Björgólfur Thor tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar keypti skuldabréf fyrir þrjár milljónir evra í skuldabréfaútboði WOW air í haust. Yfir helmingur þess fjármagns sem safnaðist í útboðinu kom frá aðilum sem stóðu WOW air eða Skúla Mogensen nærri.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, fjár­fest­ir, tók þátt í skulda­fjár­út­boði flug­fé­lags­ins WOW a­ir ­síð­asta haust. Reliquum, félag í hans eigu, skráði sig fyrir þrem millj­ónum evra í útboð­inu en alls söfn­uð­ust 50,15 milljón evrur í útboð­inu. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag en þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar, frétta­stjóra við­skipta á Morg­un­blað­inu, um ris og fall flug­fé­lags­ins. 

Segir gögn benda til þess að helm­ingur þess sem safn­að­ist hafi farið í skuldir

Í bók­inni er greint frá því að helm­ingur þess fjár­magns sem safn­að­ist í skulda­fjár­út­boð­inu, eða 51 pró­sent, kom frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum sem stóðu flug­fé­lag­inu og Skúla Mog­en­sen ­stofn­anda þess nærri, ýmist per­sónu­lega eða vegna við­skipta­hags­muna. 

Jafn­framt segir í bók­inni að þau ­gögn sem Stefán hefur undir hönd­unum bendi sterk­lega til þess að ríf­lega helm­ingur þeirra 50,15 millj­óna evra sem WOW air náði að safna í útboð­in­u hafi feng­ist á þeim for­sendum að skulda­bréfa­kaup­endur myndu breyta skamm­tíma­skuld­um flug­fé­lags­ins, sem ­sumar voru gjald­falln­ar, í lang­tíma­skuld í formi skulda­bréfs. 

Auglýsing

Þeir fjár­festir sem höf­und­ur seg­ir að hafi tekið þátt í skulda­fjár­út­­­boð­inu á þess­um for­­send­um eru ­Arion ­banki, við­skipta­banki flug­fé­lags­ins, félag Björg­ólfs Thors, flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­in A­volon og A­ir­Le­a­se Cor­poration, flug­véla­fram­leið­and­inn A­ir­bus, R­EA ehf., móð­ur­fé­lag A­ir­port Associ­ates, og S9 ehf., félag Mar­grétar Ásgeirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu Skúla Mog­en­sen. 

Í útboð­inu skráð­i A­volon ­sig fyr­ir­ fimm millj­ónir evr­a, ALC ­skráði sig fyrir 2,5 millj­ónum evra og A­ir­bus fyrir 2,5 millj­ónum evr­a. ­Arion ­banki skráði sig fyrir 4,3 millj­ónir evra og félag Mar­grétar tók 1,5 millj­ónir evr­a. R­EA ehf., móð­ur­fé­lag A­ir­port Associ­ates ­sem ­þjón­u­stað­i WOW a­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli, keypti skulda­bréf fyrir milljón evrur og Örygg­is­mið­stöðin keypti fyrir 500.000 evr­ur. 

Eaton Vance stærsti ein­staki kaup­and­inn

Líkt og greint hefur verið áður frá keypti Skúli Mog­en­sen sjálf­ur skulda­bréf fyrir 5,5 millj­­ónir evra í út­­boð­in­u. Aðrir sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu voru inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki og erlendir fjár­festar og sjóð­ir. Þá keyptu tveir sjóð­ir í stýr­ing­u GAMMA keyptu sam­an­lagt skulda­bréf fyrir tvær millj­ónir evra, annar þó stærri hlut­ann eða fyrir 1,8 millj­ónir evra. Kvika banki lagði svo eina milljón evra í útboð­ið. 

Banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­ið Eaton Vance var stærsti ein­staki kaup­and­inn í skulda­bréfa­út­boð­inu og keyptu þrír vog­un­ar­sjóðir félags­ins sam­tals skulda­bréf fyrir 10 millj­ónir evra og nam fjár­fest­ing Eaton Vance því um 20 pró­sent af heild­ar­um­fangi útboðs­ins. Ýmsir evr­ópskir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir, alls 20 tals­ins, keyptu svo skulda­bréf fyrir sam­an­lagt 11,4 millj­ónir evra. Norski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn MP Pen­sjon lagði þeirra mest til, eða 2 millj­ónir evra. Sjóður sænska bank­ans Swed­bank, sem stýrt er frá­ Lúx­em­borg, lagði svo til 1,5 millj­ónir evra og sænska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Peak AM lagði til sömu fjár­hæð. Aðrir evr­ópskir fjár­festar lögðu minna til, eða á bil­inu 0,1-1 milljón evra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent