Nítján starfsmönnum sagt upp hjá Isavia

Isavia hefur sagt upp 19 starfsmönnum og til viðbótar boðið 15 starfsmönnum lægra starfshlutfall. Uppsagnirnar koma til vegna brotthvarfs Wow air í mars síðastliðnum og breyttri flug­á­ætl­un Icelandair í kjöl­far kyrr­setn­ingar á Max vél­u­m ­Boeing.

Öryggisvörður í Leifsstöð
Auglýsing

Isa­vi­a til­kynnt­i á fundi með starfs­mönn­um ­fé­lags­ins í dag að 19 starfs­mönnum hefur verið sagt um hjá félag­inu og til við­bótar býðst 15 starfs­mönnum lægra starfs­hlut­fall. Um er að ræða ­starfs­menn ­sem starfa meðal ann­ars við örygg­is­leit og far­þega­þjón­ustu. Í til­kynn­ing­u frá félag­inu segir að ­upp­sagn­irn­ar komI aðal­lega til vegna brott­hvarfs WOW a­ir í mars síð­ast­liðn­um. 

Kyrr­setn­ing á Max vélum Boeing einnig haft áhrif

Í til­kynn­ing­unn­i ­segir að áður hafi verið dregið úr sum­ar­ráðn­ingum hjá Isa­vi­a á­samt því að fjöl­mörgum fyr­ir­hug­uðum ráðn­ingum hefur verið frestað og breyt­ingar hafa verið gerðar á fyr­ir­komu­lagi vakta­kerfa. Þessar aðgerðir hafa þegar náð til ýmissa starfs­stöðv­a Isa­via, þar á meðal til skrif­stofu­starfa.

Umsvif í þjón­ustu vegna milli­lands­lands­flugs er minni en áætl­anir Isa­via gerð­u ráð ­fyrir vegna gjald­þrot WOW a­ir ­fyrr á árinu en einnig hefur breytt flug­á­ætl­un Icelanda­ir í kjöl­far kyrr­setn­ingar á Max vél­u­m ­Boein­g haft áhrif. Því segir félagið að óhjá­kvæmi­legt sé að grípa til þess­ara aðgerða.

Auglýsing

Laun for­stjóra félags­ins hækkað um rúm 43 pró­sent 

Í mars greindi Kjarn­inn frá því að heild­­­ar­­­laun ­­Björns Óla Hauks­­­son­­­ar, for­­­stjóra Isa­via, hafi hækkað um 43,3 pró­­sent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjara­ráði árið 2017 til stjórn­­­ar ­­fyr­ir­tæk­is­ins á ný. 

Mán­að­ar­laun for­stjór­ans hækk­uði úr 1.748.000 krónum á mán­uði í nóv­­em­ber 2017 í 2.504.884 í maí 2018 eða um rúm 750 þús­und á tæpu ári. Þetta kom fram í svari Isa­vi­a við fyr­ir­­­spurn fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins um hvernig fyr­ir­tækið hefði brugð­ist við til­­­mælum sem beint var til fyr­ir­tækja í rík­­i­s­eigu í jan­úar 2017 er varðar launa­á­kvarð­­anir og starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent