Lán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til sjóðsfélaga drógust saman í fyrra

Mikill viðsnúningur varð á því hvers konar lán sjóðsfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sóttust í að taka hjá sjóðnum á síðasta ári. Þá voru breytileg verðtryggð lán 42 prósent allra tekinna lána, en voru 18 prósent árið áður.

Sjóðsfélögum bjóðast ýmist verðtryggð eða óverðtryggð lán sem geta verið á breytilegum eða föstum vöxtum.
Sjóðsfélögum bjóðast ýmist verðtryggð eða óverðtryggð lán sem geta verið á breytilegum eða föstum vöxtum.
Auglýsing

Ný lán Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna til sjóðs­fé­laga sinna dróg­ust saman um 7,1 millj­arða króna á síð­asta ári. Á árinu 2017 lánað sjóð­ur­inn sjóðs­fé­lögum sínum alls 33,5 millj­arða króna í nýjar lán­veit­ingar en í fyrra nam heild­ar­upp­hæð slíkra lán­veit­inga 26,4 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum sem Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefur veitt Kjarn­an­um.

Lík­legt er að sam­drátt­ur­inn skýrist að hluta af þeirri ákvörðun sjóðs­ins að lækka veð­hlut­fall lána sinna úr 75 í 70 pró­sent vorið 2017. Á sama tíma breytti sjóð­ur­inn útlána­reglum sínum þannig að ekki var lengur miðað við mats­verð fast­eignar við útreikn­ing veð­láns, heldur fast­eigna­mat, nema þegar um lán­veit­ingu í tengslum við fast­eigna­við­skipta. Þetta þýddi að ekki var lengur hægt að end­ur­fjár­magna lán hjá sjóðnum miðað við mark­aðsvirði heldur ein­ungis miðað við fast­eigna­mat, sem er oft­ast nær umtals­vert lægra, að minnsta kosti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing
Með þessu var sjóð­ur­inn að stíga á brems­una og að reyna að hægja á útlána­veit­ingum sín­um, en útlán sjóðs­ins hafa verið á meðal þeirra hag­stæð­ustu sem í boði eru fyrir þá sem upp­fylla skil­yrði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyrir lán­töku.  

Breyt­ing á eft­ir­spurn eftir lána­flokkum

Í tölum frá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna kemur einnig fram að umtals­verð breyt­ing hefur orðið á þeim lána­flokkum sem við­skipta­vinir sjóðs­ins eru að velja sér.

Árið 2017 voru til að mynda verð­tryggð lán með föstum vöxtum vin­sæl­asti kost­ur­inn, en 44 pró­sent allra nýrra veittra lána á því ári voru þess eðl­is. Á sama tíma voru óverð­tryggð lán 38 pró­sent og verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum ein­ungis 18 pró­sent.

Í fyrra varð algjör við­snún­ingur á þessu. Þá voru verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum lang­vin­sæl­asti lána­flokk­ur­inn, en 42 pró­sent allra nýrra lána Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna á árinu 2018 voru slík lán. Lán á föstum verð­tryggðum vöxtum dróg­ust mjög saman og voru ein­ungis 33 pró­sent nýrra veittra lána. Óverð­tryggðu lánin nán­ast helm­ing­uð­ust í krónum talið og voru 25 pró­sent veittra lána.

Auglýsing
Ástæðan fyrir þessu er meðal ann­ars sú að breyti­legir verð­tryggðir vextir sjóðs­ins hafa lækkað skarpt und­an­farin miss­eri á sama tíma og verð­bólga hefur haldið lág, að minnsta kosti í íslensku til­liti, yfir margra ára tíma­bil.

Hækka vexti á breyti­legum verð­tryggðum lánum

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag­inn 27. maí að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna hefði ákveðið að hækka breyt­i­­lega vexti verð­­tryggðra lána til sjóðs­fé­laga frá og með 1. ágúst næst­kom­andi úr 2,06 pró­­sentum í 2,26 pró­­sent.

Vextir sjóðs­ins nú eru þeir lægstu sem standa íbúða­­kaup­endum á Íslandi til boða. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,15 pró­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,18 pró­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­leg vaxta­­kjör á verð­­tryggðum lán­­um.

Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa ákveð­ins skulda­bréfa­­flokks stýri því hverjir vext­irnir eru mun stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Frá þessu er greint í frétt á vef Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna í síð­ustu viku. Þar kom einnig fram að vextir sjóðs­ins á föstum verð­tryggðum vöxtum frá og með föstu­deg­inum 24. maí úr 3,6 pró­sentum í 3,4 pró­sent. Vextir á slíkum lánum hald­ast óbreyttir út láns­tím­ann.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagt að ákvörðun líf­eyr­is­sjóðs­ins um að hækka vext­ina sé blaut tuska framan í verka­lýðs­hreyf­ing­una. Hann hefur þegar kallað eftir skrif­legum skýr­ingum vegna máls­ins og segir von á form­legum við­brögðum í þess­ari viku. „Þau við­brögð munu ekki fara fram­hjá ­nein­um,“ segir Ragn­ar. 

Meira úr sama flokkiInnlent