Ari leiðir skyrútrásina

Nýr aðstoðarforstjóri hefur verið ráðinn hjá MS. Forstjórinn verður nú meira með augun á vaxandi umsvifum erlendis.

iseyin.jpg
Auglýsing

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, hefur tekið við stjórn dótt­ur­fyr­ir­tæk­is­ins Ísey útflutn­ings og Jón Axel Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri þess, látið af störf­um. Þá hefur Pálmi Vil­hjálms­son, fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu- og rekstr­ar­sviðs MS, verið ráð­inn aðstoð­ar­for­stjóri

Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag, og segir Ari í við­tali við blaðið að nú sé starf­semin að vaxa hratt erlend­is. „Við erum að leggja enn meiri áherslu á erlendu starf­sem­ina, bæði með því að efla það sem við höfum verið að gera og skipu­leggja í hvaða formi hún eigi að vera í fram­tíð­inni. Talið var mik­il­vægt að for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins leiddi sjálfur þá vinn­u,“ segir Ari. 

Erlend starf­semi MS hefur farið veru­lega vax­andi. Skyr MS nýtur vax­andi vin­sælda, en Ísey vöru­merki félags­ins er nú fáan­legt á 16 mörk­uðum um allan heim, og Jap­an, Nýja-­Sjá­land og Ástr­alía muni brátt bæt­ast við. Vax­andi umsvif kalli á að miðið hjá fyr­ir­tæk­inu verði stillt, og stefnan tekin á frek­ari vöxt erlend­is, segir Ari í við­tali við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Jón Axel segir í frétta­til­kynn­ingu að hann haf átt góð 20 ár hjá fyr­ir­tæk­inu, og bjartir tímar séu framund­an. „Aukn­ingin á unda­förnum árum hefur verið mikil og það hefur komið afkomu MS fyr­ir­tæki í eigu íslenskra kúa­bænda vel. Það er ljóst að svona árangur næst ekki nema með öfl­ugu og góðu sam­starfs­fólki og réttum sam­starfs­að­il­um. Ég kveð þetta góða sam­starfs­fólk mitt sem ég hef lært mikið af með þakk­læti í huga og óska eft­ir­manni mínum Ara Edwald góðs gengis með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu Ísey til fram­tíð­ar," segir Jón Axel.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent