Farþegum til Íslands mun fækka um 388 þúsund í ár

Farþegar sem heimsækja Ísland heim í ár verða færri en tvær milljónir og skiptifarþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um 1,7 milljón í ár. Ástæðan: Gjaldþrot WOW air og óvissa vegna Boeing MAX-véla Icelandair.

Leifsstöð
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­færðri far­þeg­a­spá Isa­via, sem birt var í dag, mun fjöldi erlendra far­þega sem koma til Íslands verða 1.927 þús­und á þessu ári. Það eru 388 þús­und færri far­þegar en komu hingað til lands í fyrra, sem var metár. 

Til sam­an­burðar voru allir íbúar lands­ins sam­an­lagt 358.780 tals­ins í lok mars síð­ast­liðn­um. Því mun ferða­mönnum sem sækja Ísland heim fækka um rúm­lega mann­fjölda lands­ins milli áranna 2018 og 2019.

Þá mun skiptifar­þegum sem koma til Íslands fækka um 43 pró­sent milli ára, úr tæp­lega 3,9 millj­ónum í tæp­lega 2,2 millj­ón­ir.

Auglýsing
Helsta ástæða þessa er gjald­þrot WOW air 28. mars síð­ast­lið­inn og óvissa vegna stöð­u ­Boeing MAX flug­véla Icelanda­ir, sem óvíst er hvenær muni kom­ast aftur í gagn­ið.

Í tillkynn­ingu frá Isa­via segir að far­þeg­a­spáin sé unnin út frá upp­lýs­ingum um afgreiðslu­tíma sem flug­fé­lögin hafa tryggt sér. „Far­þeg­a­spáin byggir á upp­lýs­ingum úr kerfum Isa­via, til við­bótar við þær fréttir sem borist hafa af flug­fé­lög­um. Spáin er að því leyti unnin með öðrum hætti en áður. 

Isa­via telur hins vegar að fyrir liggi nægar upp­lýs­ingar til að gefa út upp­færða far­þeg­a­spá og svara þannig ákalli mark­að­ar­ins. Breyt­ist for­sendur verður þessi spá upp­færð.“

Þar segir einnig að fjölgun far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl hafi verið afar hröð á síð­ustu árum og í sumum til­vikum hafi það kallað á upp­færða far­þeg­a­spá þegar liðið hefur á árið, hvort sem far­þegum hafi fjölgað eða fækk­að. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti við­skipta­vinur Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli, starf­semi. Þá var ljóst að gera yrði breyt­ingar á far­þeg­a­spá fyrir árið 2019. Því til við­bótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flug­véla Icelanda­ir.“

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent