Marel komið á markað í Amsterdam

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, sló í gong til að hringja inn viðskipti með bréf í Marel í hollenskri kauphöll í morgun. Bréf í félaginu hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, slær í gong við upphaf viðskipta í morgun.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, slær í gong við upphaf viðskipta í morgun.
Auglýsing

Hluta­bréf í Marel voru tekin til við­skipta í Euro­next-­Kaup­höll­inni í Amster­dam í morg­un. Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el, sló í gong til að hringja inn við­skipt­in. Marel verður áfram skráð í íslensku kaup­höll­ina líka.

Í aðdrag­anda skrán­ing­ar­innar fór fram hluta­fjár­út­boð hjá Marel þar sem félagið seldi 100 milljón nýja hluti. Þeir hlutir jafn­gilda 15 pró­sent af heild­ar­hlutafé Mar­el.

Í útboð­inu var byggt á því að heild­ar­mark­aðsviðri Marel væri 2,82 millj­arðar evra, eða um 393 millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Útboðs­gengið var því ákveðið 3,70 evrur á hlut. Gengi bréfa í Marel hafa þegar hækkað upp í 3,97 evrur á hlut síðan að við­skipti hófust í morg­un.

Stór dagur

Í til­kynn­ingu frá Marel til íslensku kaup­hall­ar­innar segir að marg­föld umfram­eft­ir­spurn hafi verið á útboðs­geng­inu bæði frá fag­fjár­festum og almennum fjár­fest­um. Útboðs­hlut­irnir voru seldir til alþjóð­legra fag­fjár­festa sem og til almennra fjár­festa í Hollandi og á Ísland­i. 

Auglýsing
Útboðshlutum var úthlutað til sjóða á vegum alþjóð­lega sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins BlackRock og til eigna­stýr­ing­ar­arms alþjóð­lega fjár­fest­inga­bank­ans Credit Suisse Asset Mana­gement Ltd., í sam­ræmi við áður til­kynnta skuld­bind­ingu þeirra sem horn­steins­fjár­festa. BlackRock mun eiga 2,2 pró­sent og Credit Suisse Asset Mana­gement Ltd. mun 1,30 pró­sent af heild­ar­hlutafé í Marel eftir lok útboðs­ins.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Árna Oddi að dag­ur­inn í dag sé stór stund í sögu félags­ins. „Við erum afar stolt af þeim mikla áhuga sem hluta­bréfa­út­boðið fékk, bæði frá ein­stak­lingum og fag­fjár­festum hér heima og erlend­is. Marg­föld eft­ir­spurn var í útboð­inu sem dreifð­ist vel til fjár­festa í Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Íslandi, Hollandi og fleiri landa. Skrán­ingin í Euro­next kaup­höll­ina mun styðja við næstu skref í fram­þróun félags­ins og styðja við metn­að­ar­full vaxt­ar­mark­mið. Sýn okkar er ver­öld þar sem hágæða mat­væli eru fram­leidd á hag­kvæman og sjálf­bæran hátt.”140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent