Farþegum til Íslands mun fækka um 388 þúsund í ár

Farþegar sem heimsækja Ísland heim í ár verða færri en tvær milljónir og skiptifarþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um 1,7 milljón í ár. Ástæðan: Gjaldþrot WOW air og óvissa vegna Boeing MAX-véla Icelandair.

Leifsstöð
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­færðri far­þeg­a­spá Isa­via, sem birt var í dag, mun fjöldi erlendra far­þega sem koma til Íslands verða 1.927 þús­und á þessu ári. Það eru 388 þús­und færri far­þegar en komu hingað til lands í fyrra, sem var metár. 

Til sam­an­burðar voru allir íbúar lands­ins sam­an­lagt 358.780 tals­ins í lok mars síð­ast­liðn­um. Því mun ferða­mönnum sem sækja Ísland heim fækka um rúm­lega mann­fjölda lands­ins milli áranna 2018 og 2019.

Þá mun skiptifar­þegum sem koma til Íslands fækka um 43 pró­sent milli ára, úr tæp­lega 3,9 millj­ónum í tæp­lega 2,2 millj­ón­ir.

Auglýsing
Helsta ástæða þessa er gjald­þrot WOW air 28. mars síð­ast­lið­inn og óvissa vegna stöð­u ­Boeing MAX flug­véla Icelanda­ir, sem óvíst er hvenær muni kom­ast aftur í gagn­ið.

Í tillkynn­ingu frá Isa­via segir að far­þeg­a­spáin sé unnin út frá upp­lýs­ingum um afgreiðslu­tíma sem flug­fé­lögin hafa tryggt sér. „Far­þeg­a­spáin byggir á upp­lýs­ingum úr kerfum Isa­via, til við­bótar við þær fréttir sem borist hafa af flug­fé­lög­um. Spáin er að því leyti unnin með öðrum hætti en áður. 

Isa­via telur hins vegar að fyrir liggi nægar upp­lýs­ingar til að gefa út upp­færða far­þeg­a­spá og svara þannig ákalli mark­að­ar­ins. Breyt­ist for­sendur verður þessi spá upp­færð.“

Þar segir einnig að fjölgun far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl hafi verið afar hröð á síð­ustu árum og í sumum til­vikum hafi það kallað á upp­færða far­þeg­a­spá þegar liðið hefur á árið, hvort sem far­þegum hafi fjölgað eða fækk­að. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti við­skipta­vinur Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli, starf­semi. Þá var ljóst að gera yrði breyt­ingar á far­þeg­a­spá fyrir árið 2019. Því til við­bótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flug­véla Icelanda­ir.“

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent