Lán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til sjóðsfélaga drógust saman í fyrra

Mikill viðsnúningur varð á því hvers konar lán sjóðsfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sóttust í að taka hjá sjóðnum á síðasta ári. Þá voru breytileg verðtryggð lán 42 prósent allra tekinna lána, en voru 18 prósent árið áður.

Sjóðsfélögum bjóðast ýmist verðtryggð eða óverðtryggð lán sem geta verið á breytilegum eða föstum vöxtum.
Sjóðsfélögum bjóðast ýmist verðtryggð eða óverðtryggð lán sem geta verið á breytilegum eða föstum vöxtum.
Auglýsing

Ný lán Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna til sjóðs­fé­laga sinna dróg­ust saman um 7,1 millj­arða króna á síð­asta ári. Á árinu 2017 lánað sjóð­ur­inn sjóðs­fé­lögum sínum alls 33,5 millj­arða króna í nýjar lán­veit­ingar en í fyrra nam heild­ar­upp­hæð slíkra lán­veit­inga 26,4 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum sem Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefur veitt Kjarn­an­um.

Lík­legt er að sam­drátt­ur­inn skýrist að hluta af þeirri ákvörðun sjóðs­ins að lækka veð­hlut­fall lána sinna úr 75 í 70 pró­sent vorið 2017. Á sama tíma breytti sjóð­ur­inn útlána­reglum sínum þannig að ekki var lengur miðað við mats­verð fast­eignar við útreikn­ing veð­láns, heldur fast­eigna­mat, nema þegar um lán­veit­ingu í tengslum við fast­eigna­við­skipta. Þetta þýddi að ekki var lengur hægt að end­ur­fjár­magna lán hjá sjóðnum miðað við mark­aðsvirði heldur ein­ungis miðað við fast­eigna­mat, sem er oft­ast nær umtals­vert lægra, að minnsta kosti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing
Með þessu var sjóð­ur­inn að stíga á brems­una og að reyna að hægja á útlána­veit­ingum sín­um, en útlán sjóðs­ins hafa verið á meðal þeirra hag­stæð­ustu sem í boði eru fyrir þá sem upp­fylla skil­yrði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyrir lán­töku.  

Breyt­ing á eft­ir­spurn eftir lána­flokkum

Í tölum frá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna kemur einnig fram að umtals­verð breyt­ing hefur orðið á þeim lána­flokkum sem við­skipta­vinir sjóðs­ins eru að velja sér.

Árið 2017 voru til að mynda verð­tryggð lán með föstum vöxtum vin­sæl­asti kost­ur­inn, en 44 pró­sent allra nýrra veittra lána á því ári voru þess eðl­is. Á sama tíma voru óverð­tryggð lán 38 pró­sent og verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum ein­ungis 18 pró­sent.

Í fyrra varð algjör við­snún­ingur á þessu. Þá voru verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum lang­vin­sæl­asti lána­flokk­ur­inn, en 42 pró­sent allra nýrra lána Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna á árinu 2018 voru slík lán. Lán á föstum verð­tryggðum vöxtum dróg­ust mjög saman og voru ein­ungis 33 pró­sent nýrra veittra lána. Óverð­tryggðu lánin nán­ast helm­ing­uð­ust í krónum talið og voru 25 pró­sent veittra lána.

Auglýsing
Ástæðan fyrir þessu er meðal ann­ars sú að breyti­legir verð­tryggðir vextir sjóðs­ins hafa lækkað skarpt und­an­farin miss­eri á sama tíma og verð­bólga hefur haldið lág, að minnsta kosti í íslensku til­liti, yfir margra ára tíma­bil.

Hækka vexti á breyti­legum verð­tryggðum lánum

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag­inn 27. maí að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna hefði ákveðið að hækka breyt­i­­lega vexti verð­­tryggðra lána til sjóðs­fé­laga frá og með 1. ágúst næst­kom­andi úr 2,06 pró­­sentum í 2,26 pró­­sent.

Vextir sjóðs­ins nú eru þeir lægstu sem standa íbúða­­kaup­endum á Íslandi til boða. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,15 pró­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,18 pró­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­leg vaxta­­kjör á verð­­tryggðum lán­­um.

Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa ákveð­ins skulda­bréfa­­flokks stýri því hverjir vext­irnir eru mun stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Frá þessu er greint í frétt á vef Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna í síð­ustu viku. Þar kom einnig fram að vextir sjóðs­ins á föstum verð­tryggðum vöxtum frá og með föstu­deg­inum 24. maí úr 3,6 pró­sentum í 3,4 pró­sent. Vextir á slíkum lánum hald­ast óbreyttir út láns­tím­ann.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagt að ákvörðun líf­eyr­is­sjóðs­ins um að hækka vext­ina sé blaut tuska framan í verka­lýðs­hreyf­ing­una. Hann hefur þegar kallað eftir skrif­legum skýr­ingum vegna máls­ins og segir von á form­legum við­brögðum í þess­ari viku. „Þau við­brögð munu ekki fara fram­hjá ­nein­um,“ segir Ragn­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent