Jón Gunnar Jónsson nýr forstjóri Samgöngustofu

Jón Gunnar Jónsson hefur verið skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi.

Jón Gunnar Jónsson
Jón Gunnar Jónsson
Auglýsing

Jón Gunnar Jóns­son var í dag skip­aður for­stjóri Sam­göngu­stofu frá og með 6. ágúst næst­kom­andi. Frá þessu er greint í frétt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Sam­­göng­u­­stofa gefur meðal ann­­ars út flug­­­rekstr­­ar­­leyfi og hefur eft­ir­lit með þeim sem starfa á grund­velli þess. Mikil álag hefur verið á Sam­­göng­u­­stofu und­an­farna mán­uði, ekki síst vegna vanda WOW air, en eins og kunn­ugt er fór félagið í gjald­­þrota í kjöl­far þess að fjár­­hags­vandi félags­­ins var orð­inn óvið­ráð­an­­legur og flug­­­vélar félags­­ins voru kyrr­­sett­­ar.

Jón Gunnar er með M.Sc. gráðu í iðn­að­ar­verk­fræði frá Technical Uni­versity of Den­mark og B.Sc. gráðu í véla­verk­fræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið stjórn­andi síð­ast­liðin 30 ár, síð­ast sem fram­kvæmda­stjóri Act­a­vis á Íslandi. Þá starf­aði hann sem fram­kvæmda­stjóri hjá Alcan á Íslandi og á Englandi og sem fram­leiðslu­stjóri Slát­ur­fé­lags Suð­ur­lands.

Auglýsing

Umsækj­endur um emb­ætti for­stjóra Sam­göngu­stofu voru 23 tals­ins. Í grein­ar­gerð hæfn­is­nefndar eru til­greindir fimm umsækj­endur sem nefndin telur hæf­asta til að gegna umræddu starfi og var Jón Gunnar einn þeirra. Í mati nefnd­ar, eftir yfir­ferð umsagn­ar­gagna og við­töl, fékk Jón Gunnar flest stig þeirra fimm sem nefndin mat hæf­asta. Ráð­herra tók við­töl við þá fimm ein­stak­linga sem nefndin mat hæf­asta og var það mat hans að Jón Gunnar væri best til þess fall­inn að gegna starf­inu.

Í nefnd­inni sátu Árelía Eydís Guð­munds­dótt­ir, lektor við HÍ, sem jafn­framt var for­maður nefnd­ar­inn­ar, Guð­rún Gísla­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu og Helgi Val­berg Jens­son, yfir­lög­fræð­ingur lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent