Farþegum til Íslands mun fækka um 388 þúsund í ár

Farþegar sem heimsækja Ísland heim í ár verða færri en tvær milljónir og skiptifarþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um 1,7 milljón í ár. Ástæðan: Gjaldþrot WOW air og óvissa vegna Boeing MAX-véla Icelandair.

Leifsstöð
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­færðri far­þeg­a­spá Isa­via, sem birt var í dag, mun fjöldi erlendra far­þega sem koma til Íslands verða 1.927 þús­und á þessu ári. Það eru 388 þús­und færri far­þegar en komu hingað til lands í fyrra, sem var metár. 

Til sam­an­burðar voru allir íbúar lands­ins sam­an­lagt 358.780 tals­ins í lok mars síð­ast­liðn­um. Því mun ferða­mönnum sem sækja Ísland heim fækka um rúm­lega mann­fjölda lands­ins milli áranna 2018 og 2019.

Þá mun skiptifar­þegum sem koma til Íslands fækka um 43 pró­sent milli ára, úr tæp­lega 3,9 millj­ónum í tæp­lega 2,2 millj­ón­ir.

Auglýsing
Helsta ástæða þessa er gjald­þrot WOW air 28. mars síð­ast­lið­inn og óvissa vegna stöð­u ­Boeing MAX flug­véla Icelanda­ir, sem óvíst er hvenær muni kom­ast aftur í gagn­ið.

Í tillkynn­ingu frá Isa­via segir að far­þeg­a­spáin sé unnin út frá upp­lýs­ingum um afgreiðslu­tíma sem flug­fé­lögin hafa tryggt sér. „Far­þeg­a­spáin byggir á upp­lýs­ingum úr kerfum Isa­via, til við­bótar við þær fréttir sem borist hafa af flug­fé­lög­um. Spáin er að því leyti unnin með öðrum hætti en áður. 

Isa­via telur hins vegar að fyrir liggi nægar upp­lýs­ingar til að gefa út upp­færða far­þeg­a­spá og svara þannig ákalli mark­að­ar­ins. Breyt­ist for­sendur verður þessi spá upp­færð.“

Þar segir einnig að fjölgun far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl hafi verið afar hröð á síð­ustu árum og í sumum til­vikum hafi það kallað á upp­færða far­þeg­a­spá þegar liðið hefur á árið, hvort sem far­þegum hafi fjölgað eða fækk­að. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti við­skipta­vinur Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli, starf­semi. Þá var ljóst að gera yrði breyt­ingar á far­þeg­a­spá fyrir árið 2019. Því til við­bótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flug­véla Icelanda­ir.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent