Vatnsmýrin fær póstnúmerið 102

Vatnsmýrin er eitt mesta uppbyggingarsvæði landsins að mati borgarstjóra.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Auglýsing

Vatns­mýrin fær póst­núm­erið 102 eftir að til­laga að rumkvæði Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjóra var sam­þykkt á fundi borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur­borgar í gær. Sá hluti póst­núm­ers 101 sunnan við Hring­braut fær þar af leið­andi póst­núm­erið 102 en mörk póst­núm­era 105 og 107 hald­ast óbreytt.

Til­lagan var sam­þykkt með fjórum atkvæðum borg­ar­ráðs­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri grænna, Pírata og Við­reisnar gegn einu atkvæði Mörtu Guð­jóns­dótt­ur, borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Marta sagði ekk­ert til­lit hafa verið tekið til athuga­semda um að breyta póst­núm­er­inu 102 á Hlíð­ar­enda en leyfa póst­núm­er­inu í Skerja­firði og vestan Njarð­ar­götu að halda sér á meðan Reykja­vík­ur­flug­völlur sé enn í Vatns­mýr­inn­i.Hún segir ekki kom­ist til móts við vilja íbúa heldur ein­göngu sé litið til vilja upp­bygg­ing­ar­að­ila á Hlíð­ar­enda­svæð­inu.

Tveir borg­ar­ráðs­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þær Hildur Björns­dóttir og Val­gerður Sig­urð­ar­dótt­ir, sátu hjá við afgreiðslu máls­ins.

Auglýsing

Flokkur fólks­ins vildi nota þrjár millj­ón­irnar sem fari í að skipta um póst­númer í Vatns­mýr­inni fari í að greiða niður gjald skóla­mál­tíða.

Nýtt póst­núm­er, 102 Reykja­vík, verður að veru­leika í Vatns­mýri. Stað­fest­ing þessa efnis var lögð fyrir borg­ar­ráð í dag....

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Thurs­day, June 6, 2019Í bókun borg­ar­ráðs­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna kemur vram að 102 Reykja­vík sé eitt mesta upp­bygg­ing­ar­svæðið í núver­andi vaxt­ar­skeiði borg­ar­inn­ar. Innan póst­núm­er­is­ins séu bæði Háskóli Íslands og Háskól­inn í Reykja­vík, háskóla­garðar HR og Stúd­enta­garðar auk Vís­inda­garða­svæð­is­ins. Naut­hóls­vík ásamt gömlu og nýju byggð­inni í Skerja­firði eru einnig innan svæð­is­ins.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent