Segir viðbrögð VR við vaxtahækkun muni ekki fara framhjá neinum

Formaður VR segir ákvörðun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að hækka breytilega verðtryggða vexti sína vera blauta tusku framan í verkalýðshreyfinguna. Brugðist verði formlega við ákvörðuninni í næstu viku, en VR skipar fjóra stjórnarmenn í stjórn sjóðsins.

Ragnar Þór Ingólfsson heldur ræðu 1. maí 2018
Auglýsing

VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, hefur kallað eftir skrif­legum skýr­ingum frá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna um ákvörðun sjóðs­ins um að hækka breyti­lega verð­tryggða vexti sína á hús­næð­is­lánum úr 2,06 pró­sent í 2,26 pró­sent, eða um tíu pró­sent, frá og með 1. ágúst næst­kom­andi.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að það sé mjög þungt hljóð í stjórn­ar­mönnum VR vegna máls­ins. Ákvörðun sjóðs­ins sé blaut tuska framan í verka­lýðs­hreyf­ing­una og vinni gegn mark­miðum henn­ar. „Við munum bregð­ast form­lega við þessu í næstu viku. Þau við­brögð munu ekki fara fram­hjá nein­um.“

Auglýsing
Stjórn VR til­­­nefnir helm­ing stjórn­­­ar­­manna í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna en sam­tök ýmissa atvinn­u­rek­enda hinn helm­ing­inn. Á yfir­stand­andi kjör­­tíma­bili er stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­ sjóðs­ins, Ólafur Reimar Gunn­ars­son, úr röðum þeirra sem VR til­­­nefn­­ir.

Ragnar ræddi þær áherslur sem hann og stjórn VR muni tala fyrir í stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins, sem er einn stærsti fjár­festir á Íslandi, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í febr­ú­ar. Þar sagði hann meðal ann­ars að þeim til­mælum yrði beint til stjórnar að haga sínum fjár­­­fest­ingum með þeim hætti að það verði ekki fjár­­­fest í fyr­ir­tækjum sem eru með kaup­rétt­­ar­­samn­inga eða ofur­­laun eða bónusa. „Eða haga sér með þeim hætti eins til dæmis eins og Almenna leig­u­­fé­lag­ið, að beina við­­skiptum sínum frá slíkum félög­­um. Það verða skýr skila­­boð sem við munum senda nýrri stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna.[...]Það eru skila­­boð sem mig langar að senda út inn í fjár­­­mála­­kerf­ið, að menn skulu þá hugsa sig tvisvar um þegar þeir fara gegn hags­munum launa­­fólks með þessum hætti, að við munum beita okkur með rót­tækri hætti heldur en áður hefur ver­ið.“Stjórnin ákveður vexti

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna hefði ákveðið að hækka breyt­i­­lega vexti verð­­tryggðra lána til sjóðs­fé­laga frá og með 1. ágúst næst­kom­andi úr 2,06 pró­­sentum í 2,26 pró­­sent.

Vextir sjóðs­ins nú eru þeir lægstu sem standa íbúða­­kaup­endum á Íslandi til boða. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,15 pró­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn (2,18 pró­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­leg vaxta­­kjör á verð­­tryggðum lán­­um.

Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa ákveð­ins skulda­bréfa­­flokks stýri því hverjir vext­irnir eru mun stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Frá þessu er greint í frétt á vef Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna í síð­ustu viku. Þar kom einnig fram að vextir sjóðs­ins á föstum verð­tryggðum vöxtum frá og með föstu­deg­inum 24. maí úr 3,6 pró­sentum í 3,4 pró­sent. Vextir á slíkum lánum hald­ast óbreyttir út láns­tím­ann.

Fastir verð­tryggðir vextir hafa verið umtals­vert hærri en breyti­legir vext­ir. Ef sjóðs­fé­lagi hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna tæki til að mynda 40 ára verð­tryggð lán hjá sjóðnum upp á 30 millj­ónir króna, miðað við 3,3 pró­sent verð­bólgu­spá, í dag þá myndi við­kom­andi greiða 94,9 millj­ónir króna í heild­ar­greiðslu ef hann tæki fasta vexti með jöfnum afborg­un­um. Ef við­kom­andi myndi hins vegar velja breyti­lega vexti með jöfnum afborg­un­um, og þeir myndu hald­ast óbreyttir eða lækka að með­al­tali á láns­tím­an­um, þá myndi við­kom­andi greiða 81,8 millj­ónir króna í heild­ar­greiðslu miðað við sömu for­send­ur.

Vextir mun lægri en hjá bönk­unum

Frá því að Líf­eyr­i­s­jóð­ur­ verzl­un­ar­manna hóf end­­ur­komu sína inn á íbúða­lána­­markað að alvöru haustið 2015, með því að hækka veð­hlut­fall lána, lækka vexti og lækka lán­­töku­gjald, hafa vextir lána hans ákvarð­­ast í sam­ræmi við breyt­ingu á ávöxt­un­­ar­­kröfu ákveð­ins skulda­bréfa­­flokks Íbúða­lána­­sjóðs (HFF150434.). Á und­an­­förnum árum hafa við­­skipti með þau bréf dreg­ist veru­­lega saman með þeim afleið­ingum að ávöxt­un­­ar­krafan hefur dreg­ist mikið sam­­an.

Afleið­ing þess hefur verið sú að vextir Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna hafa lækkað mjög mikið á skömmum tíma. Haustið 2015 voru vextir á breyt­i­­legum verð­­tryggðum lánum sjóðs­ins til að mynda 3,6 pró­­sent en þeir eru nú 2,06 pró­­sent og hafa aldrei verið lægri. Vext­irnir í dag eru því 42,7 pró­­sent lægri en árið 2015.

Auglýsing
Stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins hafa allir reynt að draga úr eft­ir­­spurn í íbúða­lán hjá sér und­an­farin mis­s­eri, m.a. með því að lækka veð­hlut­fall úr 75 í 70 pró­­sent. Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna gerði það strax vorið 2017.

Þeir sem eiga rétt á að taka íbúða­lán hjá líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins eru þó enn í mun betri stöðu en þeir sem þurfa að taka lán hjá við­­skipta­­bönk­­un­­um. Ef íbúð­­ar­­kaup­anda dugar að fá 70-75 pró­­sent lán þá getur hann tekið slík hjá líf­eyr­is­­sjóðum sem hann hefur greitt til og fengið breyt­i­­lega verð­­tryggða vexti sem eru frá 2,96 pró­­sent (Gildi) til 2,06 pró­­sent (Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna) eins og staðan er í dag.

Við­­skipta­­bank­­arnir þrír bjóða hins vegar upp á hærra veð­hlut­­fall, eða 80 til 85 pró­­sent af virði þeirrar eignar sem verið er að kaupa. Íslands­­­banki býður upp á lægstu breyt­i­­legu verð­­tryggðu vext­ina upp að 70 pró­­sent af virði fast­­eign­­ar, sem eru 3,40 pró­­sent. Ef við­kom­andi þarf að taka hærra lán þá þarf hann að bæta við sig við­­bót­­ar­láni á hærri vöxt­­um. Þannig er málum einnig háttað hjá Lands­­bank­­anum og Arion banka.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent