Björgólfur Thor tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar keypti skuldabréf fyrir þrjár milljónir evra í skuldabréfaútboði WOW air í haust. Yfir helmingur þess fjármagns sem safnaðist í útboðinu kom frá aðilum sem stóðu WOW air eða Skúla Mogensen nærri.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, tók þátt í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air síðasta haust. Reliquum, félag í hans eigu, skráði sig fyrir þrem milljónum evra í útboðinu en alls söfnuðust 50,15 milljón evrur í útboðinu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Stefáns Einars Stefánssonar, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu, um ris og fall flugfélagsins. 

Segir gögn benda til þess að helmingur þess sem safnaðist hafi farið í skuldir

Í bókinni er greint frá því að helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldafjárútboðinu, eða 51 prósent, kom frá einstaklingum og fyrirtækjum sem stóðu flugfélaginu og Skúla Mogensen stofnanda þess nærri, ýmist persónulega eða vegna viðskiptahagsmuna. 

Jafnframt segir í bókinni að þau gögn sem Stefán hefur undir höndunum bendi sterklega til þess að ríflega helmingur þeirra 50,15 milljóna evra sem WOW air náði að safna í útboðinu hafi fengist á þeim forsendum að skuldabréfakaupendur myndu breyta skammtímaskuldum flugfélagsins, sem sumar voru gjaldfallnar, í langtímaskuld í formi skuldabréfs. 

Auglýsing

Þeir fjárfestir sem höf­und­ur seg­ir að hafi tekið þátt í skulda­fjárút­boðinu á þess­um for­send­um eru Arion banki, viðskiptabanki flugfélagsins, félag Björgólfs Thors, flugvélaleigufyrirtækin Avolon og AirLease Corporation, flugvélaframleiðandinn Airbus, REA ehf., móðurfélag Airport Associates, og S9 ehf., félag Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Skúla Mogensen. 

Í útboðinu skráði Avolon sig fyrir fimm milljónir evra, ALC skráði sig fyrir 2,5 milljónum evra og Airbus fyrir 2,5 milljónum evra. Arion banki skráði sig fyrir 4,3 milljónir evra og félag Margrétar tók 1,5 milljónir evra. REA ehf., móðurfélag Airport Associates sem þjónustaði WOW air á Keflavíkurflugvelli, keypti skuldabréf fyrir milljón evrur og Öryggismiðstöðin keypti fyrir 500.000 evrur. 

Eaton Vance stærsti einstaki kaupandinn

Líkt og greint hefur verið áður frá keypti Skúli Mogensen sjálf­ur skulda­bréf fyrir 5,5 millj­ónir evra í út­boð­in­u. Aðrir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu voru innlend fjármálafyrirtæki og erlendir fjárfestar og sjóðir. Þá keyptu tveir sjóðir í stýringu GAMMA keyptu samanlagt skuldabréf fyrir tvær milljónir evra, annar þó stærri hlutann eða fyrir 1,8 milljónir evra. Kvika banki lagði svo eina milljón evra í útboðið. 

Bandaríska fjárfestingafélagið Eaton Vance var stærsti einstaki kaupandinn í skuldabréfaútboðinu og keyptu þrír vogunarsjóðir félagsins samtals skuldabréf fyrir 10 milljónir evra og nam fjárfesting Eaton Vance því um 20 prósent af heildarumfangi útboðsins. Ýmsir evrópskir fjárfestingarsjóðir, alls 20 talsins, keyptu svo skuldabréf fyrir samanlagt 11,4 milljónir evra. Norski lífeyrissjóðurinn MP Pensjon lagði þeirra mest til, eða 2 milljónir evra. Sjóður sænska bankans Swedbank, sem stýrt er frá Lúxemborg, lagði svo til 1,5 milljónir evra og sænska sjóðstýringarfyrirtækið Peak AM lagði til sömu fjárhæð. Aðrir evrópskir fjárfestar lögðu minna til, eða á bilinu 0,1-1 milljón evra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent