Marel komið á markað í Amsterdam

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, sló í gong til að hringja inn viðskipti með bréf í Marel í hollenskri kauphöll í morgun. Bréf í félaginu hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, slær í gong við upphaf viðskipta í morgun.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, slær í gong við upphaf viðskipta í morgun.
Auglýsing

Hluta­bréf í Marel voru tekin til við­skipta í Euro­next-­Kaup­höll­inni í Amster­dam í morg­un. Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el, sló í gong til að hringja inn við­skipt­in. Marel verður áfram skráð í íslensku kaup­höll­ina líka.

Í aðdrag­anda skrán­ing­ar­innar fór fram hluta­fjár­út­boð hjá Marel þar sem félagið seldi 100 milljón nýja hluti. Þeir hlutir jafn­gilda 15 pró­sent af heild­ar­hlutafé Mar­el.

Í útboð­inu var byggt á því að heild­ar­mark­aðsviðri Marel væri 2,82 millj­arðar evra, eða um 393 millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Útboðs­gengið var því ákveðið 3,70 evrur á hlut. Gengi bréfa í Marel hafa þegar hækkað upp í 3,97 evrur á hlut síðan að við­skipti hófust í morg­un.

Stór dagur

Í til­kynn­ingu frá Marel til íslensku kaup­hall­ar­innar segir að marg­föld umfram­eft­ir­spurn hafi verið á útboðs­geng­inu bæði frá fag­fjár­festum og almennum fjár­fest­um. Útboðs­hlut­irnir voru seldir til alþjóð­legra fag­fjár­festa sem og til almennra fjár­festa í Hollandi og á Ísland­i. 

Auglýsing
Útboðshlutum var úthlutað til sjóða á vegum alþjóð­lega sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins BlackRock og til eigna­stýr­ing­ar­arms alþjóð­lega fjár­fest­inga­bank­ans Credit Suisse Asset Mana­gement Ltd., í sam­ræmi við áður til­kynnta skuld­bind­ingu þeirra sem horn­steins­fjár­festa. BlackRock mun eiga 2,2 pró­sent og Credit Suisse Asset Mana­gement Ltd. mun 1,30 pró­sent af heild­ar­hlutafé í Marel eftir lok útboðs­ins.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Árna Oddi að dag­ur­inn í dag sé stór stund í sögu félags­ins. „Við erum afar stolt af þeim mikla áhuga sem hluta­bréfa­út­boðið fékk, bæði frá ein­stak­lingum og fag­fjár­festum hér heima og erlend­is. Marg­föld eft­ir­spurn var í útboð­inu sem dreifð­ist vel til fjár­festa í Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Íslandi, Hollandi og fleiri landa. Skrán­ingin í Euro­next kaup­höll­ina mun styðja við næstu skref í fram­þróun félags­ins og styðja við metn­að­ar­full vaxt­ar­mark­mið. Sýn okkar er ver­öld þar sem hágæða mat­væli eru fram­leidd á hag­kvæman og sjálf­bæran hátt.”Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent