Íslandspóstur fær alþjónustuframlag vegna erlendra póstsendinga

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Íslandspósts um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna erlendra póstsendinga. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ófjármögnuð byrði Íslandspósts vegna erlendra sendinga nemi 1.463 milljörðum króna.

Pósturinn
Auglýsing

Póst- og fjar­skipta­stofnun hef­ur ­sam­þykkt umsókn Íslands­pósts um fram­lag úr jöfn­un­ar­sjóð­i al­þjón­ust­u ­vegna erlendra póst­send­inga en vís­aði frá umsókn félags­ins vegna þriggja ann­arra atriða. Stofn­unin komst að þeirri nið­ur­stöð­u að ófjár­magnað tap Íslands­pósts vegna erlendra send­inga á árunum 2013 til 2018 ­sé 1.463 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar.

Krafa upp á 2,6 millj­arða 

Í októ­ber á síð­asta ári sótti Íslands­póstur um fram­lag úr jöfn­un­ar­sjóð­i al­þjón­ust­u ­vegna fjög­urra þátta, hraða og tíðni send­inga, erlendra bréfa, dreif­ingar í dreif­býli og send­inga fyrir blinda. Alls hljóð­að­i krafa Íslands­pósts upp á rúm­lega 2,6 millj­arða á því ­tíma­bil­i ­sem sótt var fram­lag fyr­ir. Póst- og fjar­skipta­stofnun féllst á um­sókn félags­ins varð­andi erlend­ar ­póst­send­ing­ar en vís­aði hinum þremur frá. Stofn­unin vísar meðal ann­ars til þess að Íslands­pósti sé skylt að sinna alþjóð­legum skuld­bind­ingum Íslands vegna aðildar rík­is­ins að Alþjóða­póst­þjón­ustu­sam­band­inu.

Stofn­unin komst að þeirri nið­ur­stöðu að ófjár­mögnuð byrði Íslands­pósts vegna erlendra send­inga sé 1.463 millj­ónir króna tíma­bil­inu 30. októ­ber 2014 til 31. des­em­ber 2018 eða sem nemur 350 millj­ónum króna að með­al­tali á ári, sem jöfn­un­ar­sjóð­i al­þjón­ust­u er heim­ilt að greiða. Íslands­póstur hafði sótt um fram­lag upp á 1.640 millj­ónir vegna erlendra bréfa en vegna ­fyrn­ing­ar krafna og banns þess efnis að ekki sé heim­ilt að sækja um fram­lag vegna al­þjón­ust­u ­vegna þjón­ustu sem heyrir undir einka­rétt. Dreif­ing póst­send­ingum erlendis frá undir 50 grömm falla undir einka­rétt félags­ins. 

Auglýsing

Sjóð­ur­inn sem greiða á kostn­að­inn ekki til

Í lögum um ­póst­þjón­ustu er gert ráð fyrir því að til sé jöfn­un­ar­sjóður sem greiði fyrir alþjón­ustu­kostnað alþjón­ustu­veit­anda. Til að standa straum af mögu­legum fram­lögum úr sjóðnum skal inn­heimta jöfn­un­ar­gjald sem lagt er á rekstr­ar­leyf­is­hafa í hlut­falli við bók­færða veltu. Engin slíkur sjóður er hins vegar til í dag. 

Í frétt Póst- og fjar­skipta­stofn­unnar er jafn­framt bent á að nú liggi fyrir á Alþingi frum­varp til nýrra laga um póst­þjón­ustu, í því frum­varpi er lagt til að jöfn­un­ar­sjóður sé lagður niður og þess í stað kveðið á um að kostn­aður vegna al­þjón­ust­u muni verða greiddur úr rík­is­sjóði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckFrum­varp ­­sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra, um breyt­ingar á lögum um erlendar póst­send­ingar og raf­rænar send­inga hefur hins vegar verið sam­þykkt á Alþing­i. Breyt­ing­­arnar heim­ila Íslands­pósti að leggja sér­stakt gjald á við­tak­endur erlendra póst­send­inga. Sam­kvæmt frum­varp­inu er þetta gert til að bregð­ast við óbættum raun­kostn­aði Pósts­ins vegna erlendra pakka­­send­inga. Jafn­framt verji þetta í raun stöðu rík­­is­­sjóðs til fram­­tíðar litið og koma í veg fyrir að skattfé verði notað til að nið­­ur­greiða kostnað vegna send­inga frá útlönd­­um. 

Íslands­póstur hefur til­kynnt að frá og með 3. júní bæt­ist send­ing­ar­gjald við send­ingar sem koma með Póst­inum frá útlönd­um. Send­ing­ar­gjaldið verður 400 krónur fyrir send­ingar frá Evr­ópu en 600 krónur fyrir send­ingar frá löndum utan Evr­ópu og er því ætlað að standa undir kostn­aði við dreif­ingu.

1,5 millj­­arða króna lán frá rík­­inu

 Ís­lands­­­­póst­­­ur, sem er í eigu rík­s­ins og sinnir alþjón­ust­u­­skyldu, tap­aði 293 millj­­­ónum á árinu 2018 en hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins var 216 millj­­­ónir árið á und­­­an. Fjár­­­hags­­­staða Íslands­­­­­pósts hefur verið var­huga­verð um nokkurn tíma en í sept­­em­ber í fyrra leit­aði Íslands­­­póstur á náðir rík­­is­ins og fékk 500 millj­­ónir króna að láni til að bregð­­­ast við lausa­­­fjár­­­skorti eftir að við­­­skipta­­­banki þess, Lands­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­ari lán­veit­ing­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­­arð til við­­­­bót­­­­ar.

Frétta­blaðið greindi frá því í mars síð­ast­liðnum að Póst- og fjar­skipta­stofnun teldi að lausa­fjár­vandi Íslands­pósts væri til­­kom­inn vegna fækk­unar einka­rétt­ar­bréfa ann­ars vegar og hins vegar mik­illa fjár­fest­inga sem ráð­ist var í á sama tíma og fjár­mögnun þeirra var ekki tryggð. Þetta kom fram í svari stofn­un­ar­innar við erind­i ­sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyts­ins þar sem óskað var eftir því að stofn­unin gerði grein fyrir hvernig eft­ir­liti stofn­un­ar­innar með fjár­hags­stöðu Íslands­pósts hefði verið hátt­að. ­Jafn­framt kom fram í svar­inu að þessi vandi hafi ekki verið opin­ber­aður af hálfu Íslands­póst fyrr en á síð­ari helm­ingi síð­asta árs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent