SGS og Efling vísa kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara

Viðræður Starfsgreinasambandsins og Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa aðilar átt fimm formlega fundi. Þau hafa nú ákveðið að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

Efling - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Starfs­greina­sam­band Íslands og Efl­ing hafa vísað kjara­deilu við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga til rík­is­sátta­semj­ara. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá­ SGS og Efl­ingu í dag. 

Í henni segir að við­ræður Starfs­greina­sam­bands­ins og Efl­ingar við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga um nýjan kjara­samn­ing hafi staðið yfir und­an­farnar vikur og hafi aðilar átt fimm form­lega fundi. Fyrir utan kröfu­gerð aðila um eðli­legar kjara­bætur í sam­ræmi við samn­inga á almenna mark­aðnum og önnur mál, hafi verka­lýðs­fé­lögin kraf­ist þess að Sam­band sveit­ar­fé­lag­anna efni sam­komu­lag um jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda fyrir starfs­fólk sveit­ar­fé­laga innan aðild­ar­fé­laga ASÍ. Um þessa jöfnun hafi nú þegar verið samið við Reykja­vík­ur­borg og ríkið fyrir hönd þessa hóps.

Auglýsing

 „Það kom því mjög á óvart þegar full­trúar sveit­ar­fé­lag­anna neit­uðu með öllu að ræða þessa eðli­legu jöfnun þrátt fyrir fyrri fyr­ir­heit þar að lút­andi í tengslum við kjara­samn­inga 2015 og vilja ekki kann­ast við fyrri sam­þykkt­ir. Í síð­ustu kjara­samn­ingum voru sér­stak­lega tekin frá 1,5% til að jafna líf­eyr­is­rétt­ind­ind­in. Það er ótrú­legt að sveit­ar­fé­lögin telji það eðli­legt að félags­menn okkar búi við lök­ustu líf­eyr­is­kjörin í land­inu.

Starfs­greina­sam­bandið og Efl­ing eiga engan annan kost eftir þessa þver­móðsku­fullu afstöðu Sam­bands­ins en að vísa deil­unni til Rík­is­sátta­semj­ara. Af hálfu SGS og Efl­ingar kemur ekki til greina að halda við­ræðum áfram nema að líf­eyr­is­rétt­indi starfs­fólks sveit­ar­fé­lag­anna innan ASÍ verði jöfnuð í sam­ræmi við fyrri lof­orð,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent