Stefán Rafn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands, að því er fram kemur á mbl.is. Stefán Rafn hefur starfað sem fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en umsækjendur um starfið voru 51 talsins.
Ég mun sakna þess að flytja ykkur fréttir um Brexit, Trump og pöndur frá Kína. En hlakka til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. https://t.co/T8sOpaI3J7 https://t.co/uB7m9yYM9Z
— Stefán Rafn (@StefanRafn) June 3, 2019Auglýsing
Stefán Jóhann Stefánsson, sem hefur haft upplýsingamál Seðlabankans á sinni könnu ásamt fleiri málum, mun áfram gegna starfi ritstjóra Seðlabankans, að því er segir á mbl.is.