Íslandspóstur fær alþjónustuframlag vegna erlendra póstsendinga

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Íslandspósts um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna erlendra póstsendinga. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ófjármögnuð byrði Íslandspósts vegna erlendra sendinga nemi 1.463 milljörðum króna.

Pósturinn
Auglýsing

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Íslandspósts um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna erlendra póstsendinga en vísaði frá umsókn félagsins vegna þriggja annarra atriða. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ófjármagnað tap Íslandspósts vegna erlendra sendinga á árunum 2013 til 2018 sé 1.463 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Póst- og fjarskiptastofnunar.

Krafa upp á 2,6 milljarða 

Í október á síðasta ári sótti Íslandspóstur um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna fjögurra þátta, hraða og tíðni sendinga, erlendra bréfa, dreifingar í dreifbýli og sendinga fyrir blinda. Alls hljóðaði krafa Íslandspósts upp á rúmlega 2,6 milljarða á því tímabili sem sótt var framlag fyrir. Póst- og fjarskiptastofnun féllst á umsókn félagsins varðandi erlendar póstsendingar en vísaði hinum þremur frá. Stofnunin vísar meðal annars til þess að Íslandspósti sé skylt að sinna alþjóðlegum skuldbindingum Íslands vegna aðildar ríkisins að Alþjóðapóstþjónustusambandinu.

Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ófjármögnuð byrði Íslandspósts vegna erlendra sendinga sé 1.463 milljónir króna tímabilinu 30. október 2014 til 31. desember 2018 eða sem nemur 350 milljónum króna að meðaltali á ári, sem jöfnunarsjóði alþjónustu er heimilt að greiða. Íslandspóstur hafði sótt um framlag upp á 1.640 milljónir vegna erlendra bréfa en vegna fyrningar krafna og banns þess efnis að ekki sé heimilt að sækja um framlag vegna alþjónustu vegna þjónustu sem heyrir undir einkarétt. Dreifing póstsendingum erlendis frá undir 50 grömm falla undir einkarétt félagsins. 

Auglýsing

Sjóðurinn sem greiða á kostnaðinn ekki til

Í lögum um póstþjónustu er gert ráð fyrir því að til sé jöfnunarsjóður sem greiði fyrir alþjónustukostnað alþjónustuveitanda. Til að standa straum af mögulegum framlögum úr sjóðnum skal innheimta jöfnunargjald sem lagt er á rekstrarleyfishafa í hlutfalli við bókfærða veltu. Engin slíkur sjóður er hins vegar til í dag. 

Í frétt Póst- og fjarskiptastofnunnar er jafnframt bent á að nú liggi fyrir á Alþingi frumvarp til nýrra laga um póstþjónustu, í því frumvarpi er lagt til að jöfnunarsjóður sé lagður niður og þess í stað kveðið á um að kostnaður vegna alþjónustu muni verða greiddur úr ríkissjóði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckFrumvarp ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, um breyt­ingar á lögum um erlendar póstsendingar og rafrænar sendinga hefur hins vegar verið samþykkt á Alþingi. Breyt­ing­arnar heimila Íslandspósti að leggja sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga. Samkvæmt frumvarpinu er þetta gert til að bregðast við óbættum raunkostnaði Póstsins vegna erlendra pakka­send­inga. Jafnframt verji þetta í raun stöðu rík­is­sjóðs til fram­tíðar litið og koma í veg fyrir að skattfé verði notað til að nið­ur­greiða kostnað vegna send­inga frá útlönd­um. 

Íslandspóstur hefur tilkynnt að frá og með 3. júní bætist sendingargjald við sendingar sem koma með Póstinum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu og er því ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu.

1,5 millj­arða króna lán frá rík­inu

 Ís­lands­­­póst­ur, sem er í eigu ríks­ins og sinnir alþjón­ustu­skyldu, tap­aði 293 millj­­ónum á árinu 2018 en hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins var 216 millj­­ónir árið á und­­an. Fjár­­hags­­staða Íslands­­­pósts hefur verið var­huga­verð um nokkurn tíma en í sept­em­ber í fyrra leit­aði Íslands­póstur á náðir rík­is­ins og fékk 500 millj­ónir króna að láni til að bregð­­ast við lausa­­fjár­­skorti eftir að við­­skipta­­banki þess, Lands­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­ari lán­veit­ing­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­arð til við­­­bót­­­ar.

Fréttablaðið greindi frá því í mars síðastliðnum að Póst- og fjarskiptastofnun teldi að lausafjárvandi Íslandspósts væri til­kominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þetta kom fram í svari stofnunarinnar við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytsins þar sem óskað var eftir því að stofnunin gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu Íslandspósts hefði verið háttað. Jafnframt kom fram í svarinu að þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu Íslandspóst fyrr en á síðari helmingi síðasta árs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent