Lagt til að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn minnisblað þar sem mælst er til þess að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni á komandi hausti.

Hvassahraun
Hvassahraun
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lagði í morgun fyrir ríkisstjórn minnisblað þar sem lagt er til að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni á komandi hausti. Kostnaður við þær er áætlaður 30 til 50 milljónir króna og myndu þær taka allt að tvö ár. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans.

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: Bára Huld BeckÍ svarinu segir jafnframt að hugmyndir hafi verið uppi um að hagkvæmara sé að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni en halda áfram uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Af því tilefni hafi Icelandair fengið sérfræðing í gerð flugvalla, Doug F. Goldberg, til að áætla fyrir sig kostnað við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Niðurstaðan hafi verið sú að nýr flugvöllur í Hvassahrauni yrði ódýrari en stækkunaráform Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Af þessu tilefni setti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið af stað starfshóp, undir formennsku Eyjólfs Árna Rafnssonar verkfræðings, til að skoða málið nánar. Starfshópurinn, sem skilar skýrslu sinni á næstu vikum, fékk sama ráðgjafa, Doug F. Goldberg, til að áætla fyrir sig kostnað við gerð flugvallar í Hvassahrauni með sömu afköst og þjónustu og Isavia reiknaði með í sínum áætlunum fyrir Keflavíkurflugvöll árið 2025.

Auglýsing

Að lágmarki 15 ár frá ákvörðun þar til flugvöllurinn er tilbúinn til notkunar

Samkvæmt ráðuneytinu er mikilvægt að ljúka nauðsynlegum veðurmælingum og flugprófunum á svæðinu áður en hægt er að taka ákvörðun um það sem mögulegt flugvallarstæði. Í framhaldi þyrfti svo að fara í viðræður við sveitarfélögin og landeigendur, vinna að skipulagsbreytingum og vinna umhverfismat.

Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að ferli fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni og svo bygging vallarins og ýmissa mannvirkja taki að lágmarki 15 ár frá ákvörðun þar til flugvöllurinn er tilbúinn til notkunar. Reyndar ráðleggi OECD að miðað sé við 20 til 30 ár að lágmarki með öllum undirbúningi þegar nýr flugvöllur er byggður. Af þessu sé ljóst að ef ekki á að stöðva vaxtarmöguleika flugs og ferðaþjónustu hér á landi næstu 15 til 20 árin þurfi að halda áfram uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli.

Leifsstöð Mynd: Isavia

„Engu að síður kann að verða hagkvæmt á síðari stigum, ef vöxtur í flugi heldur áfram, að mæta þeim vexti með byggingu flugvallar í Hvassahrauni en þá þarf að undirbúa það með góðum fyrirvara. Af þeirri ástæðu er talið skynsamlegt að kynna hugmyndirnar fyrir sveitarfélögunum sem hlut eiga að máli, ráðast sem fyrst í þær veðurmælingar og flugprófanir sem þörf er á, en kostnaður við þær er áætlaður 30 til 50 milljónir króna og að þær taki allt að tvö ár. Þessar athuganir eru jafnframt nauðsynlegar ef byggja á upp í Hvassahrauni aðstöðu fyrir innanlands- eða kennsluflug sem brýnt er orðið,“ segir í svarinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent