Björgólfur Thor keypti skuldabréf í WOW en var aldrei hluthafi

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að hann hafi aldrei verið hluthafi í WOW air og að fyrsta aðkoma hans að félaginu hafi verið þátttaka í skuldabréfaútboði 26. september í fyrra. Hann hafi tekið þátt til að styðja Skúla Mogensen.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Félag í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar, Reliquum, átti engar kröfur á WOW air þegar það keypti skulda­bréf á félagið með reiðufé þann 26. sept­em­ber í fyrra. Alls var fjár­fest­ingin upp á þrjá millj­ónir evra, um 415 millj­ónir króna á gengi dags­ins í dag.

Þetta segir Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Björg­ólfs Thors, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Þar segir einnig að með kaupum hafi Björgólfur Thor fyrst og fremst vilja „styðja Skúla Mog­en­sen, sem hafði unnið þrek­virki við upp­bygg­ingu flug­fé­lags­ins.“

Í nýrri bók Stef­áns Ein­ars Stef­áns­sonar, við­skipta­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, sem ber nafnið WOW – Ris og fall flug­fé­lags og kom út í síð­ustu viku, var í fyrsta sinn greint frá því að Björgólfur Thor hefði tekið þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu WOW air haustið 2018. 

Auglýsing
Þar var einnig greint frá því að ríf­lega helm­ingur þess fjár­magns sem safn­að­ist með skulda­bréfa­út­gáfu WOW air í fyrra hafi runnið frá þátt­tak­end­unum til þeirra sjálfra í gegnum fléttu sem mið­aði að því að breyta skamm­tíma­skuldum þeirra í lang­tíma­skuld­ir. Alls hafi þetta átt við um 51 pró­sent þess hluta­fjár sem safn­að­ist og þeir aðilar sem Stefán Einar sagði hafa fallið undir þennan flokk voru flug­­­véla­­leig­u­­fyr­ir­tæk­in Avolon og Air­Le­ase Cor­poration (ALC), flug­­­véla­fram­­leið­and­inn Air­bus, fé­lagið Reliquum, sem er í eigu Björg­ólfs Thors, Arion banki, REA ehf., Örygg­is­mið­stöðin og S9 ehf., sem er í eigu Mar­grét­ar Ásgeir­s­dótt­­ur, fyrr­ver­andi eig­in­­konu Skúla.

Kom fyrst inn í sept­em­ber 2018

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Björg­ólfs Thors vegna þessa og spurði hvenær Reliquum eða hafi upp­haf­lega fjár­fest í WOW air. Í svari Ragn­hildar kom fram að Reliquum hafi fjár­fest í skulda­bréfa­út­boð­inu rétt í lokin á útboðs­ferl­inu í sept­em­ber 2018.  „Fjár­fest­ingin var metin eins og hver önnur fjár­fest­ing þar sem ávöxtun þótti í sam­ræmi við áhættu miðað við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar á þeim tíma.  Reliquum átti engar kröfur á WOW á þeim tíma og var greitt fyrir hin keyptu skulda­bréf með reiðufé hinn 26. sept. sl.“ Aðspurð um hvort að Björgólfur Thor eða önnur félög á hans vegum hafi fjár­fest með ein­hverjum hætti í WOW air fyrir þennan tíma svar­aði Ragn­hildur því neit­andi.

Alls nam skulda­bréfa­út­gáfa WOW air, sem varð gjald­þrota í lok mars síð­ast­lið­ins, 60 millj­ónum evra að nafn­virði, eða um 8,3 millj­örðum króna á gengi dags­ins í dag. Nor­dic Tru­stees & Agency hafa lýst kröfu í þrota­búið fyrir hönd allra skulda­bréfa­eig­enda. Reliquum stendur á bak við þá kröfu­lýs­ingu eins og aðrir skulda­bréfa­eig­end­ur.

Auglýsing
Í svari Ragn­hildar segir að hlut­hafar geti að sjálf­sögðu ekki lýst kröfum í félög sín, svo kröfu­lýs­ingin stað­festi að til­lögur um breyt­ingu krafna í hlutafé hafi aldrei náð aldrei fram að ganga. For­sendur fyrir þeirri breyt­ingu voru þær að nýir fjár­festar kæmu inn með aukið hluta­fé, sem hafi aldrei gerst. „Björgólfur Thor var því aldrei hlut­hafi í WOW, eins og rang­lega er sagt í bók­inn­i.“

Birti færslu

Björgólfur Thor birti í dag færslu á heima­síðu sinni, www.bt­b.is, um mál­ið. Þar end­ur­tók hann að mestu það sem fram hafði komið í svörum Ragn­hildar til Kjarn­ans og bætti við að hann hafi sam­þykkt þær til­lögur sem lagðar voru fyrir skulda­bréfa­eig­endur um að hugs­an­lega breyta kröfum í hluta­fé, í þeim til­gangi að bjarga verð­mæt­um. For­senda þess hafi þó verið sú, líkt og áður hefur verið rak­ið, að nýir fjár­festar kæmu með hlutafé inn í WOW air, sem gekk ekki eft­ir. 

Hann segir missi af WOW air og að leitt sé að ekki hafi tek­ist að koma félag­inu fyrir vind. „Ég leyfi mér þó að vona að umfjöllun um mál­efni félags­ins verði rétt og sann­gjörn og að rang­færsl­ur, á borð við þá að ég hafi verið hlut­hafi í WOW eða átt ein­hverja aðkomu þar aðra en kaup á skulda­bréfum sl. haust, heyri sög­unni til.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent