Ari leiðir skyrútrásina

Nýr aðstoðarforstjóri hefur verið ráðinn hjá MS. Forstjórinn verður nú meira með augun á vaxandi umsvifum erlendis.

iseyin.jpg
Auglýsing

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, hefur tekið við stjórn dótt­ur­fyr­ir­tæk­is­ins Ísey útflutn­ings og Jón Axel Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri þess, látið af störf­um. Þá hefur Pálmi Vil­hjálms­son, fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu- og rekstr­ar­sviðs MS, verið ráð­inn aðstoð­ar­for­stjóri

Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag, og segir Ari í við­tali við blaðið að nú sé starf­semin að vaxa hratt erlend­is. „Við erum að leggja enn meiri áherslu á erlendu starf­sem­ina, bæði með því að efla það sem við höfum verið að gera og skipu­leggja í hvaða formi hún eigi að vera í fram­tíð­inni. Talið var mik­il­vægt að for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins leiddi sjálfur þá vinn­u,“ segir Ari. 

Erlend starf­semi MS hefur farið veru­lega vax­andi. Skyr MS nýtur vax­andi vin­sælda, en Ísey vöru­merki félags­ins er nú fáan­legt á 16 mörk­uðum um allan heim, og Jap­an, Nýja-­Sjá­land og Ástr­alía muni brátt bæt­ast við. Vax­andi umsvif kalli á að miðið hjá fyr­ir­tæk­inu verði stillt, og stefnan tekin á frek­ari vöxt erlend­is, segir Ari í við­tali við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Jón Axel segir í frétta­til­kynn­ingu að hann haf átt góð 20 ár hjá fyr­ir­tæk­inu, og bjartir tímar séu framund­an. „Aukn­ingin á unda­förnum árum hefur verið mikil og það hefur komið afkomu MS fyr­ir­tæki í eigu íslenskra kúa­bænda vel. Það er ljóst að svona árangur næst ekki nema með öfl­ugu og góðu sam­starfs­fólki og réttum sam­starfs­að­il­um. Ég kveð þetta góða sam­starfs­fólk mitt sem ég hef lært mikið af með þakk­læti í huga og óska eft­ir­manni mínum Ara Edwald góðs gengis með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu Ísey til fram­tíð­ar," segir Jón Axel.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent