Ekkert samkomulag við Miðflokkinn né aðra stjórnarandstöðuflokka

Forsætisráðherra segir ekkert samkomulag um það hvernig þinglokum verði háttað vera til staðar né sé slíkt í augsýn. Síðasta tilboði hennar, um að fresta ákveðnum málum fram í ágúst, var hafnað.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að ekk­ert sam­komu­lag sé til staðar um þing­lok, hvorki við Mið­flokk­inn né aðra flokka stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Í sam­tali við Kjarn­ann seg­ist hún ekki geta sagt til um hvenær þing­lok verði eins og stend­ur, en sam­kvæmt upp­haf­legri starfs­á­ætlun átti þingi að ljúka í dag, 6. júní.

­Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum var boðin sá val­kostur að fresta umræðum um tvö mál, þriðja orku­pakk­ann og sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, fram í ágúst fyrr í þess­ari viku en því til­boði var hafn­að. 

Því blasti við í gær að áfram­hald­andi þrátafl yrði til staðar og að umræður um þriðja orku­pakk­ann, sem Mið­flokk­ur­inn hefur sett Íslands­met í mál­þófi í umræðum um, myndu halda áfram í dag.

Dag­skrá breytt skyndi­lega

Þing­fundi var hins vegar skyndi­lega slitið rétt fyrir klukkan átta í gær­kvöldi í stað þess að hann myndi standa langt inn í nótt­ina og fram á morg­un, líkt og verið hefur lengst af á meðan að á mál­þófi Mið­flokks­ins hefur stað­ið.

Auglýsing
Í kjöl­farið var dag­skrá þings­ins breytt og alls 41 mál sem stendur til að afgreiða sett á dag­skrá áður en að umræður um þriðja orku­pakk­ann halda áfram. Þessi breyt­ing Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, fór mjög illa í þorra stjórn­ar­and­stöð­unnar sem telur að hún sé þvert á það sem rætt var um á þing­flokks­for­manna­fundi í gær.

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í umræðum um fund­ar­stjórn í morgun að Stein­grímur væri „krana­blaða­maður rík­is­stjórn­ar­inn­ar“ og að hann færi fram með „of­forsi og öllum sínum kraft­i.“

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, sagði við sama til­efni að „þar til að nálg­ast hálft tólf í gærnótt lá fyrir að þessi fundur hér ætti að hefj­ast á óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum og svo ætti þriðji orku­pakk­inn að halda áfram út í hið óend­an­lega. En án fyr­ir­vara breytir for­seti dag­skránni, án sam­ráðs og þvert á fyrri orð, þvert á það sem for­seti hafði áður sagt þing­flokks­for­mönn­um. Um það snýst gagn­rýni stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.“

Vilja ekki gera sam­komu­lag saman

Mikil patt­staða er því uppi á Alþingi. Hún er meðal ann­ars vegna þess að stjórn­ar­and­staðan er ekki sam­stíga og skipt­ist í tvær fylk­ing­ar. Í annarri eru fjórir flokk­ar: Sam­fylk­ing, Við­reisn, Píratar og Flokkur fólks­ins og í hinni er Mið­flokk­ur­inn.

Auglýsing
Tilboðið sem gert var fyrr í vik­unni, um að fresta umræðu um tvö mál þangað til í ágúst, átti að friða báðar þessar fylk­ing­ar. Sú fyrri hefur lagst hart gegn því að frum­varp um sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits verði sam­þykkt í óbreyttri mynd og Mið­flokk­ur­inn hefur einn flokka haldið uppi áður óþekktu mál­þófi gegn þriðja orku­pakk­an­um, sem alls fimm flokkar á þingi með 51 þing­mann af 63 innan sinna raða, styðja.

Hluti vanda­máls­ins snýst um að meiri­hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar vill ekki bera ábyrgð á Mið­flokknum heldur vill semja sér­stak­lega um þing­lok við stjórn­ina og láta Mið­flokk­inn gera sitt eigið sam­komu­lag. Rík­is­stjórnin vill á móti semja við alla stjórn­ar­and­stöð­una í einu.

Aðspurð segir for­sæt­is­ráð­herra að ekk­ert sam­komu­lag sé til staðar né að slíkt sé í píp­un­um. „Hvorki við Mið­flokk­inn né hina stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ana.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent