Lán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til sjóðsfélaga drógust saman í fyrra

Mikill viðsnúningur varð á því hvers konar lán sjóðsfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sóttust í að taka hjá sjóðnum á síðasta ári. Þá voru breytileg verðtryggð lán 42 prósent allra tekinna lána, en voru 18 prósent árið áður.

Sjóðsfélögum bjóðast ýmist verðtryggð eða óverðtryggð lán sem geta verið á breytilegum eða föstum vöxtum.
Sjóðsfélögum bjóðast ýmist verðtryggð eða óverðtryggð lán sem geta verið á breytilegum eða föstum vöxtum.
Auglýsing

Ný lán Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna til sjóðs­fé­laga sinna dróg­ust saman um 7,1 millj­arða króna á síð­asta ári. Á árinu 2017 lánað sjóð­ur­inn sjóðs­fé­lögum sínum alls 33,5 millj­arða króna í nýjar lán­veit­ingar en í fyrra nam heild­ar­upp­hæð slíkra lán­veit­inga 26,4 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum sem Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefur veitt Kjarn­an­um.

Lík­legt er að sam­drátt­ur­inn skýrist að hluta af þeirri ákvörðun sjóðs­ins að lækka veð­hlut­fall lána sinna úr 75 í 70 pró­sent vorið 2017. Á sama tíma breytti sjóð­ur­inn útlána­reglum sínum þannig að ekki var lengur miðað við mats­verð fast­eignar við útreikn­ing veð­láns, heldur fast­eigna­mat, nema þegar um lán­veit­ingu í tengslum við fast­eigna­við­skipta. Þetta þýddi að ekki var lengur hægt að end­ur­fjár­magna lán hjá sjóðnum miðað við mark­aðsvirði heldur ein­ungis miðað við fast­eigna­mat, sem er oft­ast nær umtals­vert lægra, að minnsta kosti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing
Með þessu var sjóð­ur­inn að stíga á brems­una og að reyna að hægja á útlána­veit­ingum sín­um, en útlán sjóðs­ins hafa verið á meðal þeirra hag­stæð­ustu sem í boði eru fyrir þá sem upp­fylla skil­yrði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyrir lán­töku.  

Breyt­ing á eft­ir­spurn eftir lána­flokkum

Í tölum frá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna kemur einnig fram að umtals­verð breyt­ing hefur orðið á þeim lána­flokkum sem við­skipta­vinir sjóðs­ins eru að velja sér.

Árið 2017 voru til að mynda verð­tryggð lán með föstum vöxtum vin­sæl­asti kost­ur­inn, en 44 pró­sent allra nýrra veittra lána á því ári voru þess eðl­is. Á sama tíma voru óverð­tryggð lán 38 pró­sent og verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum ein­ungis 18 pró­sent.

Í fyrra varð algjör við­snún­ingur á þessu. Þá voru verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum lang­vin­sæl­asti lána­flokk­ur­inn, en 42 pró­sent allra nýrra lána Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna á árinu 2018 voru slík lán. Lán á föstum verð­tryggðum vöxtum dróg­ust mjög saman og voru ein­ungis 33 pró­sent nýrra veittra lána. Óverð­tryggðu lánin nán­ast helm­ing­uð­ust í krónum talið og voru 25 pró­sent veittra lána.

Auglýsing
Ástæðan fyrir þessu er meðal ann­ars sú að breyti­legir verð­tryggðir vextir sjóðs­ins hafa lækkað skarpt und­an­farin miss­eri á sama tíma og verð­bólga hefur haldið lág, að minnsta kosti í íslensku til­liti, yfir margra ára tíma­bil.

Hækka vexti á breyti­legum verð­tryggðum lánum

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag­inn 27. maí að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna hefði ákveðið að hækka breyt­i­­lega vexti verð­­tryggðra lána til sjóðs­fé­laga frá og með 1. ágúst næst­kom­andi úr 2,06 pró­­sentum í 2,26 pró­­sent.

Vextir sjóðs­ins nú eru þeir lægstu sem standa íbúða­­kaup­endum á Íslandi til boða. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,15 pró­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,18 pró­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­leg vaxta­­kjör á verð­­tryggðum lán­­um.

Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa ákveð­ins skulda­bréfa­­flokks stýri því hverjir vext­irnir eru mun stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Frá þessu er greint í frétt á vef Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna í síð­ustu viku. Þar kom einnig fram að vextir sjóðs­ins á föstum verð­tryggðum vöxtum frá og með föstu­deg­inum 24. maí úr 3,6 pró­sentum í 3,4 pró­sent. Vextir á slíkum lánum hald­ast óbreyttir út láns­tím­ann.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagt að ákvörðun líf­eyr­is­sjóðs­ins um að hækka vext­ina sé blaut tuska framan í verka­lýðs­hreyf­ing­una. Hann hefur þegar kallað eftir skrif­legum skýr­ingum vegna máls­ins og segir von á form­legum við­brögðum í þess­ari viku. „Þau við­brögð munu ekki fara fram­hjá ­nein­um,“ segir Ragn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent