vegna framlengingar á samningi milli fyrirtækjanna um sölu á raforku.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Gerð­ar­dómur hefur kom­ist að nið­ur­stöðu um nýtt verð á raf­magni milli Lands­virkj­unar og Elkem, sem rekur verk­smiðju á Grund­ar­tanga.  Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að nýtt verð verði ekki gefið upp en að í nið­ur­stöð­unni felist „um­tal­st­verð hækk­un“ frá því verði sem Elkem greiddi áður.

Samn­ingur Elkem er upp­haf­lega frá árinu 1975 en verk­smiðjan á Grund­ar­tanga hóf starf­semi árið 1979. Honum hefur alls verið breytt sex sinnum en samn­ing­ur­inn var upp­haf­lega til 40 ára, og átti því að renna út í ár. Í samn­ingnum var hins vegar ákvæði sem heim­il­aði Elkem að fram­lengja gild­is­tím­ann um ára­tug, eða til árs­ins 2029. Það ákvæði nýtti fyr­ir­tækið sér og sam­hliða var ákvörðun um það raf­magns­verð sem þá greiðir til Lands­virkj­unar vísað til gerð­ar­dóms. Elkem er fjórði stærsti við­skipta­vinur Lands­virkj­unar og nemur raf­magns­magn samn­ings­ins 127 MW og 1.035 GWst. Því er um stórar upp­hæðir að ræða.

Búið að semja við níu af tíu stærstu

Nið­ur­staða gerð­ar­dóms­ins liggur nú fyrir en sam­komu­lag er milli Lands­virkj­unar og Elkem um að gefa ekki upp hvert nýja verðið sé. Hörður segir þó í sam­tali við Kjarn­ann að nið­ur­staðan sé jákvæð fyrir Lands­virkj­un. „„Þetta er gott skref að það sé verið að ljúka þess­ari fram­leng­ingu við Elkem. Verðið verður ekki gefið upp en við getum sagt að það er umtals­verð hækk­un.“

Auglýsing

Nú hefur Lands­virkjun end­ur­samið um verð við níu af tíu stærstu við­skipta­vinum sínum frá því að upp­haf­legir samn­ingar voru gerðir og hækkað raf­magns­verð til stórnot­enda umtals­vert. Ósamið er hins vegar við Alcoa Fjarð­arál á Reyð­ar­firði en upp­haf­legur samn­ingur Lands­virkj­unar við það fyr­ir­tæki er frá árinu 2003. Það er sömu­leiðis langstærsti orku­sölu­samn­ingur Lands­virkj­unar en Alcoa Fjarð­arál kaupir alls um þriðj­ung af allri raf­orku­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins. Ál­verið á Reyð­­ar­­firði tók til starfa um mitt ár 2007 og náði fullum afköstum nokkru síð­­­ar. Raf­­orku­­samn­ing­­ur­inn var und­ir­­rit­aður 2003, en gild­is­­tíma­bil hans er 40 ár frá umsömdum föstum afhend­ing­­ar­degi orkunn­­ar. Hann rennur því út um 2048.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent