Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um aðgerðir í loftslagsmálum

Samstarfsvettvangur stjórnvalda og fulltrúa atvinnulífsins um loftlagsmál og grænar lausnir var settur á fót í dag. Verkefni vettvangsins er meðal annars að styðja við markaðs- og viðskiptaþróunarstarf fyrirtækja tengd loftlagsmálum.

Undirritun samkomulagsins.
Undirritun samkomulagsins.
Auglýsing

Full­trúar atvinnu­lífs­ins og stjórn­valda skrif­uðu í dag undir sam­komu­lag um sam­starfs­vett­vang um lofts­lags­mál og grænar lausn­ir. Mark­mið vett­vangs­ins er að bæta árangur Íslands í loft­lags­málum og miðla fjöl­breyttu fram­lagi lands­ins á því sviði. Þar á meðal er að stjórn­völd og atvinnu­lífið vinni í sam­ein­ingu að mark­mið­i ­stjórn­valda um kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040.

Skynja vilja íslensk atvinnu­lífs til að gera betur

Í til­kynn­ingu frá ­Stjórn­ar­ráð­in­u kemur fram að helstu verk­efni vett­vangs­ins séu meðal ann­ars kynn­ing á fjöl­breytti fram­lagi Íslands til lofts­lags­mála til þessa sem og mark­mið og stefnu til fram­tíð­ar. Þar á meðal verði miðlað íslenskum lausnum varð­andi nýt­ingu end­ur­nýj­an­legrar orku. Auk þess verði vett­vang­ur not­aður til að styðja við mark­aðs- og við­skipta­þró­un­ar­starf fyr­ir­tækja tengt lofts­lags­mál­u­m. Að lokum eigi vett­vang­ur­inn að tryggja virkt sam­starf stjórn­valda og atvinnu­lífs um aðgerðir í lofts­lags­mál­um, þar með talið um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040.  

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckKatrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra sagði við und­ir­ritun sam­komu­lags­ins í dag að rík­is­stjórnin legði mikla áherslu á að stemma stigu við loft­lags­vánna en ljóst væri að sam­fé­lagið allt þyrfti að taka þátt í þeirri bar­áttu. „Það er von mín að sá áfangi sem við náum í dag með stofnun sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og atvinnu­lífs um lofts­lags­mál og grænar lausnir muni skila miklum árangri. Það er ánægju­legt að skynja mik­inn vilja íslensks atvinnu­lífs til að gera bet­ur, nú þarf að virkja kraft­inn til góðra verka á þessu svið­i,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Unnur Brá og Sig­urður for­menn vett­vangs­ins 

Fjöldi fyr­ir­tækja og sam­taka standa að ­sam­starfs­vett­vang­in­um en á meðal stofn­að­ila eru Orku­veita Reykja­vík­ur, Lands­virkj­un, Ri­o T­in­to á Ís­landi, for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Bænda­sam­tök Íslands. Í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins kemur jafn­framt fram að fyr­ir­tækj­um, sam­tökum og stofn­unum sem láta sig þessi mál varða sé vel­komið að ger­ast aðilar að sam­starfs­vett­vangnum í fram­hald­inu.

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, aðstoð­ar­maður rík­is­stjórn­ar­inn­ar, er for­maður vett­vangs­ins ásamt Sig­urði Hann­essyni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka Iðn­að­ar­ins. Sig­urður segir að ­sam­starfs­vett­vang­ur­inn sé mikið fagn­að­ar­efni en hann segir að án sam­starfs atvinnu­lífs og stjórn­valda í lofts­lags­málum sé ekki hægt að ná til­ætl­uðum árangri. 

Sigurður Hannesson, framkvæmastjóri Samtaka Iðnaðarins. Mynd: Bára Huld BeckHann seg­ir ­jafn­fram­t að þörf sé á nýrri hugsun og nýrri tækni til að ná þeim metn­að­ar­fullu mark­miðum sem ­sett ­séu fram í mála­flokkn­um. „Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa þegar hafið þá veg­ferð að draga úr los­un, nýta grænar lausnir í sinni starf­semi eða ráð­ast í mót­væg­is­að­gerð­ir. Meðal fyr­ir­tækja ríkir mik­ill metn­aður og vilji til að gera enn meira og betur svo mark­mið stjórn­valda um kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040 verði að veru­leika. Þá geta íslensk fyr­ir­tæki miðlað þekk­ingu og grænum lausnum sem nýst geta öðrum löndum til að draga úr losun enda eru lofts­lags­mál hnatt­rænn vand­i,“ segir Sig­urð­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent