Helgi Magnússon kaupir 50 prósent hlut í Fréttablaðinu

Helgi Magnússon fjárfestir hefur keypt helmingshlut í Torgi ehf. útgáfufélagi Fréttablaðsins.

Helgi Magnússon og Fréttablaðið
Auglýsing

Félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, fjár­festis og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, hefur keypt helm­ings­hlut í Torgi ehf., útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins. Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins.

Helgi mun setj­ast í stjórn Torgs ehf. en 365 miðl­ar, félag í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, mun áfram eiga helm­ings­hlut í útgáfu­fé­lag­inu. Eign­ar­hald Torgs hefur ekki verið upp­fært á heima­síðu Fjöl­miðla­nefndar enn sem komið er en lög segja til um að það verði að ger­ast innan tveggja virkra daga frá því að eig­enda­breyt­ing eða hluta­fjár­aukn­ing á sér stað. 

Hávær orðrómur hefur verið um kaup Helga í blað­inu und­an­farna daga og er ráðn­ing Dav­íðs Stef­áns­sonar í rit­stjóra­stól blaðs­ins í lok síð­ustu viku rakin til yfir­vof­andi aðkomu Helga að útgáfu­starf­sem­inni. Kjarn­inn reyndi að hafa sam­band við Helga sím­leiðis í gær til að spyrja hann um kaupin en hann svar­aði ekki. 

Auglýsing

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Helgi og fleiri aðilar tengdir honum hafi verið að skoða aðkomu að Frétta­blað­inu mán­uðum sam­an, en Kvika hefur haft umsjón með því að reyna að finna nýja eig­endur að því frá síð­asta ári. Ekki hefur þó náðst saman fyrr en nú.

Frétta­­blaðið var lengi hluti af stærsta einka­reknu fjöl­miðla­­sam­­steypu lands­ins, 365 mið­l­­um. Hún var brotin upp seint á árinu 2017 þegar ljós­vaka­miðlar henn­­ar, fjar­­skipta­­starf­­semi og frétta­vef­­ur­inn Vísir voru seld til Voda­­fone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Rekstur Frétta­­blaðs­ins og nýs frétta­vefs, fretta­bla­did.is, var í kjöl­farið settur í felagið Torg ehf. sem er í eigu 365 miðla.

Nýr rit­stjóri ráð­inn í lok síð­ustu viku

Dav­íð, sem kynntur var til leiks sem annar rit­stjóra Frétta­blaðs­ins við hlið Ólafar Skafta­dóttur á föstu­dag, hefur aðal­lega starfað við ráð­gjöf og almanna­tengsl. Eina reynsla hans af fjöl­miðla­rekstri hefur verið dag­skrár­gerð á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut síð­ustu mán­uði þar sem hann hefur gert nokkra þætti sem kall­ast „Ís­land og umheim­ur­inn“. ­Eig­andi Hring­brautar er félag í eigu Sig­urðar Arn­gríms­son­ar, en hann var, ásamt Helga í hópi fjár­sterkra manna sem komu að stofnun stjórn­mála­flokks­ins Við­reisn­ar, líkt og rakið er hér að neð­an. 

Helgi hefur verið umsvifa­mik­ill í íslensku við­skipta­lífi árum sam­an. Hann er stór hlut­hafi í Mar­el, lang­verð­mætasta félags íslensku kaup­hall­ar­inn­ar, og stjórn­ar­for­maður Bláa lóns­ins þar sem hann er einnig hlut­hafi. 

Frétta­blaðið er frí­blað sem er gefið út sex sinnum í viku og dreift í 80 þús­und ein­tök­um. Auk blaðs­ins rekur Torg tíma­ritið Gla­mour og vef­ina fretta­bla­did.is og marka­dur­inn.­is. Lestur Frétta­blaðs­ins hefur dalað mikið und­an­farin ár. Alls lesa 38,9 pró­sent lands­manna blaðið nú sam­kvæmt mæl­ingum Gallup. Þegar best lét, í apríl 2010, var lest­ur­inn 64 pró­sent. Í hópi 18-49 ára er sam­drátt­ur­inn í lestri enn meiri, en í apríl 2010 lásu 63,8 pró­sent full­orð­inna lands­manna undir fimm­tugu blað­ið. Sum­arið 2014 var lest­ur­inn kom­inn í 55,5 pró­sent hjá þeim hópi og í apríl 2019 mæld­ist hann 30,1 pró­sent. 

Kom að stofnun Við­reisnar og hefur lagt til fé

Þá var Helgi einn þeirra sem stóð að stofnun stjórn­mála­flokks­ins Við­reisnar á sínum tíma en hann og félög tengd honum gáfu til að mynda sam­tals 2,4 millj­ónir króna til flokks­ins á árinu 2016. Við­reisn bauð fyrst fram í kosn­ing­unum sem haldnar voru þá um haust­ið. 

Á árinu 2016 voru lög þannig að stjórn­­­mála­­flokkar máttu ein­ungis fá 400 þús­und krónur frá hverjum og einum aðila sem gefur þeim pen­ing. Und­an­­tekn­ing er frá þeirri reglu ef um er að ræða stofn­fram­lög sem greidd eru á fyrsta starfs­ári flokks­ins. Þá má gefa tvö­­falt, og því má hver kennitala gefa 800 þús­und þegar þannig ber und­­ir. Það gerði Helgi ásamt nokkrum öðrum ein­stak­ling­um. 

Félög tengd Helga gáfu einnig umtals­verðar fjár­­hæð­­ir. Hof­­garðar og Varð­berg, eign­­ar­halds­­­fé­lög hans, gáfu 400 þús­und krónur hvort og bæði Bláa Lónið og N1, þar sem Helgi var á meðal hlut­hafa, gáfu 400 þús­und krónur hvort. Alls gaf Helgi því 1,6 millj­­ónir króna beint og í gegnum eign­­ar­halds­­­fé­lög sín og fyr­ir­tæki þar sem hann er stór hlut­hafi og stjórn­­­ar­­maður gáfu 800 þús­und krónur til við­­bót­­ar.

Sig­urður Arn­gríms­son, eig­andi Hring­braut­ar, gaf á sama tíma alls 1,2 millj­ónir króna til Við­reisnar í gegn­um tvö félög, Saffron Hold­ing (­fé­lag sem á 99,18 pró­­sent hlut í Hring­braut) og ­Ursus Ma­ritimus, auk þess sem hann gaf 400 þús­und krónur í eigin nafni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent