Eignir verðbréfasjóða halda áfram að vaxa

Eignir verðbréfasjóða hafa vaxið nokkuð að undanförnu, samkvæmt uppfærðum tölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðir eiga yfir 4.500 milljarða eignir.

Markaðir eftir Brexit
Auglýsing

Eignir verð­bréfa-, fjár­fest­ing­ar- og fag­fjár­festa­sjóða námu 877,2 millj­örðum króna í lok apríl og hækk­uðu um 25,9 millj­arða króna milli mán­aða, sam­kvæmt tölum Seðla­banka Íslandsyfir eignir í hag­kerf­inu.

Eignir verð­bréfa­sjóða, sem eru meðal ann­ars meðal hlut­hafa í skráðum félag­um, námu 153,9 millj­örðum króna og hækk­uðu um 2,7 millj­arða, eignir fjár­fest­ing­ar­sjóða námu 354,8 millj­örðum og hækk­uðu um 9,4 millj­arða króna, og eignir fag­fjár­festa­sjóða námu 368,5 millj­örðum og hækk­uðu um 13,9 millj­arða króna. 

Helstu breyt­ingar í mán­uð­inum má rekja til félaga um sér­hæfðar fjár­fest­ingar en eignir þeirra hækk­uðu um 10,6 millj­arða og eignir skulda­bréfa­sjóða hækk­uðu um 6,1 millj­arða króna. 

Auglýsing

Á meðal þeirra sem eru með eignir í vörslu hjá verð­bréfa-, fjár­fest­ing­ar- og fag­fjár­festa­sjóð­um, erum líf­eyr­is­sjóðir lands­manna. 

Í lok apríl var fjöldi sjóða 223, þ.e. 42 verð­bréfa­sjóð­ir, 59 fjár­fest­ing­ar­sjóðir og 122 fag­fjár­festa­sjóð­ir.

Eignir líf­eyr­is­sjóða lands­manna hafa vaxið tölu­vert að und­an­förnu, ekki síst vegna þess að erlendir eignir líf­eyr­is­sjóð­anna hafa farið vax­andi í krónum talið, sam­hliða veik­ingu krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um.

Eignir líf­eyr­is­sjóða námu 4.545 millj­örðum króna í lok mars og hækk­uðu um 94 millj­arða, eða 2,1 pró­sent, frá síð­asta mán­uð­i. 

Þar af voru eignir sam­trygg­inga­deilda 4.085 millj­arðar og sér­eigna­deilda 460 millj­arð­ar.

Í lok mars námu inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóða 3.275 millj­örðum króna. Þar af voru inn­lán í inn­lendum inn­láns­stofn­unum 171 millj­arður og inn­lend útlán og mark­aðs­verð­bréf 2.982 millj­arðar króna.. Erlendar eignir líf­eyr­is­sjóða voru 1.270 millj­arðar í lok mar­s. Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent