SGS og Efling vísa kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara

Viðræður Starfsgreinasambandsins og Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa aðilar átt fimm formlega fundi. Þau hafa nú ákveðið að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

Efling - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Starfs­greina­sam­band Íslands og Efl­ing hafa vísað kjara­deilu við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga til rík­is­sátta­semj­ara. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá­ SGS og Efl­ingu í dag. 

Í henni segir að við­ræður Starfs­greina­sam­bands­ins og Efl­ingar við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga um nýjan kjara­samn­ing hafi staðið yfir und­an­farnar vikur og hafi aðilar átt fimm form­lega fundi. Fyrir utan kröfu­gerð aðila um eðli­legar kjara­bætur í sam­ræmi við samn­inga á almenna mark­aðnum og önnur mál, hafi verka­lýðs­fé­lögin kraf­ist þess að Sam­band sveit­ar­fé­lag­anna efni sam­komu­lag um jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda fyrir starfs­fólk sveit­ar­fé­laga innan aðild­ar­fé­laga ASÍ. Um þessa jöfnun hafi nú þegar verið samið við Reykja­vík­ur­borg og ríkið fyrir hönd þessa hóps.

Auglýsing

 „Það kom því mjög á óvart þegar full­trúar sveit­ar­fé­lag­anna neit­uðu með öllu að ræða þessa eðli­legu jöfnun þrátt fyrir fyrri fyr­ir­heit þar að lút­andi í tengslum við kjara­samn­inga 2015 og vilja ekki kann­ast við fyrri sam­þykkt­ir. Í síð­ustu kjara­samn­ingum voru sér­stak­lega tekin frá 1,5% til að jafna líf­eyr­is­rétt­ind­ind­in. Það er ótrú­legt að sveit­ar­fé­lögin telji það eðli­legt að félags­menn okkar búi við lök­ustu líf­eyr­is­kjörin í land­inu.

Starfs­greina­sam­bandið og Efl­ing eiga engan annan kost eftir þessa þver­móðsku­fullu afstöðu Sam­bands­ins en að vísa deil­unni til Rík­is­sátta­semj­ara. Af hálfu SGS og Efl­ingar kemur ekki til greina að halda við­ræðum áfram nema að líf­eyr­is­rétt­indi starfs­fólks sveit­ar­fé­lag­anna innan ASÍ verði jöfnuð í sam­ræmi við fyrri lof­orð,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent