Lagt til að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn minnisblað þar sem mælst er til þess að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni á komandi hausti.

Hvassahraun
Hvassahraun
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lagði í morgun fyrir ríkisstjórn minnisblað þar sem lagt er til að veðurmælingar og flugprófanir hefjist í Hvassahrauni á komandi hausti. Kostnaður við þær er áætlaður 30 til 50 milljónir króna og myndu þær taka allt að tvö ár. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans.

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: Bára Huld BeckÍ svarinu segir jafnframt að hugmyndir hafi verið uppi um að hagkvæmara sé að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni en halda áfram uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Af því tilefni hafi Icelandair fengið sérfræðing í gerð flugvalla, Doug F. Goldberg, til að áætla fyrir sig kostnað við nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Niðurstaðan hafi verið sú að nýr flugvöllur í Hvassahrauni yrði ódýrari en stækkunaráform Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Af þessu tilefni setti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið af stað starfshóp, undir formennsku Eyjólfs Árna Rafnssonar verkfræðings, til að skoða málið nánar. Starfshópurinn, sem skilar skýrslu sinni á næstu vikum, fékk sama ráðgjafa, Doug F. Goldberg, til að áætla fyrir sig kostnað við gerð flugvallar í Hvassahrauni með sömu afköst og þjónustu og Isavia reiknaði með í sínum áætlunum fyrir Keflavíkurflugvöll árið 2025.

Auglýsing

Að lágmarki 15 ár frá ákvörðun þar til flugvöllurinn er tilbúinn til notkunar

Samkvæmt ráðuneytinu er mikilvægt að ljúka nauðsynlegum veðurmælingum og flugprófunum á svæðinu áður en hægt er að taka ákvörðun um það sem mögulegt flugvallarstæði. Í framhaldi þyrfti svo að fara í viðræður við sveitarfélögin og landeigendur, vinna að skipulagsbreytingum og vinna umhverfismat.

Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að ferli fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni og svo bygging vallarins og ýmissa mannvirkja taki að lágmarki 15 ár frá ákvörðun þar til flugvöllurinn er tilbúinn til notkunar. Reyndar ráðleggi OECD að miðað sé við 20 til 30 ár að lágmarki með öllum undirbúningi þegar nýr flugvöllur er byggður. Af þessu sé ljóst að ef ekki á að stöðva vaxtarmöguleika flugs og ferðaþjónustu hér á landi næstu 15 til 20 árin þurfi að halda áfram uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli.

Leifsstöð Mynd: Isavia

„Engu að síður kann að verða hagkvæmt á síðari stigum, ef vöxtur í flugi heldur áfram, að mæta þeim vexti með byggingu flugvallar í Hvassahrauni en þá þarf að undirbúa það með góðum fyrirvara. Af þeirri ástæðu er talið skynsamlegt að kynna hugmyndirnar fyrir sveitarfélögunum sem hlut eiga að máli, ráðast sem fyrst í þær veðurmælingar og flugprófanir sem þörf er á, en kostnaður við þær er áætlaður 30 til 50 milljónir króna og að þær taki allt að tvö ár. Þessar athuganir eru jafnframt nauðsynlegar ef byggja á upp í Hvassahrauni aðstöðu fyrir innanlands- eða kennsluflug sem brýnt er orðið,“ segir í svarinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent