Fasteignamat hækkar meira á landsbyggðinni

Fasteignamat íbúða hækkar um 5 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1 prósent á landsbyggðinni, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1 prósent frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna.

Akureyri
Akureyri
Auglýsing

Heild­ar­mat fast­eigna á Íslandi hækkar um 6,1 pró­sent frá yfir­stand­andi ári og verður 9.047 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2020 sem Þjóð­skrá Íslands kynnti í dag. Þetta er mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heild­ar­mat fast­eigna í land­inu hækk­aði um 12,8 pró­sent.

Sam­an­lagt mat íbúða á öllu land­inu hækkar um 6,0 pró­sent á milli ára og verður alls 6.594 millj­arðar króna, þar af hækkar sér­býli um 6,6 pró­sent á meðan fjöl­býli hækkar um 5,3 pró­sent.

Fast­eigna­mat íbúða hækkar um 5 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,1 pró­sent á lands­byggð­inni. Fast­eigna­mat íbúða hækkar mest á Akra­nesi en þar hækkar íbúð­ar­matið um 21,6 pró­sent, um 17,7 pró­sent í sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi Sand­gerðis og Garðs (Suð­ur­nesja­bæ) og um 16,6 pró­sent í Vest­manna­eyj­um.

Auglýsing

Hækkun fasteignamats Mynd: Þjóðskrá

Fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis hækkar um 6,9 pró­sent á land­inu öllu; um 5,9 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,3 pró­sent á lands­byggð­inni.

Fast­eigna­matið byggir á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ingum auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2019 en það tekur gildi 31. des­em­ber næst­kom­andi og gildir fyrir árið 2020. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat er til 30. des­em­ber 2019.

Mest heild­ar­hækkun á Akra­nesi

Heild­ar­fast­eigna­mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar um 5,3 pró­sent, um 9,8 pró­sent á Suð­ur­nesjum, um 10,2 pró­sent á Vest­ur­landi, um 6,7 pró­sent á Norð­ur­landi vestra, 7,4 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, 6,7 pró­sent á Aust­ur­landi og um 8 pró­sent á Suð­ur­landi. Mats­svæðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur verið fjölgað nokkuð til að matið end­ur­spegli nákvæmar þær verð­breyt­ingar sem orðið hafa á svæð­inu með þétt­ingu byggðar síð­ustu miss­eri.

Af ein­staka bæj­ar­fé­lögum hækkar heild­ar­fast­eigna­mat mest á Akra­nesi eða um 19,1 pró­sent, um 14,7 pró­sent í Vest­manna­eyjum og um 14,2 pró­sent í Suð­ur­nesja­bæ.

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa nær óbreytt

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa fyrir árið 2020 hækkar um 0,7 pró­sent á milli ára. Nokkrar breyt­ingar hafa verið gerðar á aðferða­fræði við útreikn­ing á fast­eigna­mati sum­ar­húsa og má þar helst nefna fjölgun mats­svæða yfir allt landið auk þess sem útreikn­ingi lóða­verðs hefur verið breytt þannig að sum­ar­húsa­lóðir undir með­al­stærð lækka en lóðir yfir með­al­stærð hækka. Lóða­verð sum­ar­húsa lækkar því að jafn­aði um 23 pró­sent á milli ára á meðan hús­matið sjálft hækkar um 7,5 pró­sent.

Með fjölgun mats­svæða er hægt að aðgreina betur fast­eigna­mat ólíkra svæða og lækka viss strjál­byggð svæði sem hafa tak­mark­aðar sam­göngur og eru langt frá annarri byggð. Hér má nefna svæði eins og hálend­ið, Flat­eyj­ar­dal, Norð­ur­-­Þing­eyj­ar­sýslu, Siglu­nes, Skaga, Aust­ur­land, Norð­ur- Múla­sýslu, Mjóa­fjörð og fleiri svæði þar sem fast­eigna­mat lækkar um meira en 30 pró­sent. Þau svæði sem hækka mest eiga það sam­eig­in­legt að þar eru sum­ar­húsa­lóðir að jafn­aði stórar og má þar nefna svæði eins og Galt­ar­læk, Eystri Rangá og Hró­arslæk þar sem fast­eigna­mat hækkar um meira en 25 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent