Íslendingar með meirihluta í Marriott hótelinu við Hörpu

Hópur sem leiddur er af framtakssjóði í stýringu sjóðstýringarfélags Arion banka á nú 66 prósent í félagi sem byggir fimm stjörnu hótel við Reykjavíkurhöfn.

Lengi vel var hola þar sem hótelið er nú að rísa. Í dag er verkefnið hins vegar vel á veg komið og vísir að reisulegu hóteli og íbúðaþyrpingu búinn að myndast.
Lengi vel var hola þar sem hótelið er nú að rísa. Í dag er verkefnið hins vegar vel á veg komið og vísir að reisulegu hóteli og íbúðaþyrpingu búinn að myndast.
Auglýsing

Íslenskir fjár­festar hafa lagt móð­ur­fé­lagi Marriott-Edition hót­els sem rís við Hörpu til mikla fjár­muni und­an­farin tvö ár. Heild­ar­skuld­bind­ing þeirra, í gegnum félagið Mand­ólín, jafn­gildir nú um 5,2 millj­örðum króna miðað við gengi dags­ins í dag og kom umtals­verður hluti þess fjár­magns til á síð­ustu tveimur árum auk þess sem hóp­ur­inn hefur skuld­bundið sig til að setja 1,7 millj­arða króna til við­bótar í félag­ið. Vegna þessa eiga íslensku fjár­fest­arnir – einka­fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóðir og trygg­inga­fé­lög – alls 66 pró­sent í móð­ur­fé­lag­inu, Cambridge Plaza Venture Company, sem stendur og áformað er að end­an­legur hlutur Íslend­ing­anna verði 70 pró­sent.

Frá þessu er greint i Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag.

Átti að opna 2018

Fjár­­­mögnun á bygg­ingu fimm stjörnu Marriott-Edition hót­­eli við hlið Hörpu lauk í októ­ber 2016. Þá átti hót­elið að vera til­búið til opn­unar 2018. Nú hefur þeim áformum verið frestað fram á vorið 2020 hið minnsta. Áður hafði banda­ríska fast­­eigna­­þró­un­­ar­­fé­lagið Carpenter & Company, sem íslenski fjár­­­fest­ir­inn Egg­ert Þór Dag­­bjarts­­son er meðal ann­ars hlut­hafi í, keypt lóð­ina undir hót­elið af Arion banka.

Auglýsing

Stofnað var félagið Cambridge Plaza Hotel Company ehf. sem var þá í meiri­hluta eigu hol­­lenska félags­­ins Cambridge Nether­lands Investors B.V. Eig­endur þess eru Carpenter & Company. Eign­­ar­hlutur líf­eyr­is­­sjóð­a og ann­arra íslenskra fjár­festa er vistaður í félag­inu Mand­ólín ehf. Stærsti eig­andi þess er SÍA III slhf., félag sem sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækið Stefn­ir, í rekstri Arion banka, rek­­ur.

Stefnir er rekið af Arion banka sem seldi bygg­ing­­ar­rétt­inn undir Marriott hót­­elið og er auk þess stærsti lán­veit­andi verk­efn­is­ins.

Millj­arða­kostn­aður

Upp­haf­lega lagði Carpenter & Company fram stórt eig­in­fjár­fram­lag í verk­efnið og átti til að mynda 61,5 pró­sent í verk­efn­inu í lok árs 2016. Síðan þá hafa nýir pen­ingar í verk­efnið komið frá íslenskum fjár­fest­um. Mark­að­ur­inn reiknar með að eig­in­fjár­fram­lag í verk­efnið í heild verði um 7,4 millj­arðar króna og annar kostn­aður sem fellur til við það verði láns­fé, aðal­lega frá Arion banka.

Í Mark­aðnum segir að næst­stærstu hlut­hafar Mand­ólíns, á eftir Fram­taks­sjóðnum SÍA III, séu félögin Snæ­ból, í eigu hjón­anna Finns Reyrs Stef­áns­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­ur, og Storm­tré, í eigu Hregg­viðs Jóns­son­ar, aðal­eig­anda Ver­itas Capi­tal. Snæ­ból er einnig á meðal stærstu eig­enda leigu­fé­lags­ins Heima­valla. Þá á Vit­inn Reykja­vík, aðal­lega í eigu Jónasar Hagan Guð­munds­sonar og Gríms Garð­ars­son­ar, 9,4 pró­senta hlut og Feier, félag hjón­anna Hjör­leifs Jak­obs­sonar og Hjör­dísar Ásberg, á 4,1 pró­sent.

Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn (6,2) pró­sent og Festa líf­eyr­is­sjóður (5,4 pró­sent) eiga einnig stóran beinan hlut.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent