Mögulega heppilegra ef aðrir hefðu rannsakað neyðarlánið

Nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að líklega verði fjallað um skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu neyðarlánsins á vettvangi nefndarinnar. Það kunni að vera að heppilegra hefði verið að aðrir en Seðlabankinn hefðu rannsakað málið.

Screen Shot 2019-05-29 at 08.46.37.png
Auglýsing

„Hefði verið heppilegra ef einhver utanaðkomandi gerði þetta? Það kann vel að vera og þá þarf að búa um slík mál gaumgæfilega þannig að þeir sem það hefðu gert hefðu haft fullar rannsóknarheimildir til að komast að þessu.“

Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í vikunni. Jón Steindór lagði í fyrra fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem hann fór fram á að fá upplýsingar um ráðstöfun neyðarlánsins sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, upplýsingar um hvernig ákvörðun um lánið var veitt og hvernig innheimtur af láninu voru.

Í svari sínu við fyrirspurninni beindi forsætisráðherra því til Seðlabanka Íslands að hann myndi óska eftir upplýsingum um þá ráðstöfun frá Kaupþingi ehf., slitabúi hins fallna banka.

Auglýsing

Skýrsla Seðlabankans um veitingu lánsins var síðan birt í fyrradag.

Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan:


Í skýrslunni, sem birt var á mánudag, kemur fram að ekki hafi verið unnið í samræmi við bankastjórnarsamþykkt um veitingu þrautarvaralána, sem hafði verið sett í apríl 2008, þegar neyðarlánið var veitt. Þar er einnig staðfest að engin formleg lánabeiðni hafi legið fyrir í seðlabankanum, að lánið hafi verið greitt út áður en gengið var frá lánapappírum og formlegum veðtökugögnum. Auk þess er einungis varpað ljósi á ráðstöfun á fé út úr Kaupþingi af einum bankareikningi eftir veitingu neyðarlánsins, þess reiknings sem lánið var greitt inn á.

Jón Steindór segir að það hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort og þá hvernig verði unnið með niðurstöðu skýrslunnar á vettvangi Alþingis. „Ég held að maður muni nú í fyrsta lagi lesa þessa skýrslu gaumgæfilega og reyna að átta sig á því hvað vanti upp á og hvað sé ósagt þarna. Mér þykir ekkert óeðlilegt að ég muni óska eftir því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að það verði fjallað um skýrsluna og hvort að hún gefi nefndinni nefndinni einhvert tilefni til skoðunar á málinu eða frekari upplýsingaöflunar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent