Fasteignamat hækkar meira á landsbyggðinni

Fasteignamat íbúða hækkar um 5 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1 prósent á landsbyggðinni, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1 prósent frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna.

Akureyri
Akureyri
Auglýsing

Heild­ar­mat fast­eigna á Íslandi hækkar um 6,1 pró­sent frá yfir­stand­andi ári og verður 9.047 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2020 sem Þjóð­skrá Íslands kynnti í dag. Þetta er mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heild­ar­mat fast­eigna í land­inu hækk­aði um 12,8 pró­sent.

Sam­an­lagt mat íbúða á öllu land­inu hækkar um 6,0 pró­sent á milli ára og verður alls 6.594 millj­arðar króna, þar af hækkar sér­býli um 6,6 pró­sent á meðan fjöl­býli hækkar um 5,3 pró­sent.

Fast­eigna­mat íbúða hækkar um 5 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,1 pró­sent á lands­byggð­inni. Fast­eigna­mat íbúða hækkar mest á Akra­nesi en þar hækkar íbúð­ar­matið um 21,6 pró­sent, um 17,7 pró­sent í sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi Sand­gerðis og Garðs (Suð­ur­nesja­bæ) og um 16,6 pró­sent í Vest­manna­eyj­um.

Auglýsing

Hækkun fasteignamats Mynd: Þjóðskrá

Fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis hækkar um 6,9 pró­sent á land­inu öllu; um 5,9 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,3 pró­sent á lands­byggð­inni.

Fast­eigna­matið byggir á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ingum auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2019 en það tekur gildi 31. des­em­ber næst­kom­andi og gildir fyrir árið 2020. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat er til 30. des­em­ber 2019.

Mest heild­ar­hækkun á Akra­nesi

Heild­ar­fast­eigna­mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar um 5,3 pró­sent, um 9,8 pró­sent á Suð­ur­nesjum, um 10,2 pró­sent á Vest­ur­landi, um 6,7 pró­sent á Norð­ur­landi vestra, 7,4 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, 6,7 pró­sent á Aust­ur­landi og um 8 pró­sent á Suð­ur­landi. Mats­svæðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur verið fjölgað nokkuð til að matið end­ur­spegli nákvæmar þær verð­breyt­ingar sem orðið hafa á svæð­inu með þétt­ingu byggðar síð­ustu miss­eri.

Af ein­staka bæj­ar­fé­lögum hækkar heild­ar­fast­eigna­mat mest á Akra­nesi eða um 19,1 pró­sent, um 14,7 pró­sent í Vest­manna­eyjum og um 14,2 pró­sent í Suð­ur­nesja­bæ.

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa nær óbreytt

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa fyrir árið 2020 hækkar um 0,7 pró­sent á milli ára. Nokkrar breyt­ingar hafa verið gerðar á aðferða­fræði við útreikn­ing á fast­eigna­mati sum­ar­húsa og má þar helst nefna fjölgun mats­svæða yfir allt landið auk þess sem útreikn­ingi lóða­verðs hefur verið breytt þannig að sum­ar­húsa­lóðir undir með­al­stærð lækka en lóðir yfir með­al­stærð hækka. Lóða­verð sum­ar­húsa lækkar því að jafn­aði um 23 pró­sent á milli ára á meðan hús­matið sjálft hækkar um 7,5 pró­sent.

Með fjölgun mats­svæða er hægt að aðgreina betur fast­eigna­mat ólíkra svæða og lækka viss strjál­byggð svæði sem hafa tak­mark­aðar sam­göngur og eru langt frá annarri byggð. Hér má nefna svæði eins og hálend­ið, Flat­eyj­ar­dal, Norð­ur­-­Þing­eyj­ar­sýslu, Siglu­nes, Skaga, Aust­ur­land, Norð­ur- Múla­sýslu, Mjóa­fjörð og fleiri svæði þar sem fast­eigna­mat lækkar um meira en 30 pró­sent. Þau svæði sem hækka mest eiga það sam­eig­in­legt að þar eru sum­ar­húsa­lóðir að jafn­aði stórar og má þar nefna svæði eins og Galt­ar­læk, Eystri Rangá og Hró­arslæk þar sem fast­eigna­mat hækkar um meira en 25 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent