Björgólfur Thor tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar keypti skuldabréf fyrir þrjár milljónir evra í skuldabréfaútboði WOW air í haust. Yfir helmingur þess fjármagns sem safnaðist í útboðinu kom frá aðilum sem stóðu WOW air eða Skúla Mogensen nærri.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, fjár­fest­ir, tók þátt í skulda­fjár­út­boði flug­fé­lags­ins WOW a­ir ­síð­asta haust. Reliquum, félag í hans eigu, skráði sig fyrir þrem millj­ónum evra í útboð­inu en alls söfn­uð­ust 50,15 milljón evrur í útboð­inu. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag en þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar, frétta­stjóra við­skipta á Morg­un­blað­inu, um ris og fall flug­fé­lags­ins. 

Segir gögn benda til þess að helm­ingur þess sem safn­að­ist hafi farið í skuldir

Í bók­inni er greint frá því að helm­ingur þess fjár­magns sem safn­að­ist í skulda­fjár­út­boð­inu, eða 51 pró­sent, kom frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum sem stóðu flug­fé­lag­inu og Skúla Mog­en­sen ­stofn­anda þess nærri, ýmist per­sónu­lega eða vegna við­skipta­hags­muna. 

Jafn­framt segir í bók­inni að þau ­gögn sem Stefán hefur undir hönd­unum bendi sterk­lega til þess að ríf­lega helm­ingur þeirra 50,15 millj­óna evra sem WOW air náði að safna í útboð­in­u hafi feng­ist á þeim for­sendum að skulda­bréfa­kaup­endur myndu breyta skamm­tíma­skuld­um flug­fé­lags­ins, sem ­sumar voru gjald­falln­ar, í lang­tíma­skuld í formi skulda­bréfs. 

Auglýsing

Þeir fjár­festir sem höf­und­ur seg­ir að hafi tekið þátt í skulda­fjár­út­­­boð­inu á þess­um for­­send­um eru ­Arion ­banki, við­skipta­banki flug­fé­lags­ins, félag Björg­ólfs Thors, flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­in A­volon og A­ir­Le­a­se Cor­poration, flug­véla­fram­leið­and­inn A­ir­bus, R­EA ehf., móð­ur­fé­lag A­ir­port Associ­ates, og S9 ehf., félag Mar­grétar Ásgeirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu Skúla Mog­en­sen. 

Í útboð­inu skráð­i A­volon ­sig fyr­ir­ fimm millj­ónir evr­a, ALC ­skráði sig fyrir 2,5 millj­ónum evra og A­ir­bus fyrir 2,5 millj­ónum evr­a. ­Arion ­banki skráði sig fyrir 4,3 millj­ónir evra og félag Mar­grétar tók 1,5 millj­ónir evr­a. R­EA ehf., móð­ur­fé­lag A­ir­port Associ­ates ­sem ­þjón­u­stað­i WOW a­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli, keypti skulda­bréf fyrir milljón evrur og Örygg­is­mið­stöðin keypti fyrir 500.000 evr­ur. 

Eaton Vance stærsti ein­staki kaup­and­inn

Líkt og greint hefur verið áður frá keypti Skúli Mog­en­sen sjálf­ur skulda­bréf fyrir 5,5 millj­­ónir evra í út­­boð­in­u. Aðrir sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu voru inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki og erlendir fjár­festar og sjóð­ir. Þá keyptu tveir sjóð­ir í stýr­ing­u GAMMA keyptu sam­an­lagt skulda­bréf fyrir tvær millj­ónir evra, annar þó stærri hlut­ann eða fyrir 1,8 millj­ónir evra. Kvika banki lagði svo eina milljón evra í útboð­ið. 

Banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­ið Eaton Vance var stærsti ein­staki kaup­and­inn í skulda­bréfa­út­boð­inu og keyptu þrír vog­un­ar­sjóðir félags­ins sam­tals skulda­bréf fyrir 10 millj­ónir evra og nam fjár­fest­ing Eaton Vance því um 20 pró­sent af heild­ar­um­fangi útboðs­ins. Ýmsir evr­ópskir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir, alls 20 tals­ins, keyptu svo skulda­bréf fyrir sam­an­lagt 11,4 millj­ónir evra. Norski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn MP Pen­sjon lagði þeirra mest til, eða 2 millj­ónir evra. Sjóður sænska bank­ans Swed­bank, sem stýrt er frá­ Lúx­em­borg, lagði svo til 1,5 millj­ónir evra og sænska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Peak AM lagði til sömu fjár­hæð. Aðrir evr­ópskir fjár­festar lögðu minna til, eða á bil­inu 0,1-1 milljón evra.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Reynt að múta lögreglumanni í Namibíu
Spillingarlögreglan hefur handtekið mann, sem reyndi að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn á Samherjaskjölunum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent