Lagt til að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn minnisblað þar sem mælst er til þess að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni á komandi hausti.

Hvassahraun
Hvassahraun
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lagði í morgun fyrir ríkisstjórn minnisblað þar sem lagt er til að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni á komandi hausti. Kostnaður við þær er áætlaður 30 til 50 milljónir króna og myndu þær taka allt að tvö ár. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans.

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: Bára Huld BeckÍ svarinu segir jafnframt að hugmyndir hafi verið uppi um að hagkvæmara sé að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni en halda áfram uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Af því tilefni hafi Icelandair fengið sérfræðing í gerð flugvalla, Doug F. Goldberg, til að áætla fyrir sig kostnað við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Niðurstaðan hafi verið sú að nýr flugvöllur í Hvassahrauni yrði ódýrari en stækkunaráform Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Af þessu tilefni setti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið af stað starfshóp, undir formennsku Eyjólfs Árna Rafnssonar verkfræðings, til að skoða málið nánar. Starfshópurinn, sem skilar skýrslu sinni á næstu vikum, fékk sama ráðgjafa, Doug F. Goldberg, til að áætla fyrir sig kostnað við gerð flugvallar í Hvassahrauni með sömu afköst og þjónustu og Isavia reiknaði með í sínum áætlunum fyrir Keflavíkurflugvöll árið 2025.

Auglýsing

Að lágmarki 15 ár frá ákvörðun þar til flugvöllurinn er tilbúinn til notkunar

Samkvæmt ráðuneytinu er mikilvægt að ljúka nauðsynlegum veðurmælingum og flugprófunum á svæðinu áður en hægt er að taka ákvörðun um það sem mögulegt flugvallarstæði. Í framhaldi þyrfti svo að fara í viðræður við sveitarfélögin og landeigendur, vinna að skipulagsbreytingum og vinna umhverfismat.

Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að ferli fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni og svo bygging vallarins og ýmissa mannvirkja taki að lágmarki 15 ár frá ákvörðun þar til flugvöllurinn er tilbúinn til notkunar. Reyndar ráðleggi OECD að miðað sé við 20 til 30 ár að lágmarki með öllum undirbúningi þegar nýr flugvöllur er byggður. Af þessu sé ljóst að ef ekki á að stöðva vaxtarmöguleika flugs og ferðaþjónustu hér á landi næstu 15 til 20 árin þurfi að halda áfram uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli.

Leifsstöð Mynd: Isavia

„Engu að síður kann að verða hagkvæmt á síðari stigum, ef vöxtur í flugi heldur áfram, að mæta þeim vexti með byggingu flugvallar í Hvassahrauni en þá þarf að undirbúa það með góðum fyrirvara. Af þeirri ástæðu er talið skynsamlegt að kynna hugmyndirnar fyrir sveitarfélögunum sem hlut eiga að máli, ráðast sem fyrst í þær veðurmælingar og flugprófanir sem þörf er á, en kostnaður við þær er áætlaður 30 til 50 milljónir króna og að þær taki allt að tvö ár. Þessar athuganir eru jafnframt nauðsynlegar ef byggja á upp í Hvassahrauni aðstöðu fyrir innanlands- eða kennsluflug sem brýnt er orðið,“ segir í svarinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent