Bandarískum farþegum fækkar um 38,7 prósent milli ára

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 126 þúsund í maímánuði eða um 39 þúsund færri en í maí árið 2018.

Ferðamenn við Austurvöll
Ferðamenn við Austurvöll
Auglýsing

Brott­farir erlendra far­þega frá land­inu um Kefla­vík­ur­flug­völl voru um 126 þús­und í maí­mán­uði eða um 39 þús­und færri en í maí árið 2018, sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu og Isa­via. Fækkun milli ára nemur því 23,6 pró­sent.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Ferða­mála­stofu.

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir í maí eða fjórð­ungur brott­fara og fækk­aði þeim um 38,7 pró­sent milli ára. Brott­farir í maí í ár eru álíka margar og í maí árið 2016.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að fækkun hafi verið alla mán­uði frá ára­mót­um, í jan­úar fækk­aði brott­förum um 5,8 pró­sent, í febr­úar um 6,9 pró­sent, í mars um 1,7 pró­sent og í apríl um 18,5 pró­sent.

Frá ára­mótum hafa 705 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 11,2 pró­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Íslend­ingar fækka einnig ferðum

Þá segir að af ein­staka þjóð­ernum hafi flestar brott­farir í maí verið til­komnar vegna Banda­ríkja­manna eins og fram hefur kom­ið. Þjóð­verjar voru í öðru sæti hvað fjölda varðar eða níu þús­und tals­ins og fækk­aði þeim um 23,8 pró­sent milli ára og Bretar í þriðja sæti eða tæp­lega níu þús­und og fækk­aði þeim um 16 pró­sent.

Þar á eftir fylgdu síðan brott­farir Pól­verja, Kanada­manna, Frakka, Kín­verja, Norð­manna, Svía og Dana.

Um 57 þús­und Íslend­ingar fóru utan í maí í ár eða 9,3 pró­sent færri en í maí 2018. Frá ára­mótum hafa 185 þús­und Íslend­ingar farið utan eða 1,8 pró­sent færri en á sama tíma­bili í fyrra.

Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent