Björgólfur Thor tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar keypti skuldabréf fyrir þrjár milljónir evra í skuldabréfaútboði WOW air í haust. Yfir helmingur þess fjármagns sem safnaðist í útboðinu kom frá aðilum sem stóðu WOW air eða Skúla Mogensen nærri.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, fjár­fest­ir, tók þátt í skulda­fjár­út­boði flug­fé­lags­ins WOW a­ir ­síð­asta haust. Reliquum, félag í hans eigu, skráði sig fyrir þrem millj­ónum evra í útboð­inu en alls söfn­uð­ust 50,15 milljón evrur í útboð­inu. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag en þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar, frétta­stjóra við­skipta á Morg­un­blað­inu, um ris og fall flug­fé­lags­ins. 

Segir gögn benda til þess að helm­ingur þess sem safn­að­ist hafi farið í skuldir

Í bók­inni er greint frá því að helm­ingur þess fjár­magns sem safn­að­ist í skulda­fjár­út­boð­inu, eða 51 pró­sent, kom frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum sem stóðu flug­fé­lag­inu og Skúla Mog­en­sen ­stofn­anda þess nærri, ýmist per­sónu­lega eða vegna við­skipta­hags­muna. 

Jafn­framt segir í bók­inni að þau ­gögn sem Stefán hefur undir hönd­unum bendi sterk­lega til þess að ríf­lega helm­ingur þeirra 50,15 millj­óna evra sem WOW air náði að safna í útboð­in­u hafi feng­ist á þeim for­sendum að skulda­bréfa­kaup­endur myndu breyta skamm­tíma­skuld­um flug­fé­lags­ins, sem ­sumar voru gjald­falln­ar, í lang­tíma­skuld í formi skulda­bréfs. 

Auglýsing

Þeir fjár­festir sem höf­und­ur seg­ir að hafi tekið þátt í skulda­fjár­út­­­boð­inu á þess­um for­­send­um eru ­Arion ­banki, við­skipta­banki flug­fé­lags­ins, félag Björg­ólfs Thors, flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­in A­volon og A­ir­Le­a­se Cor­poration, flug­véla­fram­leið­and­inn A­ir­bus, R­EA ehf., móð­ur­fé­lag A­ir­port Associ­ates, og S9 ehf., félag Mar­grétar Ásgeirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu Skúla Mog­en­sen. 

Í útboð­inu skráð­i A­volon ­sig fyr­ir­ fimm millj­ónir evr­a, ALC ­skráði sig fyrir 2,5 millj­ónum evra og A­ir­bus fyrir 2,5 millj­ónum evr­a. ­Arion ­banki skráði sig fyrir 4,3 millj­ónir evra og félag Mar­grétar tók 1,5 millj­ónir evr­a. R­EA ehf., móð­ur­fé­lag A­ir­port Associ­ates ­sem ­þjón­u­stað­i WOW a­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli, keypti skulda­bréf fyrir milljón evrur og Örygg­is­mið­stöðin keypti fyrir 500.000 evr­ur. 

Eaton Vance stærsti ein­staki kaup­and­inn

Líkt og greint hefur verið áður frá keypti Skúli Mog­en­sen sjálf­ur skulda­bréf fyrir 5,5 millj­­ónir evra í út­­boð­in­u. Aðrir sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu voru inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki og erlendir fjár­festar og sjóð­ir. Þá keyptu tveir sjóð­ir í stýr­ing­u GAMMA keyptu sam­an­lagt skulda­bréf fyrir tvær millj­ónir evra, annar þó stærri hlut­ann eða fyrir 1,8 millj­ónir evra. Kvika banki lagði svo eina milljón evra í útboð­ið. 

Banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­ið Eaton Vance var stærsti ein­staki kaup­and­inn í skulda­bréfa­út­boð­inu og keyptu þrír vog­un­ar­sjóðir félags­ins sam­tals skulda­bréf fyrir 10 millj­ónir evra og nam fjár­fest­ing Eaton Vance því um 20 pró­sent af heild­ar­um­fangi útboðs­ins. Ýmsir evr­ópskir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir, alls 20 tals­ins, keyptu svo skulda­bréf fyrir sam­an­lagt 11,4 millj­ónir evra. Norski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn MP Pen­sjon lagði þeirra mest til, eða 2 millj­ónir evra. Sjóður sænska bank­ans Swed­bank, sem stýrt er frá­ Lúx­em­borg, lagði svo til 1,5 millj­ónir evra og sænska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Peak AM lagði til sömu fjár­hæð. Aðrir evr­ópskir fjár­festar lögðu minna til, eða á bil­inu 0,1-1 milljón evra.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent