Nítján starfsmönnum sagt upp hjá Isavia

Isavia hefur sagt upp 19 starfsmönnum og til viðbótar boðið 15 starfsmönnum lægra starfshlutfall. Uppsagnirnar koma til vegna brotthvarfs Wow air í mars síðastliðnum og breyttri flug­á­ætl­un Icelandair í kjöl­far kyrr­setn­ingar á Max vél­u­m ­Boeing.

Öryggisvörður í Leifsstöð
Auglýsing

Isa­vi­a til­kynnt­i á fundi með starfs­mönn­um ­fé­lags­ins í dag að 19 starfs­mönnum hefur verið sagt um hjá félag­inu og til við­bótar býðst 15 starfs­mönnum lægra starfs­hlut­fall. Um er að ræða ­starfs­menn ­sem starfa meðal ann­ars við örygg­is­leit og far­þega­þjón­ustu. Í til­kynn­ing­u frá félag­inu segir að ­upp­sagn­irn­ar komI aðal­lega til vegna brott­hvarfs WOW a­ir í mars síð­ast­liðn­um. 

Kyrr­setn­ing á Max vélum Boeing einnig haft áhrif

Í til­kynn­ing­unn­i ­segir að áður hafi verið dregið úr sum­ar­ráðn­ingum hjá Isa­vi­a á­samt því að fjöl­mörgum fyr­ir­hug­uðum ráðn­ingum hefur verið frestað og breyt­ingar hafa verið gerðar á fyr­ir­komu­lagi vakta­kerfa. Þessar aðgerðir hafa þegar náð til ýmissa starfs­stöðv­a Isa­via, þar á meðal til skrif­stofu­starfa.

Umsvif í þjón­ustu vegna milli­lands­lands­flugs er minni en áætl­anir Isa­via gerð­u ráð ­fyrir vegna gjald­þrot WOW a­ir ­fyrr á árinu en einnig hefur breytt flug­á­ætl­un Icelanda­ir í kjöl­far kyrr­setn­ingar á Max vél­u­m ­Boein­g haft áhrif. Því segir félagið að óhjá­kvæmi­legt sé að grípa til þess­ara aðgerða.

Auglýsing

Laun for­stjóra félags­ins hækkað um rúm 43 pró­sent 

Í mars greindi Kjarn­inn frá því að heild­­­ar­­­laun ­­Björns Óla Hauks­­­son­­­ar, for­­­stjóra Isa­via, hafi hækkað um 43,3 pró­­sent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjara­ráði árið 2017 til stjórn­­­ar ­­fyr­ir­tæk­is­ins á ný. 

Mán­að­ar­laun for­stjór­ans hækk­uði úr 1.748.000 krónum á mán­uði í nóv­­em­ber 2017 í 2.504.884 í maí 2018 eða um rúm 750 þús­und á tæpu ári. Þetta kom fram í svari Isa­vi­a við fyr­ir­­­spurn fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins um hvernig fyr­ir­tækið hefði brugð­ist við til­­­mælum sem beint var til fyr­ir­tækja í rík­­i­s­eigu í jan­úar 2017 er varðar launa­á­kvarð­­anir og starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra. 

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent