Björgólfur Thor tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar keypti skuldabréf fyrir þrjár milljónir evra í skuldabréfaútboði WOW air í haust. Yfir helmingur þess fjármagns sem safnaðist í útboðinu kom frá aðilum sem stóðu WOW air eða Skúla Mogensen nærri.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, fjár­fest­ir, tók þátt í skulda­fjár­út­boði flug­fé­lags­ins WOW a­ir ­síð­asta haust. Reliquum, félag í hans eigu, skráði sig fyrir þrem millj­ónum evra í útboð­inu en alls söfn­uð­ust 50,15 milljón evrur í útboð­inu. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag en þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar, frétta­stjóra við­skipta á Morg­un­blað­inu, um ris og fall flug­fé­lags­ins. 

Segir gögn benda til þess að helm­ingur þess sem safn­að­ist hafi farið í skuldir

Í bók­inni er greint frá því að helm­ingur þess fjár­magns sem safn­að­ist í skulda­fjár­út­boð­inu, eða 51 pró­sent, kom frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum sem stóðu flug­fé­lag­inu og Skúla Mog­en­sen ­stofn­anda þess nærri, ýmist per­sónu­lega eða vegna við­skipta­hags­muna. 

Jafn­framt segir í bók­inni að þau ­gögn sem Stefán hefur undir hönd­unum bendi sterk­lega til þess að ríf­lega helm­ingur þeirra 50,15 millj­óna evra sem WOW air náði að safna í útboð­in­u hafi feng­ist á þeim for­sendum að skulda­bréfa­kaup­endur myndu breyta skamm­tíma­skuld­um flug­fé­lags­ins, sem ­sumar voru gjald­falln­ar, í lang­tíma­skuld í formi skulda­bréfs. 

Auglýsing

Þeir fjár­festir sem höf­und­ur seg­ir að hafi tekið þátt í skulda­fjár­út­­­boð­inu á þess­um for­­send­um eru ­Arion ­banki, við­skipta­banki flug­fé­lags­ins, félag Björg­ólfs Thors, flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­in A­volon og A­ir­Le­a­se Cor­poration, flug­véla­fram­leið­and­inn A­ir­bus, R­EA ehf., móð­ur­fé­lag A­ir­port Associ­ates, og S9 ehf., félag Mar­grétar Ásgeirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu Skúla Mog­en­sen. 

Í útboð­inu skráð­i A­volon ­sig fyr­ir­ fimm millj­ónir evr­a, ALC ­skráði sig fyrir 2,5 millj­ónum evra og A­ir­bus fyrir 2,5 millj­ónum evr­a. ­Arion ­banki skráði sig fyrir 4,3 millj­ónir evra og félag Mar­grétar tók 1,5 millj­ónir evr­a. R­EA ehf., móð­ur­fé­lag A­ir­port Associ­ates ­sem ­þjón­u­stað­i WOW a­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli, keypti skulda­bréf fyrir milljón evrur og Örygg­is­mið­stöðin keypti fyrir 500.000 evr­ur. 

Eaton Vance stærsti ein­staki kaup­and­inn

Líkt og greint hefur verið áður frá keypti Skúli Mog­en­sen sjálf­ur skulda­bréf fyrir 5,5 millj­­ónir evra í út­­boð­in­u. Aðrir sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu voru inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki og erlendir fjár­festar og sjóð­ir. Þá keyptu tveir sjóð­ir í stýr­ing­u GAMMA keyptu sam­an­lagt skulda­bréf fyrir tvær millj­ónir evra, annar þó stærri hlut­ann eða fyrir 1,8 millj­ónir evra. Kvika banki lagði svo eina milljón evra í útboð­ið. 

Banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­ið Eaton Vance var stærsti ein­staki kaup­and­inn í skulda­bréfa­út­boð­inu og keyptu þrír vog­un­ar­sjóðir félags­ins sam­tals skulda­bréf fyrir 10 millj­ónir evra og nam fjár­fest­ing Eaton Vance því um 20 pró­sent af heild­ar­um­fangi útboðs­ins. Ýmsir evr­ópskir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir, alls 20 tals­ins, keyptu svo skulda­bréf fyrir sam­an­lagt 11,4 millj­ónir evra. Norski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn MP Pen­sjon lagði þeirra mest til, eða 2 millj­ónir evra. Sjóður sænska bank­ans Swed­bank, sem stýrt er frá­ Lúx­em­borg, lagði svo til 1,5 millj­ónir evra og sænska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Peak AM lagði til sömu fjár­hæð. Aðrir evr­ópskir fjár­festar lögðu minna til, eða á bil­inu 0,1-1 milljón evra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent