Íslendingar með meirihluta í Marriott hótelinu við Hörpu

Hópur sem leiddur er af framtakssjóði í stýringu sjóðstýringarfélags Arion banka á nú 66 prósent í félagi sem byggir fimm stjörnu hótel við Reykjavíkurhöfn.

Lengi vel var hola þar sem hótelið er nú að rísa. Í dag er verkefnið hins vegar vel á veg komið og vísir að reisulegu hóteli og íbúðaþyrpingu búinn að myndast.
Lengi vel var hola þar sem hótelið er nú að rísa. Í dag er verkefnið hins vegar vel á veg komið og vísir að reisulegu hóteli og íbúðaþyrpingu búinn að myndast.
Auglýsing

Íslenskir fjár­festar hafa lagt móð­ur­fé­lagi Marriott-Edition hót­els sem rís við Hörpu til mikla fjár­muni und­an­farin tvö ár. Heild­ar­skuld­bind­ing þeirra, í gegnum félagið Mand­ólín, jafn­gildir nú um 5,2 millj­örðum króna miðað við gengi dags­ins í dag og kom umtals­verður hluti þess fjár­magns til á síð­ustu tveimur árum auk þess sem hóp­ur­inn hefur skuld­bundið sig til að setja 1,7 millj­arða króna til við­bótar í félag­ið. Vegna þessa eiga íslensku fjár­fest­arnir – einka­fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóðir og trygg­inga­fé­lög – alls 66 pró­sent í móð­ur­fé­lag­inu, Cambridge Plaza Venture Company, sem stendur og áformað er að end­an­legur hlutur Íslend­ing­anna verði 70 pró­sent.

Frá þessu er greint i Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag.

Átti að opna 2018

Fjár­­­mögnun á bygg­ingu fimm stjörnu Marriott-Edition hót­­eli við hlið Hörpu lauk í októ­ber 2016. Þá átti hót­elið að vera til­búið til opn­unar 2018. Nú hefur þeim áformum verið frestað fram á vorið 2020 hið minnsta. Áður hafði banda­ríska fast­­eigna­­þró­un­­ar­­fé­lagið Carpenter & Company, sem íslenski fjár­­­fest­ir­inn Egg­ert Þór Dag­­bjarts­­son er meðal ann­ars hlut­hafi í, keypt lóð­ina undir hót­elið af Arion banka.

Auglýsing

Stofnað var félagið Cambridge Plaza Hotel Company ehf. sem var þá í meiri­hluta eigu hol­­lenska félags­­ins Cambridge Nether­lands Investors B.V. Eig­endur þess eru Carpenter & Company. Eign­­ar­hlutur líf­eyr­is­­sjóð­a og ann­arra íslenskra fjár­festa er vistaður í félag­inu Mand­ólín ehf. Stærsti eig­andi þess er SÍA III slhf., félag sem sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækið Stefn­ir, í rekstri Arion banka, rek­­ur.

Stefnir er rekið af Arion banka sem seldi bygg­ing­­ar­rétt­inn undir Marriott hót­­elið og er auk þess stærsti lán­veit­andi verk­efn­is­ins.

Millj­arða­kostn­aður

Upp­haf­lega lagði Carpenter & Company fram stórt eig­in­fjár­fram­lag í verk­efnið og átti til að mynda 61,5 pró­sent í verk­efn­inu í lok árs 2016. Síðan þá hafa nýir pen­ingar í verk­efnið komið frá íslenskum fjár­fest­um. Mark­að­ur­inn reiknar með að eig­in­fjár­fram­lag í verk­efnið í heild verði um 7,4 millj­arðar króna og annar kostn­aður sem fellur til við það verði láns­fé, aðal­lega frá Arion banka.

Í Mark­aðnum segir að næst­stærstu hlut­hafar Mand­ólíns, á eftir Fram­taks­sjóðnum SÍA III, séu félögin Snæ­ból, í eigu hjón­anna Finns Reyrs Stef­áns­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­ur, og Storm­tré, í eigu Hregg­viðs Jóns­son­ar, aðal­eig­anda Ver­itas Capi­tal. Snæ­ból er einnig á meðal stærstu eig­enda leigu­fé­lags­ins Heima­valla. Þá á Vit­inn Reykja­vík, aðal­lega í eigu Jónasar Hagan Guð­munds­sonar og Gríms Garð­ars­son­ar, 9,4 pró­senta hlut og Feier, félag hjón­anna Hjör­leifs Jak­obs­sonar og Hjör­dísar Ásberg, á 4,1 pró­sent.

Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn (6,2) pró­sent og Festa líf­eyr­is­sjóður (5,4 pró­sent) eiga einnig stóran beinan hlut.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent