Fasteignamat hækkar meira á landsbyggðinni

Fasteignamat íbúða hækkar um 5 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1 prósent á landsbyggðinni, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1 prósent frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna.

Akureyri
Akureyri
Auglýsing

Heild­ar­mat fast­eigna á Íslandi hækkar um 6,1 pró­sent frá yfir­stand­andi ári og verður 9.047 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2020 sem Þjóð­skrá Íslands kynnti í dag. Þetta er mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heild­ar­mat fast­eigna í land­inu hækk­aði um 12,8 pró­sent.

Sam­an­lagt mat íbúða á öllu land­inu hækkar um 6,0 pró­sent á milli ára og verður alls 6.594 millj­arðar króna, þar af hækkar sér­býli um 6,6 pró­sent á meðan fjöl­býli hækkar um 5,3 pró­sent.

Fast­eigna­mat íbúða hækkar um 5 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,1 pró­sent á lands­byggð­inni. Fast­eigna­mat íbúða hækkar mest á Akra­nesi en þar hækkar íbúð­ar­matið um 21,6 pró­sent, um 17,7 pró­sent í sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi Sand­gerðis og Garðs (Suð­ur­nesja­bæ) og um 16,6 pró­sent í Vest­manna­eyj­um.

Auglýsing

Hækkun fasteignamats Mynd: Þjóðskrá

Fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis hækkar um 6,9 pró­sent á land­inu öllu; um 5,9 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,3 pró­sent á lands­byggð­inni.

Fast­eigna­matið byggir á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ingum auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2019 en það tekur gildi 31. des­em­ber næst­kom­andi og gildir fyrir árið 2020. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat er til 30. des­em­ber 2019.

Mest heild­ar­hækkun á Akra­nesi

Heild­ar­fast­eigna­mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar um 5,3 pró­sent, um 9,8 pró­sent á Suð­ur­nesjum, um 10,2 pró­sent á Vest­ur­landi, um 6,7 pró­sent á Norð­ur­landi vestra, 7,4 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, 6,7 pró­sent á Aust­ur­landi og um 8 pró­sent á Suð­ur­landi. Mats­svæðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur verið fjölgað nokkuð til að matið end­ur­spegli nákvæmar þær verð­breyt­ingar sem orðið hafa á svæð­inu með þétt­ingu byggðar síð­ustu miss­eri.

Af ein­staka bæj­ar­fé­lögum hækkar heild­ar­fast­eigna­mat mest á Akra­nesi eða um 19,1 pró­sent, um 14,7 pró­sent í Vest­manna­eyjum og um 14,2 pró­sent í Suð­ur­nesja­bæ.

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa nær óbreytt

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa fyrir árið 2020 hækkar um 0,7 pró­sent á milli ára. Nokkrar breyt­ingar hafa verið gerðar á aðferða­fræði við útreikn­ing á fast­eigna­mati sum­ar­húsa og má þar helst nefna fjölgun mats­svæða yfir allt landið auk þess sem útreikn­ingi lóða­verðs hefur verið breytt þannig að sum­ar­húsa­lóðir undir með­al­stærð lækka en lóðir yfir með­al­stærð hækka. Lóða­verð sum­ar­húsa lækkar því að jafn­aði um 23 pró­sent á milli ára á meðan hús­matið sjálft hækkar um 7,5 pró­sent.

Með fjölgun mats­svæða er hægt að aðgreina betur fast­eigna­mat ólíkra svæða og lækka viss strjál­byggð svæði sem hafa tak­mark­aðar sam­göngur og eru langt frá annarri byggð. Hér má nefna svæði eins og hálend­ið, Flat­eyj­ar­dal, Norð­ur­-­Þing­eyj­ar­sýslu, Siglu­nes, Skaga, Aust­ur­land, Norð­ur- Múla­sýslu, Mjóa­fjörð og fleiri svæði þar sem fast­eigna­mat lækkar um meira en 30 pró­sent. Þau svæði sem hækka mest eiga það sam­eig­in­legt að þar eru sum­ar­húsa­lóðir að jafn­aði stórar og má þar nefna svæði eins og Galt­ar­læk, Eystri Rangá og Hró­arslæk þar sem fast­eigna­mat hækkar um meira en 25 pró­sent.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
Kjarninn 17. september 2019
Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent