Forsætisráðuneytið segir nefndarmenn hæfa - Bréfið birt í heild

Kjarninn óskaði eftir því að fá afhent bréf forsætisráðuneytisins, þar sem afstaða er tekin til umkvartana umsækjenda um starf seðlabankastjóra.

Sigríður Benediktsdóttir
Auglýsing

„Sam­kvæmt fram­an­sögðu er það afstaða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að fram­komnar athuga­semdir og þau efn­is­at­riði sem þar koma fram leiði ekki til van­hæfis nefnd­ar­manna í hæfn­is­nefnd sem skipuð hefur verið til að meta hæfni umsækj­enda um emb­ætti seðla­banka­stjóra, sbr. 3. gr. stjórn­sýslu­laga. Er það jafn­framt afstaða ráðu­neyt­is­ins að ekki hafi komið fram aðrar ástæður sem geti leitt til ann­arrar nið­ur­stöð­u.“

Þetta segir í bréfi for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins til umsækj­enda um emb­ætti seðla­banka­stjóra, en tveir umsækj­end­ur, Sturla Páls­son og Vil­hjálmur Bjarna­son, kvört­uðu yfir skipan í hæf­is­nefnd, sem metur hæfi umsækj­enda um stöðu seðla­banka­stjóra. 

Kjarn­inn óskaði eftir því að fá afrit af bréf­inu á grund­velli upp­lýs­inga­laga, og var orðið við því.

Auglýsing

Sig­ríður Bene­dikts­dóttir er for­maður nefnd­ar­inn­ar. Ásamt henni eru tveir aðrir í hæf­is­nefnd­inni. Um er að ræða þau Eyjólf Guð­munds­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri og Þór­unni Guð­munds­dótt­ur, hæst­ar­lög­mann og vara­for­mann banka­ráðs. Eyjólfur er til­nefndur til nefnd­ar­set­unnar af sam­starfs­nefnd háskóla­stigs­ins, en Þór­unn af banka­ráði Seðla­bank­ans en Sig­ríður er skipuð án til­nefn­ing­ar.

Í bréfi for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins segir meðal ann­ars að annar umsækj­end­anna sem kvart­aði yfir skipan í hæf­is­nefnd­ina, hafi meðal ann­ars gert það vegna þess að hann hefði deilt harka­lega á fag­legum nótum við Sig­ríði, í nokkur skipti, þegar hún var starf­andi í Seðla­banka Íslands. Eru þessar athuga­semdir ekki taldar með neinu móti geta leitt til van­hæf­is, að því er fram kemur í bréf­inu.

Í bréf­inu eru farið yfir þær athuga­semdir sem bár­ust í umkvört­un­um, og afstaða tekin til þeirra. Undir bréfið rita Ágúst Geir Ágústs­son og Ásgerður Snæv­arr.

Svar­bréf þeirra til umsækj­enda fer hér að neð­an.

„Þann 7. maí sl. skip­aði for­sæt­is­ráð­herra, í sam­ræmi við ákvæði laga um Seðla­banka Íslands nr.

36/2001, með síð­ari breyt­ing­um, hæfn­is­nefnd til að leggja mat á hæfni umsækj­enda um emb­ætti

seðla­banka­stjóra. Í kjöl­far þeirrar skip­unar sendi for­sæt­is­ráðu­neytið umsækj­endum um emb­ættið erindi, dags. 13. maí 2019, þar sem þeim var gef­inn kostur á því að koma á fram­færi athuga­semdum við hæfi nefnd­ar­manna og var frestur gef­inn til loka dags föstu­dag­inn 17. maí sl. Athuga­semdir og ábend­ingar um atriði sem kynnu að hafa áhrif á hæfi nefnd­ar­manna bár­ust frá tveimur umsækj­end­um. 

Þau efn­is­legu atriði sem gerð er athuga­semd við eru þrenns kon­ar. Í fyrsta lagi varða þau setu for­manns nefnd­ar­inn­ar, Sig­ríðar Bene­dikts­dótt­ur, í banka­ráði Lands­banka Íslands, ann­ars vegar vegna hags­muna bank­ans sem eigi veru­leg við­skipti við Seðla­bank­ann og sé eft­ir­lits­skyldur aðili á fjár­mála­mark­aði og hins vegar vegna setu eins umsækj­anda í stjórn Banka­sýslu rík­is­ins sem til­nefndi hana til setu í stjórn Lands­bank­ans. Í öðru lagi varða þau fag­legan ágrein­ing hennar við einn umsækj­anda í fyrri störfum sem fram­kvæmda­stjóri á fjár­mála­stöðu­leika­sviði Seðla­banka Íslands á árunum 2011-2016. 

Í þriðja lagi er gerð athuga­semd við sér­stakt hæfi nefnd­ar­mann­anna, Eyj­ólfs Guð­munds­sonar og Þór­unnar Guð­munds­dótt­ur, vegna setu þeirra í hæfn­is­nefnd sem skipuð var til að leggja mat á hæfni umsækj­enda í emb­ætti aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra vorið 2018. 

Auk þeirrar athuga­semdar var jafn­framt nefndur fag­legur ágrein­ingur eins umsækj­anda og Þór­unnar Guð­munds­dóttur í störfum hennar sem lög­mað­ur. Bent skal á að við­kom­andi umsækj­andi tók sér­stak­lega fram að hann teldi þessar ábend­ingar ekki leiða til van­hæfis Þór­unn­ar. Ofan­greindar athuga­semdir umsækj­enda voru fram­sendar hæfn­is­nefnd þann 20. maí sl. þar sem óskað var eftir afstöðu nefnd­ar­innar til þeirra.

Hæfn­is­nefndin lét í ljós afstöðu sína til fram­an­greindra athuga­semda með tölvu­bréfi til ráðu­neyt­is­ins þann 22. maí 2019 og er það afstaða nefnd­ar­innar að umrædd efn­is­at­riði leiði ekki til van­hæfis þeirra.

Afstaða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins til fram­kom­inna athuga­semda

Seta nefnd­ar­for­manns í banka­ráði Lands­bank­ans Lands­bank­inn er að 98,2% í eigu rík­is­sjóðs Íslands, Lands­bank­inn á sjálfur 1,5% og um 900 aðrir hlut­hafar eiga saman 0,3% hluta­fjár. Þrátt fyrir að Sig­ríður sé með setu sinni í banka­ráði

Lands­bank­ans í fyr­ir­svari fyrir bank­ann verður að telja hags­muni hans, sem eft­ir­lits­skylds aðila, vera svo fjar­læga að þeir geti ekki talist sér­stakir eða veru­legir í skiln­ingi 5. tölul. 1. mgr. 3. gr.

stjórn­sýslu­laga. Á það einnig við, að mati ráðu­neyt­is­ins, verði af sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Í athuga­semdum eins umsækj­anda um emb­ætti seðla­banka­stjóra er vísað til 26. gr. laga um

Seðla­banka Íslands um að eigi megi kjósa stjórn­endur eða starfs­menn lána­stofn­ana eða ann­arra

fjár­mála­stofn­ana sem eigi við­skipti við bank­ann til setu í banka­ráði. Fjallað er um hæfn­is­nefnd til að meta hæfni umsækj­enda um stöðu seðla­banka­stjóra og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra í 2. mgr. 23. gr. lag­anna. Í ákvæð­inu kemur fram hvernig nefndin skuli skipuð en ekki er þar að finna aðrar sér­reglur um nefnd­ina. Verða því ekki dregnar aðrar álykt­anir en að II. kafli stjórn­sýslu­laga gildi um sér­stakt hæfi nefnd­ar­manna. Þá kemur fram í athuga­semdum við 26. gr. í frum­varpi því sem varð að lögum um Seðla­banka Íslands að ástæða þess að ekki megi kjósa stjórn­endur lána­stofn­ana sem við­skipti eigi við bank­ann til setu í banka­ráði sé að telji verði óeðli­legt vegna hættu á hags­muna­á­rekstrum og aðgangs að trún­að­ar­upp­lýs­ingum um sam­keppn­is­að­ila að stjórn­endur og starfs­menn lána­stofn­ana sitji í banka­ráði Seðla­bank­ans. Ljóst er að sömu sjón­ar­mið eiga ekki við um nefnd­ar­menn í hæfn­is­nefnd þeirri sem hér um ræðir.

Fag­legur ágrein­ingur

Við mat á sér­stöku hæfi Sig­ríðar Bene­dikts­dóttur hefur ráðu­neytið jafn­framt lagt mat á athuga­semdir er lúta að fag­legum ágrein­ingi hennar við einn umsækj­anda á meðan hún og umræddur umsækj­andi voru bæði við störf í Seðla­banka Íslands. Kemur fram í athuga­semdum um þetta atriði að á meðan á sam­starfi þeirra stóð hafi í nokkur skipti komið upp harður fag­legur ágrein­ingur milli þeirra. Tekið er fram í umræddum athuga­semdum að þrátt fyrir að hart hafi verið tek­ist á hafi ágrein­ing­ur­inn fyrst og fremst verið fag­leg­ur. Almennt séð veldur það ekki van­hæfi eitt og sér þótt menn hafi starfað saman eða áður fjallað hvor um ann­ars verk eða hæfni. Yfir­leitt veldur það heldur ekki van­hæfi manna þó þeir hafi ólíkar skoð­anir á fræði­legum efnum eða hafi greint á í afstöðu til manna eða mál­efna.

Verður slíkur ágrein­ingur ein­ungis tal­inn leiða til van­hæfi til með­ferðar ein­staks máls að talið verði að fyrir liggi að vegna ill­vígra deilna eða af öðrum ástæðum hafi maður orðið svo ber að óvild í garð ann­ars manns, að ekki verði talið að sá fyrm­efndi geti á hlut­lausan hátt fjallað um mál sem sá síð­ar­nefndi á hlut að. Í athuga­semdum með frum­varpi því sem varð að stjórn­sýslu­lögum nr. 37/1993 er fjallað um ágrein­ing milli aðila máls og nefnd­ar­manns. Þar er sér­stak­lega til­tekið að fyrir hendi þurfi sann­an­lega að vera hlut­lægar ástæður sem almennt verði taldar þess eðlis að draga megi óhlut­drægni nefnd­ar­manns í efa. 

Er það mat for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að fram­komin athuga­semd gefi ekki til­efni til að ætla að umræddur ágrein­ingur hafi verið þess eðlis að hann geti valdið van­hæfi nefnd­ar­for­manns­ins, sbr. 6. tölul. 3. gr. stjórn­sýslu­laga.

Seta tveggja nefnd­ar­manna í hæfn­is­nefnd vorið 2018

Hvað varðar athuga­semdir við hæfi ann­arra nefnd­ar­manna vegna setu þeirra í hæfn­is­nefnd sem skipuð var til að leggja mat á hæfni umsækj­enda í emb­ætti aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra vorið 2018 vís­ast til umfjöll­unar að framan varð­andi mögu­legar van­hæf­is­á­stæður skv. 6. tölul. 3. gr. stjórn­sýslu­laga.

Líkt og þar kemur fram veldur það yfir­leitt ekki van­hæfi manna þó þeir hafi áður starfað sam­an, fjallað um hvors ann­ars verk eða hæfni. Er það mat ráðu­neyt­is­ins að seta Eyj­ólfs og Þór­unnar í hæfn­is­nefnd­inni 2018 feli ekki í sér hlut­læga ástæðu sem geti almennt verið til þess fallin að draga megi óhlut­drægni þeirra í efa í skiln­ingi ákvæð­is­ins.

Sam­kvæmt fram­an­sögðu er það afstaða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að fram­komnar athuga­semdir og þau efn­is­at­riði sem þar koma fram leiði ekki til van­hæfis nefnd­ar­manna í hæfn­is­nefnd sem skipuð hefur verið til að meta hæfni umsækj­enda um emb­ætti seðla­banka­stjóra, sbr. 3. gr. stjórn­sýslu­laga. Er það jafn­framt afstaða ráðu­neyt­is­ins að ekki hafi komið fram aðrar ástæður sem geti leitt til ann­arrar nið­ur­stöðu.

Þetta til­kynn­ist hér með."

Sextán umsækj­endur

Sextán sóttu um stöðu seðla­banka­stjóra. Þau eru:

Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra 

Ásgeir Jóns­son, dós­ent og for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands 

Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor við Háskóla Íslands 

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra 

Gunnar Har­alds­son, hag­fræð­ing­ur 

Gylfi Arn­björns­son, hag­fræð­ing­ur 

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent 

Hannes Jóhanns­son, hag­fræð­ing­ur 

Jón Dan­í­els­son, pró­fess­or 

Jón G. Jóns­son, for­stjóri banka­sýslu rík­is­ins 

Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor við HR.

Sal­vör Sig­ríður Jóns­dótt­ir, nemi 

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri 

Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta og fjár­stýr­ingar í Seðla­banka Íslands 

Vil­hjálmur Bjarna­son, lekt­or 

Þor­steinn Þor­geirs­son, sér­stakur ráð­gjafi á skrif­stofu seðla­banka­stjóra

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent