Mynd: EPA wow air
Mynd: EPA

Styrkur ríkisfyrirtækis við WOW air tapast

Í gær komst dómstóll að því að leigusali WOW air þurfi ekki að greiða skuld hins gjaldþrota félags við ríkisfyrirtækið Isavia. Því virðast skattgreiðendur, eigendur Isavia, sitja uppi með það tap sem verður. Á meðal kröfuhafa eru ásakanir um blekkingar og svik og endurskoðendur rannsaka nú það sem átti sér stað síðustu mánuði.

Þótt WOW air sé gjald­þrota þá eru enn margir þræðir í sögu félags­ins óhnýtt­ir. Nú virð­ist blasa við að Isa­via, sem er í eigu íslenskra skatt­greið­enda, muni tapa um tveimur millj­örðum króna á því að veita félag­inu fyr­ir­greiðslu og hluti þeirra fjár­festa sem keypti skulda­bréf í útboði WOW air í sept­em­ber telja að þeir hafi verið blekkt­ir.

Á meðan súrna eft­ir­stand­andi eignir WOW air dag frá degi og afar ólík­legt er orðið að af end­ur­reisn þess verði.

Skulda­bréfa­út­boðið sem var ekki eins og það sýnd­ist

Þann 15. ágúst 2018 birti Kjarn­inn fjár­festa­kynn­ingu sem norska verð­bréfa­fyr­ir­tækið Par­eto Securites hafði útbúið fyrir WOW air. Þar var hægt að sjá nákvæm­ari upp­lýs­ingar um fjár­hag WOW air en höfðu birst áður. 

For­svars­menn Par­eto voru ósáttir við birt­ing­una, og sendu tölvu­póst til blaða­manns Kjarn­ans, þar sem þess var kraf­ist að upp­lýs­ing­arnar yrðu teknar taf­ar­laust úr birt­ingu. Ef það yrði ekki gert þá myndi Par­eto grípa til við­eig­andi laga­legra aðgerða. 

Kjarn­inn benti á það í svari, að Par­eto hefði sjálft birt kynn­ing­una á opnu svæði á inter­net­inu, og því væri krafa fyr­ir­tæk­is­ins ekki við­eig­andi. Auk þess væri það mat Kjarn­ans að upp­lýs­ing­arnar ættu erindi við almenn­ing og því yrði ekki orðið við því að taka upp­lýs­ing­arnar úr birt­ingu. Eftir það heyrð­ist ekki meira frá Par­eto.

Sú mynd sem þar var dregin upp var frekar dökk. WOW air átti aug­ljós­lega ekki nægt eigið fé til að takast á við þær áskor­anir sem félagið var þegar að takast á við, og sann­ar­lega ekki til að mæta þeim sem voru framund­an. Eigið fé þess var komið undir fimm pró­sent í júní 2018.

Par­eto hafði það hlut­verk að ná í brú­ar­fjár­mögnun fyrir WOW air þangað til að hægt yrði að skrá félagið á mark­að. Það átti að gera í gegnum skulda­bréfa­út­boð. Til stóð að ná í 56 til 112 millj­ónir dala. Auk Par­eto voru Arion banki og Arct­ica Fin­ance ráð­gjafar WOW air við fram­kvæmd skulda­bréfa­út­boðs­ins.

Veru­lega erf­ið­lega gekk að loka skulda­bréfa­út­boð­inu, en það hafð­ist þó skömmu eftir miðjan sept­em­ber í fyrra. Alls náð­ist að safna 60 millj­ónum evra.

Fljót­lega varð ljóst að það fjár­magn nægði alls ekki til og þá hófust til­raunir til að finna kaup­anda að WOW air. Icelandair fór tví­vegis í við­ræður um að kaupa félagið og við­ræður við Indigo Partners stóðu yfir mán­uðum sam­an. Hvor­ugur aðil­inn taldi það þó á end­anum skyn­sam­legt að fjár­festa í WOW air.

Telja sig blekkta

Þegar skulda­bréfa­út­boð­inu var lokað á sínum tíma var ekki greint frá því opin­ber­lega hverjir hefðu keypt. Ein­ungis sagt frá því að um inn­lenda og erlenda aðila væri að ræða. Síðar kom í ljós að Skúli Mog­en­sen, eig­andi og for­stjóri WOW air, hafði tekið þátt ásamt nokkrum af helstu kröfu­höfum félags­ins. Á meðal þeirra var Arion banki, einn stærsti kröfu­hafi WOW air, sem keypti skulda­bréf fyrir 4,6 millj­ónir evra.

Nú telja margir þeirra fjár­festa sem settu raun­veru­legt fjár­magn í að kaupa skulda­bréf WOW air að þeir hafi verið blekktir í útboð­inu. Sumir þeirra telja svo illa á sér brotið að um fjár­svik sé að ræða.

Þeim hafi ekki verið kunn­ugt um að stærstur hluti þeirrar fjár­hæðar sem safn­að­ist í útboð­inu hafi ekki verið nýtt fjár­magn, heldur umbreyt­ing á kröfum í skulda­bréf. Það átti til að mynda við um þær 4,6 millj­ónir evra sem Arion banki keypti fyr­ir. Sam­hliða þeim kaupum hafi verið gerður bak­samn­ingur milli bank­ans og WOW air um að fella niður yfir­drátt­ar­skuld upp á sömu upp­hæð. Arion breytti því í raun yfir­drátt­ar­skuld í skulda­bréf, en setti ekk­ert nýtt fé inn í félag­ið.

Skulda­bréfa­eig­endur sem settu raun­veru­legt fé inn í WOW air hafa óskað eftir því að fá upp­lýs­ingar frá skipta­stjórum WOW Air hverjir skil­málar ábyrgð­ar­trygg­ingar stjórn­enda félags­ins séu, þar sem að þeir telja að stjórn­end­urnir hafi mögu­lega bakað sér per­sónu­lega skaða­bóta­skyldu á grund­velli þess að hafa ekki veitt full­nægj­andi upp­lýs­ingar um stöðu WOW air og eðli skulda­bréfa­út­boðs­ins þegar það fór fram.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Deloitte nú að vinna að úttekt á þessum málum og fleirum sem tengj­ast WOW air og á nið­ur­staða að liggja fyrir í lok júní. Sú nið­ur­staða verður síðan kynnt á skipta­fundi í búi WOW air sem fyr­ir­hugað er að halda 16. ágúst næst­kom­andi.

Isa­via tapar millj­örðum

Annað óleyst mál tengt WOW air er sú fyr­ir­greiðsla sem Isa­via, sem er rík­is­fyr­ir­tæki, veitti félag­inu.

Isa­via og WOW air gerðu sam­komu­lag um það í lok sept­em­ber 2018, skömmu eftir að skulda­bréfa­út­boði í WOW air hafði verið lok­ið, hvernig félagið átti að greiða upp skuld sína við Kefla­vík­ur­flug­völl. Skuld WOW air við Isa­via hafði vaxið hratt mán­uð­ina á und­an, og stóð í rúm­lega millj­arði króna í lok júlí 2018. Þá hafði hún tvö­fald­ast á rúmum mán­uði.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í vik­unni, og byggði það á fund­ar­gerðum stjórnar Isa­via, að mán­uði áður en greint var frá  skulda­bréfa­út­boði WOW air hafi verið gefin heim­ild fyrir rekstr­ar­lána­línu og/eða yfir­drátt­ar­láni á stjórn­ar­fundi Isa­via upp á tvo millj­arða króna.

Isa­via taldi sig geta tryggt að skuldin feng­ist greidd með vegna þess að ákvæði loft­ferða­laga ættu að heim­ila fyr­ir­tæk­inu að kyrr­setja vél WOW air til að tryggja greiðslu gjalda sem væru gjald­fall­inn.

Þegar WOW air fór svo loks í þrot í lok mars var skuld félags­ins við Isa­via um tveir millj­arðar króna. Vélin sem var kyrr­sett fyrir greiðslu þeirrar skuld­ar, og WOW air hafði haft til umráða, var hins vegar ekki í eigu WOW air heldur hafði félagið leigt hana. Eig­and­inn var Air Lease Cor­poration (ALC) og hann hafði engan áhuga á því að borga skuld WOW air til að losa vél­ina sína.

Deilur vegna þessa röt­uðu fyrir Hér­aðs­dóm Reykja­nes og í gær komst hann að þeirri nið­ur­stöðu að ALC þyrfti ekki að greiða allar þær skuldir WOW air gagn­vart Isa­via sem safn­ast höfðu upp heldur ein­ungis þær skuldir sem tengd­ust beint þot­unni sem kyrr­sett var. Þær nema 87 milj­ónum króna. Haldi sú nið­ur­staða mun Isa­via því tapa þorra þeirra fjár­muna sem rík­is­fyr­ir­tækið í raun lán­aði WOW air til að leyfa félag­inu að halda áfram starf­semi á síð­asta ári og fram eftir árinu 2019.

Stjórn­völd vildu ekki setja WOW í þrot

Þeir sem sitja í stjórn Isa­via eru skip­aðir af stjórn­ar­mála­flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Rík­is­stjórnin hefur auk þess verið upp­lýst um þá stöðu sem uppi var vegna skulda WOW air við Isa­via síð­ustu mán­uði, en ekki var vilji til þess að grípa inn með afger­andi hætti. Stjórn­völd vildu ein­fald­lega ekki vera sá aðili sem setti WOW air í þrot.

Á bak­við þá ákvörðun lá vilji til að gefa WOW air slaka til að bjarga sér með því að finna fjár­festa eða nýja eig­end­ur. Tím­inn sem vann­st, frá síð­asta hausti og til loka mars­mán­aðar þegar WOW air fór loks í þrot, nýtt­ist líka vel sem aðlög­un­ar­tími. Umfang starf­semi flug­fé­lags­ins dróst veru­lega sam­an. Vélum var fækk­að, starfs­fólki sagt upp og flug­leiðum hætt. Allt gerði þetta það að verkum að höggið við sjálft gjald­þrotið varð mild­ara. Þá hafði Isa­via vita­skuld tekjur af starf­semi WOW air á meðan að félagið starf­aði.

En eftir stendur að rík­is­fyr­ir­tæki veitti flug­fé­lagi í sam­keppn­is­rekstri fyr­ir­greiðslu upp á tvo millj­arða króna. Fyr­ir­greiðslu sem nú virð­ist ekki verða inn­heimt­an­leg, og mun því geta flokk­ast sem tap­aður rík­is­styrk­ur.

Ein afleið­ingin þessa er sú að Björn Óli Hauks­son, sem hafði verið for­stjóri Isa­via í ára­tug, hætti störfum 17. apríl síð­ast­lið­inn. Hann hætti sam­stund­is. Heim­ildir Kjarn­ans herma að hann hafi verið rek­inn.

Jón Ásgeir og Pálmi á meðal fund­ar­manna

Nán­ast sam­stundis og WOW air fór á hausinn, sem gerð­ist 28. mars, byrj­uðu ýmsir að máta sig við end­ur­reisn félags­ins. Sá sem hefur borið mest á þar er Skúli Mog­en­sen.

Í við­­skipta­á­ætlun sem er dag­­sett 3. apr­íl, og hefur verið dreift víða innan íslensks við­­skipta­lífs í von um að ein­hverjir með fjár­­muni á milli hand­anna hafi áhuga á að taka þátt í verk­efn­inu, sem stýrt ef af Skúla og nokkrum fyrr­ver­andi lyk­il­­stjórn­­endum WOW air, er rakið hvað myndi fel­­ast í slíkri end­­ur­reisn og það sem aflaga fór síð­­­ast með þeim afleið­ingum að WOW air fór í þrot.

Hið end­­ur­reista félag átti að kaupa ýmis verð­­mæti úr þrota­­búi WOW air, meðal ann­­ars vöru­­merkið og bók­un­­ar­­kerf­ið. Svo var stefnt að því að taka þátt í leig­u­verk­efnum í tólf vikur fyrir stórt evr­­ópskt flug­­­fé­lag en frá júnílokum 2019 á hið end­­ur­reista félag að fljúga til 13 áfanga­­staða í Evr­­ópu og Banda­­ríkj­unum (London, Par­ís, Amster­dam, Berlín, Kaup­­manna­höfn, Dublin, Tenerife, Alican­te, Frank­furt, Barcelona, New York, Baltimore og Boston).

Upp­­runa­­lega átti að gera þetta með því að nota fimm Air­bus-­­vélar en strax á næsta ári á þeim að fjölga í sjö og svo í tíu vorið 2021. Sam­­kvæmt áætlun átti hið nýja WOW air að geta flutt tæp­­lega 600 þús­und far­þega á síð­­­ari helm­ing þessa árs, um 1,5 millj­­ónir á næsta ári og rúm­­lega tvær millj­­ónir árið 2021. Til sam­an­­burðar flutti WOW air 3,5 millj­­ónir far­þegar í fyrra.

Verð­mætin súrna

Til þess að láta þessa hug­­mynd ganga upp þá hafa Skúli og teymið hans, ásamt full­­trúum frá Arct­ica Fin­ance, verið að funda með fjöl­­mörgum fjár­­­festum síð­­­ustu vik­­urn­­ar. Þeim vantar nefn­i­­lega 40 millj­­ónir dali, um 4,8 millj­­arða króna, til að láta dæmið ganga upp.

Enn sem komið er hefur eng­inn bitið á agn­ið. Mánu­dag­inn 8. apríl var hald­inn fundur í húsa­kynnum Arct­ica Fin­ance þar sem fjöl­mörgum fjár­festum úr mis­mun­andi áttum var boðið að mæta og kynna sér það að fjár­festa í end­ur­reisn WOW air.

Á meðal þeirra sem sátu fund­inn, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, var Pálmi Har­alds­­son, fyrr­ver­andi eig­andi Iceland Express Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, fjár­­­fest­ir­inn Guðni Eirík­s­­son, Bogi Guð­­munds­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Bustra­vel Iceland og ýmsir aðrir tengdir íslenskri ferða­­þjón­­ustu. Þar var einnig full­trúi frá KEA-hót­el­um. Alls voru vel á annan tug aðila á fund­inum þegar teymið sem var á vegum Skúla og Arct­ica Fin­ance var með talið. Fund­ur­inn skil­aði engri eig­in­legri nið­ur­stöðu og ekki var áhugi hjá að minnsta kosti þorra þeirra sem sátu hann að koma með fjár­muni inn í nýtt WOW air.

Við­­mæl­endur Kjarn­ans úr fjár­­­mála­­geir­­anum sögðu þá að end­­ur­reisnin þyrfti helst að klár­­ast fyrir páska ef hún ætti að eiga ein­hverja von.

Það gerð­ist ekki og með hverjum deg­inum súrna verð­mætin sem eftir eru í þrota­búi WOW air.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar