Bandarískum farþegum fækkar um 38,7 prósent milli ára

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 126 þúsund í maímánuði eða um 39 þúsund færri en í maí árið 2018.

Ferðamenn við Austurvöll
Ferðamenn við Austurvöll
Auglýsing

Brott­farir erlendra far­þega frá land­inu um Kefla­vík­ur­flug­völl voru um 126 þús­und í maí­mán­uði eða um 39 þús­und færri en í maí árið 2018, sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu og Isa­via. Fækkun milli ára nemur því 23,6 pró­sent.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Ferða­mála­stofu.

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir í maí eða fjórð­ungur brott­fara og fækk­aði þeim um 38,7 pró­sent milli ára. Brott­farir í maí í ár eru álíka margar og í maí árið 2016.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að fækkun hafi verið alla mán­uði frá ára­mót­um, í jan­úar fækk­aði brott­förum um 5,8 pró­sent, í febr­úar um 6,9 pró­sent, í mars um 1,7 pró­sent og í apríl um 18,5 pró­sent.

Frá ára­mótum hafa 705 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 11,2 pró­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Íslend­ingar fækka einnig ferðum

Þá segir að af ein­staka þjóð­ernum hafi flestar brott­farir í maí verið til­komnar vegna Banda­ríkja­manna eins og fram hefur kom­ið. Þjóð­verjar voru í öðru sæti hvað fjölda varðar eða níu þús­und tals­ins og fækk­aði þeim um 23,8 pró­sent milli ára og Bretar í þriðja sæti eða tæp­lega níu þús­und og fækk­aði þeim um 16 pró­sent.

Þar á eftir fylgdu síðan brott­farir Pól­verja, Kanada­manna, Frakka, Kín­verja, Norð­manna, Svía og Dana.

Um 57 þús­und Íslend­ingar fóru utan í maí í ár eða 9,3 pró­sent færri en í maí 2018. Frá ára­mótum hafa 185 þús­und Íslend­ingar farið utan eða 1,8 pró­sent færri en á sama tíma­bili í fyrra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vextir Seðlabankans óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.
Kjarninn 11. desember 2019
Stjórnendum fækkað úr 10 í 4 hjá Valitor
Fjórir stjórnendur hafa hætt störfum hjá Valitor að undanförnu, en félagið er nú í söluferli.
Kjarninn 11. desember 2019
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
TM ætlar að verða banki
Tryggingafélagið TM ætlar sér að skora stóru bankanna þrjá á hólm með því að hefja bankarekstur. Ekki verður stefnt að því að stofna alhliða banka heldur finna syllu á markaðnum.
Kjarninn 11. desember 2019
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent