Fasteignamat hækkar meira á landsbyggðinni

Fasteignamat íbúða hækkar um 5 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1 prósent á landsbyggðinni, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1 prósent frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna.

Akureyri
Akureyri
Auglýsing

Heild­ar­mat fast­eigna á Íslandi hækkar um 6,1 pró­sent frá yfir­stand­andi ári og verður 9.047 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2020 sem Þjóð­skrá Íslands kynnti í dag. Þetta er mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heild­ar­mat fast­eigna í land­inu hækk­aði um 12,8 pró­sent.

Sam­an­lagt mat íbúða á öllu land­inu hækkar um 6,0 pró­sent á milli ára og verður alls 6.594 millj­arðar króna, þar af hækkar sér­býli um 6,6 pró­sent á meðan fjöl­býli hækkar um 5,3 pró­sent.

Fast­eigna­mat íbúða hækkar um 5 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,1 pró­sent á lands­byggð­inni. Fast­eigna­mat íbúða hækkar mest á Akra­nesi en þar hækkar íbúð­ar­matið um 21,6 pró­sent, um 17,7 pró­sent í sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi Sand­gerðis og Garðs (Suð­ur­nesja­bæ) og um 16,6 pró­sent í Vest­manna­eyj­um.

Auglýsing

Hækkun fasteignamats Mynd: Þjóðskrá

Fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis hækkar um 6,9 pró­sent á land­inu öllu; um 5,9 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,3 pró­sent á lands­byggð­inni.

Fast­eigna­matið byggir á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ingum auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2019 en það tekur gildi 31. des­em­ber næst­kom­andi og gildir fyrir árið 2020. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat er til 30. des­em­ber 2019.

Mest heild­ar­hækkun á Akra­nesi

Heild­ar­fast­eigna­mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar um 5,3 pró­sent, um 9,8 pró­sent á Suð­ur­nesjum, um 10,2 pró­sent á Vest­ur­landi, um 6,7 pró­sent á Norð­ur­landi vestra, 7,4 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, 6,7 pró­sent á Aust­ur­landi og um 8 pró­sent á Suð­ur­landi. Mats­svæðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur verið fjölgað nokkuð til að matið end­ur­spegli nákvæmar þær verð­breyt­ingar sem orðið hafa á svæð­inu með þétt­ingu byggðar síð­ustu miss­eri.

Af ein­staka bæj­ar­fé­lögum hækkar heild­ar­fast­eigna­mat mest á Akra­nesi eða um 19,1 pró­sent, um 14,7 pró­sent í Vest­manna­eyjum og um 14,2 pró­sent í Suð­ur­nesja­bæ.

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa nær óbreytt

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa fyrir árið 2020 hækkar um 0,7 pró­sent á milli ára. Nokkrar breyt­ingar hafa verið gerðar á aðferða­fræði við útreikn­ing á fast­eigna­mati sum­ar­húsa og má þar helst nefna fjölgun mats­svæða yfir allt landið auk þess sem útreikn­ingi lóða­verðs hefur verið breytt þannig að sum­ar­húsa­lóðir undir með­al­stærð lækka en lóðir yfir með­al­stærð hækka. Lóða­verð sum­ar­húsa lækkar því að jafn­aði um 23 pró­sent á milli ára á meðan hús­matið sjálft hækkar um 7,5 pró­sent.

Með fjölgun mats­svæða er hægt að aðgreina betur fast­eigna­mat ólíkra svæða og lækka viss strjál­byggð svæði sem hafa tak­mark­aðar sam­göngur og eru langt frá annarri byggð. Hér má nefna svæði eins og hálend­ið, Flat­eyj­ar­dal, Norð­ur­-­Þing­eyj­ar­sýslu, Siglu­nes, Skaga, Aust­ur­land, Norð­ur- Múla­sýslu, Mjóa­fjörð og fleiri svæði þar sem fast­eigna­mat lækkar um meira en 30 pró­sent. Þau svæði sem hækka mest eiga það sam­eig­in­legt að þar eru sum­ar­húsa­lóðir að jafn­aði stórar og má þar nefna svæði eins og Galt­ar­læk, Eystri Rangá og Hró­arslæk þar sem fast­eigna­mat hækkar um meira en 25 pró­sent.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent