Árni Kolbeinsson ekki óhlutdrægur í Al-Thani málinu

Hæstaréttardómari var ekki óhlutdrægur í Al-Thani málinu svokallaða samkvæmt úrskurði Mannréttindadómstóll Evrópu sem birtur var í dag.

Mannréttindadómstóll Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu
Auglýsing

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Árni Kol­beins­son var ekki óhlut­drægur í Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða sam­kvæmt úrskurði Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu sem birtur var í dag.

Í Al Than­i-­­mál­inu voru þrír af æðstu stjórn­­endum Kaup­­þings, þeir Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, Sig­­urður Ein­­ar­s­­son og Magnús Guð­­munds­­son ákærðir ásamt Ólafi Ólafs­­syni, einum stærsta eig­anda bank­ans fyrir hrun, fyrir umboðs­svik, mark­aðs­mis­­­notkun og hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Mál­inu lauk með dómi Hæsta­réttar þann 12. febr­­úar 2015 þar sem allir ákærðu voru sak­­felld­­ir. Hreiðar Már var sak­­felldur í öllum ákæru­liðum og dæmdur til 5 og hálfs árs fang­els­is, Sig­­urður var sak­­felldur sam­­kvæmt ákæru hvað varðar mark­aðs­mis­­­notkun en fyrir hlut­­deild í umboðs­svikum og dæmdur til 4 ára fang­els­­is. Ólafur var sak­­felldur vegna mark­aðs­mis­­­not­k­unar en sýkn­aður í ákæru­liðum varð­andi umboðs­­svik og dæmdur til 4 og hálfs árs fang­elsis og Magnús var sak­­felldur í öllum ákæru­liðum og dæmdur til 4 og hálfs árs fang­els­­is.

Auglýsing

Málið var á meðal umfangs­­mestu saka­­mála sem rekin hafa verið á Íslandi og dóm­­arnir þeir þyngstu sem fallið hafa um efna­hags­brot. Sak­born­ingar töldu að hallað hefði á þá við máls­með­ferð­ina hér á Íslandi og hún hefði ekki verið rétt fram­kvæmd. Þá hefði einn dóm­ara verið van­hæfur vegna fjöl­skyldu­tengsla.

Eftir að fjór­menn­ing­arnir voru dæmdir fóru þeir fram á að end­ur­upp­töku­nefnd tæki málið upp að nýju en beiðn­unum var hafn­að, öllum fjór­um. Þeir kærðu þá með­ferð máls­ins til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, sem hefur kom­ist að áður­nefndri nið­ur­stöðu sem hægt er að lesa hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent