Lán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til sjóðsfélaga drógust saman í fyrra

Mikill viðsnúningur varð á því hvers konar lán sjóðsfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sóttust í að taka hjá sjóðnum á síðasta ári. Þá voru breytileg verðtryggð lán 42 prósent allra tekinna lána, en voru 18 prósent árið áður.

Sjóðsfélögum bjóðast ýmist verðtryggð eða óverðtryggð lán sem geta verið á breytilegum eða föstum vöxtum.
Sjóðsfélögum bjóðast ýmist verðtryggð eða óverðtryggð lán sem geta verið á breytilegum eða föstum vöxtum.
Auglýsing

Ný lán Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna til sjóðs­fé­laga sinna dróg­ust saman um 7,1 millj­arða króna á síð­asta ári. Á árinu 2017 lánað sjóð­ur­inn sjóðs­fé­lögum sínum alls 33,5 millj­arða króna í nýjar lán­veit­ingar en í fyrra nam heild­ar­upp­hæð slíkra lán­veit­inga 26,4 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum sem Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefur veitt Kjarn­an­um.

Lík­legt er að sam­drátt­ur­inn skýrist að hluta af þeirri ákvörðun sjóðs­ins að lækka veð­hlut­fall lána sinna úr 75 í 70 pró­sent vorið 2017. Á sama tíma breytti sjóð­ur­inn útlána­reglum sínum þannig að ekki var lengur miðað við mats­verð fast­eignar við útreikn­ing veð­láns, heldur fast­eigna­mat, nema þegar um lán­veit­ingu í tengslum við fast­eigna­við­skipta. Þetta þýddi að ekki var lengur hægt að end­ur­fjár­magna lán hjá sjóðnum miðað við mark­aðsvirði heldur ein­ungis miðað við fast­eigna­mat, sem er oft­ast nær umtals­vert lægra, að minnsta kosti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing
Með þessu var sjóð­ur­inn að stíga á brems­una og að reyna að hægja á útlána­veit­ingum sín­um, en útlán sjóðs­ins hafa verið á meðal þeirra hag­stæð­ustu sem í boði eru fyrir þá sem upp­fylla skil­yrði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyrir lán­töku.  

Breyt­ing á eft­ir­spurn eftir lána­flokkum

Í tölum frá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna kemur einnig fram að umtals­verð breyt­ing hefur orðið á þeim lána­flokkum sem við­skipta­vinir sjóðs­ins eru að velja sér.

Árið 2017 voru til að mynda verð­tryggð lán með föstum vöxtum vin­sæl­asti kost­ur­inn, en 44 pró­sent allra nýrra veittra lána á því ári voru þess eðl­is. Á sama tíma voru óverð­tryggð lán 38 pró­sent og verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum ein­ungis 18 pró­sent.

Í fyrra varð algjör við­snún­ingur á þessu. Þá voru verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum lang­vin­sæl­asti lána­flokk­ur­inn, en 42 pró­sent allra nýrra lána Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna á árinu 2018 voru slík lán. Lán á föstum verð­tryggðum vöxtum dróg­ust mjög saman og voru ein­ungis 33 pró­sent nýrra veittra lána. Óverð­tryggðu lánin nán­ast helm­ing­uð­ust í krónum talið og voru 25 pró­sent veittra lána.

Auglýsing
Ástæðan fyrir þessu er meðal ann­ars sú að breyti­legir verð­tryggðir vextir sjóðs­ins hafa lækkað skarpt und­an­farin miss­eri á sama tíma og verð­bólga hefur haldið lág, að minnsta kosti í íslensku til­liti, yfir margra ára tíma­bil.

Hækka vexti á breyti­legum verð­tryggðum lánum

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag­inn 27. maí að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna hefði ákveðið að hækka breyt­i­­lega vexti verð­­tryggðra lána til sjóðs­fé­laga frá og með 1. ágúst næst­kom­andi úr 2,06 pró­­sentum í 2,26 pró­­sent.

Vextir sjóðs­ins nú eru þeir lægstu sem standa íbúða­­kaup­endum á Íslandi til boða. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,15 pró­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,18 pró­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­leg vaxta­­kjör á verð­­tryggðum lán­­um.

Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa ákveð­ins skulda­bréfa­­flokks stýri því hverjir vext­irnir eru mun stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Frá þessu er greint í frétt á vef Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna í síð­ustu viku. Þar kom einnig fram að vextir sjóðs­ins á föstum verð­tryggðum vöxtum frá og með föstu­deg­inum 24. maí úr 3,6 pró­sentum í 3,4 pró­sent. Vextir á slíkum lánum hald­ast óbreyttir út láns­tím­ann.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagt að ákvörðun líf­eyr­is­sjóðs­ins um að hækka vext­ina sé blaut tuska framan í verka­lýðs­hreyf­ing­una. Hann hefur þegar kallað eftir skrif­legum skýr­ingum vegna máls­ins og segir von á form­legum við­brögðum í þess­ari viku. „Þau við­brögð munu ekki fara fram­hjá ­nein­um,“ segir Ragn­ar. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent