Árni Kolbeinsson ekki óhlutdrægur í Al-Thani málinu

Hæstaréttardómari var ekki óhlutdrægur í Al-Thani málinu svokallaða samkvæmt úrskurði Mannréttindadómstóll Evrópu sem birtur var í dag.

Mannréttindadómstóll Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu
Auglýsing

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Árni Kol­beins­son var ekki óhlut­drægur í Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða sam­kvæmt úrskurði Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu sem birtur var í dag.

Í Al Than­i-­­mál­inu voru þrír af æðstu stjórn­­endum Kaup­­þings, þeir Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, Sig­­urður Ein­­ar­s­­son og Magnús Guð­­munds­­son ákærðir ásamt Ólafi Ólafs­­syni, einum stærsta eig­anda bank­ans fyrir hrun, fyrir umboðs­svik, mark­aðs­mis­­­notkun og hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Mál­inu lauk með dómi Hæsta­réttar þann 12. febr­­úar 2015 þar sem allir ákærðu voru sak­­felld­­ir. Hreiðar Már var sak­­felldur í öllum ákæru­liðum og dæmdur til 5 og hálfs árs fang­els­is, Sig­­urður var sak­­felldur sam­­kvæmt ákæru hvað varðar mark­aðs­mis­­­notkun en fyrir hlut­­deild í umboðs­svikum og dæmdur til 4 ára fang­els­­is. Ólafur var sak­­felldur vegna mark­aðs­mis­­­not­k­unar en sýkn­aður í ákæru­liðum varð­andi umboðs­­svik og dæmdur til 4 og hálfs árs fang­elsis og Magnús var sak­­felldur í öllum ákæru­liðum og dæmdur til 4 og hálfs árs fang­els­­is.

Auglýsing

Málið var á meðal umfangs­­mestu saka­­mála sem rekin hafa verið á Íslandi og dóm­­arnir þeir þyngstu sem fallið hafa um efna­hags­brot. Sak­born­ingar töldu að hallað hefði á þá við máls­með­ferð­ina hér á Íslandi og hún hefði ekki verið rétt fram­kvæmd. Þá hefði einn dóm­ara verið van­hæfur vegna fjöl­skyldu­tengsla.

Eftir að fjór­menn­ing­arnir voru dæmdir fóru þeir fram á að end­ur­upp­töku­nefnd tæki málið upp að nýju en beiðn­unum var hafn­að, öllum fjór­um. Þeir kærðu þá með­ferð máls­ins til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, sem hefur kom­ist að áður­nefndri nið­ur­stöðu sem hægt er að lesa hér.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent