Nærri fimmtungur af öllum starfandi eru innflytjendur

Innflytjendur voru að jafnaði 19,2 prósent af öllum starfandi hér á landi á fyrsta ársfjórðungi 2019. Þá hefur hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi farið vaxandi í öllum landshlutum frá árinu 2013 en hæst er hlutfallið á Suðurnesjum og á Vestfjörðum.

1. maí 2019
Auglýsing

Inn­flytj­endur eru tæp­lega 20 pró­sent af öllum starf­andi hér á landi eða alls 36.844 manns á aldr­inum 16 til 74 ára. Þá hefur hlut­fall inn­flytj­enda af fjölda starf­andi farið vax­andi í öllum lands­hlutum á síð­ustu árum. Á fyrsta árs­fjórð­ung­i var hlut­fall inn­flytj­enda af starf­andi hæst á Suð­ur­nesjum og Vest­fjörð­u­m. Þetta kemur fram í tölum Hag­stofu Íslands. 

Hlut­fall inn­flytj­enda farið vax­andi í öllum lands­hlutum

Hag­stofan tekur saman tölur um fjölda starf­andi sam­kvæmt skrá­ar­gögnum ná til allra ein­stak­linga með atvinnu­tekjur sem eru gefnar upp til stað­greiðslu. Það eru laun vegna vinnu, fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur og reiknað end­ur­gjald.  Að jafn­aði voru 192.232 manns á aldr­inum 16 til 74 ára starf­andi hér á landi á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019. Af þeim voru 47 pró­sent konur og 53 pró­sent karl­ar. 

Þegar horft er til búsetu  voru starf­andi með skráð lög­heim­ili á Íslandi að jafn­aði 98 pró­sent allra starf­andi. Af inn­flytj­end­um voru um 90 pró­sent með­ lög­heim­il­i á Íslandi. Hag­stofan skil­greinir inn­flytj­endur sem ein­stak­linga sem fæddir eru erlendis og eiga for­eldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlend­is.

Mynd: Hagstofan

Frá fyrsta árs­fjórð­ungi 2013 hefur hlut­fall inn­flytj­enda af fjölda starf­andi farið vax­andi í öllum lands­hlutum sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar. Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 var hlut­fallið hæst á Suð­ur­nesjum og á Vest­fjörðum eða á bil­inu 25 til 30 pró­sent af öllum starf­andi. Þá er hlut­fallið lægst á Norðvesturlandi.

Auglýsing

Inn­flytj­endur með 8 pró­sent lægri laun en inn­lendir

Í grein­ingu Hag­stof­unnar á launa­mun inn­flytj­enda og inn­lendra fyrir tíma­bilið 2008 til 2017 kemur fram að inn­­flytj­endur hér á landi eru að jafn­­aði með tæp­­lega 8 pró­­sent lægri laun en inn­­­lendir hér á landi. Það er að teknu til­­liti til kyns, ald­­ur­s, ­­mennt­un­­ar, fjöl­­skyld­u­haga, búsetu og ýmissa starfstengdra þátta en með því að leið­rétta fyrir þessum þáttum fæst skýr­­ari mynd af þeim áhrifum sem bak­grunnur hefur á laun hér á land­i. 

Skil­yrt­ur ­launa­mun­ur var 10 pró­­sent í störfum ræst­inga­­fólks og aðstoð­­ar­­fólks í möt­u­­neytum milli inn­­­lendra og inn­­flytj­enda, 11 pró­­sent í störfum verka­­fólks við hand­­sam­­setn­ingu og 8 pró­­sent í störfum við barna­­gæslu. 

Enn fremur kemur fram í grein­ingu Hag­stof­unnar að  inn­­flytj­end­­ur ­­fæddir á Norð­­ur­lönd­unum að jafn­­aði með hærri laun en inn­­flytj­endur fæddir í öðrum lönd­­um. Til dæmis eru inn­­flytj­endur frá Vest­­ur­-­­Evr­­ópu að jafn­­aði með 4 pró­­sent lægri laun en inn­­flytj­endur frá Norð­­ur­lönd­unum og inn­­flytj­endur frá Aust­­ur-­­Evr­­ópu að jafn­­aði með 6 pró­­sent lægri laun. Lægstu laun­in, miðað við inn­­flytj­endur frá Norð­­ur­lönd­un­um, hafa inn­­flytj­endur frá Asíu, eða 7 pró­­sent að jafn­­aði.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent