Björgólfur Thor keypti skuldabréf í WOW en var aldrei hluthafi

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að hann hafi aldrei verið hluthafi í WOW air og að fyrsta aðkoma hans að félaginu hafi verið þátttaka í skuldabréfaútboði 26. september í fyrra. Hann hafi tekið þátt til að styðja Skúla Mogensen.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Félag í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar, Reliquum, átti engar kröfur á WOW air þegar það keypti skulda­bréf á félagið með reiðufé þann 26. sept­em­ber í fyrra. Alls var fjár­fest­ingin upp á þrjá millj­ónir evra, um 415 millj­ónir króna á gengi dags­ins í dag.

Þetta segir Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Björg­ólfs Thors, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Þar segir einnig að með kaupum hafi Björgólfur Thor fyrst og fremst vilja „styðja Skúla Mog­en­sen, sem hafði unnið þrek­virki við upp­bygg­ingu flug­fé­lags­ins.“

Í nýrri bók Stef­áns Ein­ars Stef­áns­sonar, við­skipta­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, sem ber nafnið WOW – Ris og fall flug­fé­lags og kom út í síð­ustu viku, var í fyrsta sinn greint frá því að Björgólfur Thor hefði tekið þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu WOW air haustið 2018. 

Auglýsing
Þar var einnig greint frá því að ríf­lega helm­ingur þess fjár­magns sem safn­að­ist með skulda­bréfa­út­gáfu WOW air í fyrra hafi runnið frá þátt­tak­end­unum til þeirra sjálfra í gegnum fléttu sem mið­aði að því að breyta skamm­tíma­skuldum þeirra í lang­tíma­skuld­ir. Alls hafi þetta átt við um 51 pró­sent þess hluta­fjár sem safn­að­ist og þeir aðilar sem Stefán Einar sagði hafa fallið undir þennan flokk voru flug­­­véla­­leig­u­­fyr­ir­tæk­in Avolon og Air­Le­ase Cor­poration (ALC), flug­­­véla­fram­­leið­and­inn Air­bus, fé­lagið Reliquum, sem er í eigu Björg­ólfs Thors, Arion banki, REA ehf., Örygg­is­mið­stöðin og S9 ehf., sem er í eigu Mar­grét­ar Ásgeir­s­dótt­­ur, fyrr­ver­andi eig­in­­konu Skúla.

Kom fyrst inn í sept­em­ber 2018

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Björg­ólfs Thors vegna þessa og spurði hvenær Reliquum eða hafi upp­haf­lega fjár­fest í WOW air. Í svari Ragn­hildar kom fram að Reliquum hafi fjár­fest í skulda­bréfa­út­boð­inu rétt í lokin á útboðs­ferl­inu í sept­em­ber 2018.  „Fjár­fest­ingin var metin eins og hver önnur fjár­fest­ing þar sem ávöxtun þótti í sam­ræmi við áhættu miðað við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar á þeim tíma.  Reliquum átti engar kröfur á WOW á þeim tíma og var greitt fyrir hin keyptu skulda­bréf með reiðufé hinn 26. sept. sl.“ Aðspurð um hvort að Björgólfur Thor eða önnur félög á hans vegum hafi fjár­fest með ein­hverjum hætti í WOW air fyrir þennan tíma svar­aði Ragn­hildur því neit­andi.

Alls nam skulda­bréfa­út­gáfa WOW air, sem varð gjald­þrota í lok mars síð­ast­lið­ins, 60 millj­ónum evra að nafn­virði, eða um 8,3 millj­örðum króna á gengi dags­ins í dag. Nor­dic Tru­stees & Agency hafa lýst kröfu í þrota­búið fyrir hönd allra skulda­bréfa­eig­enda. Reliquum stendur á bak við þá kröfu­lýs­ingu eins og aðrir skulda­bréfa­eig­end­ur.

Auglýsing
Í svari Ragn­hildar segir að hlut­hafar geti að sjálf­sögðu ekki lýst kröfum í félög sín, svo kröfu­lýs­ingin stað­festi að til­lögur um breyt­ingu krafna í hlutafé hafi aldrei náð aldrei fram að ganga. For­sendur fyrir þeirri breyt­ingu voru þær að nýir fjár­festar kæmu inn með aukið hluta­fé, sem hafi aldrei gerst. „Björgólfur Thor var því aldrei hlut­hafi í WOW, eins og rang­lega er sagt í bók­inn­i.“

Birti færslu

Björgólfur Thor birti í dag færslu á heima­síðu sinni, www.bt­b.is, um mál­ið. Þar end­ur­tók hann að mestu það sem fram hafði komið í svörum Ragn­hildar til Kjarn­ans og bætti við að hann hafi sam­þykkt þær til­lögur sem lagðar voru fyrir skulda­bréfa­eig­endur um að hugs­an­lega breyta kröfum í hluta­fé, í þeim til­gangi að bjarga verð­mæt­um. For­senda þess hafi þó verið sú, líkt og áður hefur verið rak­ið, að nýir fjár­festar kæmu með hlutafé inn í WOW air, sem gekk ekki eft­ir. 

Hann segir missi af WOW air og að leitt sé að ekki hafi tek­ist að koma félag­inu fyrir vind. „Ég leyfi mér þó að vona að umfjöllun um mál­efni félags­ins verði rétt og sann­gjörn og að rang­færsl­ur, á borð við þá að ég hafi verið hlut­hafi í WOW eða átt ein­hverja aðkomu þar aðra en kaup á skulda­bréfum sl. haust, heyri sög­unni til.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent