Ríkisendurskoðun gerir stjórnsýsluúttekt vegna WOW air

Beiðni lögð fram í umhverfis- og samgöngunefnd um úttekt á hlutverki Samgöngustofu og Isavia í málum WOW air hefur verið samþykkt. Niðurstaða á að liggja fyrir í haust.

wow air
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun hefur verið falið að gera skýrslu um aðkomu Sam­göngu­stofu, eft­ir­lits­að­ila með flug­rekstri á Íslandi, og opin­bera fyr­ir­tæk­is­ins Isa­via, sem rekur m.a. Kefla­vík­ur­flug­völl, að starf­semi og rekstri WOW air í aðdrag­anda og kjöl­far gjald­þrots flug­fé­lags­ins. Skýrsl­unni á að skila í haust.

Þetta var ákveðið á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í gær en beiðnin um úttekt­ina var lögð fram af Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Aðkoma stjórn­valda skoðuð ofan í kjöl­inn

Í grein­ar­gerð sem fylgdi með beiðn­inni segir að aðkomu stjórn­valda að málum WOW air þyrfti einnig að skoða ofan í kjöl­inn og hvaða heim­ildir Isa­via hafi til að veita flug­rek­endum greiðslu­frest á lend­ing­ar- og þjón­ustu­gjöld­um, líkt og WOW air fékk. 

Auglýsing
Í beiðn­inni er sér­stak­lega óskað þess að kannað verði hvernig fyr­ir­greiðslur Isa­via við WOW air rími við sam­keppn­is­lög og rík­is­að­stoð­ar­reglur EES-­samn­ings­ins.

Í Frétta­blað­inu segir að í beiðn­inni sé óskað eftir úttekt á því hvernig Sam­göngu­stofu hafi tek­ist að upp­fylla lög­bundið hlut­verk sitt og aðrar lög­bundnar skyldur í mál­efnum sem tengj­ast WOW air. Í úttekt­inni eigi að draga fram hvort að verk­ferlum hafi verið fylgt varð­andi ákvörð­un­ar­töku. Þá verður aðkoma Isa­via einnig skoðuð „út frá hag­kvæmni, með­ferð og nýt­ingu rík­is­fjár,“ sam­kvæmt frétt blaðs­ins. Auk þess verður kannað hvort að unnið hafi verið eftir verk­ferlum og sam­þykktum Isa­via í við­skiptum þess við WOW air.

Dauða­stríð fyrir opnum tjöldum

WOW air varð gjald­þrota 28. mars síð­ast­lið­inn. Þá hafði félagið barist í dauða­stríði fyrir opnum tjöldum frá því síð­sum­ars 2018 og átt í miklum erf­ið­leikum allt frá haustinu 2017.

­Sam­göngu­stofa er sú eft­ir­lits­stofnun sem gefur út flug­rekstr­ar­leyfi og á að hafa eft­ir­lit með því að þau flug­fé­lög sem fá slíkt séu rekstr­ar­hæf. Stofn­unin hefur verið víða harð­lega gagn­rýnd fyrir að grípa ekki fyrr inn í rekstur WOW air þegar ljóst var að eig­in­fjár­staða félags­ins var afar bág­borin og illa gekk fyrir það að fá nýja fjár­festa að rekstr­in­um.

Isa­via veitti WOW air sömu­leiðis umtals­verðan slaka vegna skulda sem safn­ast höfðu upp vegna van­gold­inna lend­ing­ar- og þjón­ustu­gjalda á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þegar WOW air fór í þrot stóðu þær skuldir í um tveimur millj­örðum króna. Óljóst er hversu mikið af þeim fjár­munum munu inn­heimt­ast en Isa­via kyrr­setti flug­vél í eigu leigu­sala WOW air og von­að­ist til að geta krafið hann um greiðslu á skuld­inni. Tek­ist er á um það mál fyrir dóm­stól­um.

Skúli vill WOW 2.0

Skúli Mog­en­­sen, stofn­andi og fyrr­ver­andi for­­­stjóri flug­­­­­fé­lags­ins WOW a­ir, sagði í erindi sem hann hélt á við­­burði Startup Iceland í Hörpu í vik­unni að ef hann fengi tæki­­færi til að stofna annað flug­­­fé­lag þá myndi hann gera það, þó ekki end­i­­lega sem for­­stjóri. Nýja flug­­­fé­lagið myndi hann kalla WOW air, „enda frá­­­bært vöru­­merki“ að hans mati.

Auglýsing
Skúli sagði í erindi sínu að við fall WOW air hafi hann orðið mjög reið­­ur. Og að hann sé enn reið­­ur. „Það er ekki dagur – eða klukku­­tími – sem ég hugsa ekki um þetta,“ sagði hann. En að því sögðu þá velti hann því fyrir sér hvað taki nú við. „Hvað getum við gert núna? Hver eru tæki­­fær­in.“.

Hann sagði að það yrði slæmt ef þekk­ingin og reynslan sem afl­að­ist við rekstur og upp­­­bygg­ingu WOW air yrði ekki nýtt. Ekki væri hægt að byggja upp slíka þekk­ingu auð­veld­­lega aftur og því taldi hann að nú ætti að nýta tæki­­fær­ið. Ísland verði að vera með lággjalda­flug­­fé­lag.

„Ég ætla ekki end­i­­lega að gera þetta á morgun en ég vil fá tæki­­færi til að gera þetta aft­­ur,“ sagði Skúli og bætti því við að honum sé aftur farið að leið­­ast. Hann benti enn fremur á að nú væri sam­­dráttur í íslensku sam­­fé­lagi og að ein­hver yrði að gera eitt­hvað í þessum mál­­um.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
Kjarninn 17. september 2019
Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent