Íslendingar með meirihluta í Marriott hótelinu við Hörpu

Hópur sem leiddur er af framtakssjóði í stýringu sjóðstýringarfélags Arion banka á nú 66 prósent í félagi sem byggir fimm stjörnu hótel við Reykjavíkurhöfn.

Lengi vel var hola þar sem hótelið er nú að rísa. Í dag er verkefnið hins vegar vel á veg komið og vísir að reisulegu hóteli og íbúðaþyrpingu búinn að myndast.
Lengi vel var hola þar sem hótelið er nú að rísa. Í dag er verkefnið hins vegar vel á veg komið og vísir að reisulegu hóteli og íbúðaþyrpingu búinn að myndast.
Auglýsing

Íslenskir fjár­festar hafa lagt móð­ur­fé­lagi Marriott-Edition hót­els sem rís við Hörpu til mikla fjár­muni und­an­farin tvö ár. Heild­ar­skuld­bind­ing þeirra, í gegnum félagið Mand­ólín, jafn­gildir nú um 5,2 millj­örðum króna miðað við gengi dags­ins í dag og kom umtals­verður hluti þess fjár­magns til á síð­ustu tveimur árum auk þess sem hóp­ur­inn hefur skuld­bundið sig til að setja 1,7 millj­arða króna til við­bótar í félag­ið. Vegna þessa eiga íslensku fjár­fest­arnir – einka­fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóðir og trygg­inga­fé­lög – alls 66 pró­sent í móð­ur­fé­lag­inu, Cambridge Plaza Venture Company, sem stendur og áformað er að end­an­legur hlutur Íslend­ing­anna verði 70 pró­sent.

Frá þessu er greint i Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag.

Átti að opna 2018

Fjár­­­mögnun á bygg­ingu fimm stjörnu Marriott-Edition hót­­eli við hlið Hörpu lauk í októ­ber 2016. Þá átti hót­elið að vera til­búið til opn­unar 2018. Nú hefur þeim áformum verið frestað fram á vorið 2020 hið minnsta. Áður hafði banda­ríska fast­­eigna­­þró­un­­ar­­fé­lagið Carpenter & Company, sem íslenski fjár­­­fest­ir­inn Egg­ert Þór Dag­­bjarts­­son er meðal ann­ars hlut­hafi í, keypt lóð­ina undir hót­elið af Arion banka.

Auglýsing

Stofnað var félagið Cambridge Plaza Hotel Company ehf. sem var þá í meiri­hluta eigu hol­­lenska félags­­ins Cambridge Nether­lands Investors B.V. Eig­endur þess eru Carpenter & Company. Eign­­ar­hlutur líf­eyr­is­­sjóð­a og ann­arra íslenskra fjár­festa er vistaður í félag­inu Mand­ólín ehf. Stærsti eig­andi þess er SÍA III slhf., félag sem sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækið Stefn­ir, í rekstri Arion banka, rek­­ur.

Stefnir er rekið af Arion banka sem seldi bygg­ing­­ar­rétt­inn undir Marriott hót­­elið og er auk þess stærsti lán­veit­andi verk­efn­is­ins.

Millj­arða­kostn­aður

Upp­haf­lega lagði Carpenter & Company fram stórt eig­in­fjár­fram­lag í verk­efnið og átti til að mynda 61,5 pró­sent í verk­efn­inu í lok árs 2016. Síðan þá hafa nýir pen­ingar í verk­efnið komið frá íslenskum fjár­fest­um. Mark­að­ur­inn reiknar með að eig­in­fjár­fram­lag í verk­efnið í heild verði um 7,4 millj­arðar króna og annar kostn­aður sem fellur til við það verði láns­fé, aðal­lega frá Arion banka.

Í Mark­aðnum segir að næst­stærstu hlut­hafar Mand­ólíns, á eftir Fram­taks­sjóðnum SÍA III, séu félögin Snæ­ból, í eigu hjón­anna Finns Reyrs Stef­áns­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­ur, og Storm­tré, í eigu Hregg­viðs Jóns­son­ar, aðal­eig­anda Ver­itas Capi­tal. Snæ­ból er einnig á meðal stærstu eig­enda leigu­fé­lags­ins Heima­valla. Þá á Vit­inn Reykja­vík, aðal­lega í eigu Jónasar Hagan Guð­munds­sonar og Gríms Garð­ars­son­ar, 9,4 pró­senta hlut og Feier, félag hjón­anna Hjör­leifs Jak­obs­sonar og Hjör­dísar Ásberg, á 4,1 pró­sent.

Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn (6,2) pró­sent og Festa líf­eyr­is­sjóður (5,4 pró­sent) eiga einnig stóran beinan hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent